søndag 8. juli 2007

07.07.07

Í dag var okkur boðið í grillveislu hjá einum sem vinnur á rannsóknarstofunni hjá Lauren. Hann býr næstum út í sveit eða er alltént með stóra lóð þar sem hann hefur 2 hesta, 2 asna, 3 hunda, slatta af hænsum og kött. Hann bauð öllum í grill þar sem honum hafði áskotnast grís sem hann svo heilgrillaði.

Þetta var ljómandi skemmtilegt að sjá og mjög notaleg stemning. Myndir má sjá í myndaalbúminu.

Kveðja,
Ragga

Ingen kommentarer: