onsdag 11. juli 2007

Við erum góð

eða í það minnsta finnst skordýrum svæðisins við vera bragðgóð og auðveld bráð. En við höfum gert ráðstafanir og keypt okkur bráðhollt skordýraeitur sem við gluðum yfir okkur kvölds og morgna.

Annars er nú heldur lítið að frétta hér. Ragga er í skólanum og ég fæ mér hjólatúra og les bækur. Mikið einfaldara getur lífið ekki orðið.

Annars er Ameríka ábyggilega ágæt, allavegana hér. Ég gæti í það minnsta alveg sætt mig við eitt af einbýlishúsunum hér, stórar lóðir, mjög stórir bílskúrar og stór bílastæði þar sem ekkert virðist vera athugavert við að eiga svona einsog þrjár kynslóðir af bílum. Þetta eru lang mest einbýlishús hér, ekkert endilega mjög stór hús, en á stórum lóðum. Þetta gerir það að verkum að bærinn flæmist yfir stórt svæði og vegalengdir verða langar. Mér dauðlangar að taka myndir heim að mörgum þessara húsa og af bílunum í stæðunum en ég kann ekki við það, það er ekki gott að segja hvernig fólk tæki því.

Síðasta sunnudag fórum við í göngutúr með vinnufélögum Röggu. Við keyrðum að vatni sem er, að ég held, örlítið hér norðan við og tókum ágætan göngutúr þaðan. Það var ágætt. Gaman að sjá alla landamerkjagarðana sem hlykkjast um allt. Maður heldur að maður sé að ganga í villtum skóg en það er víst ekki. Allt þetta land hér hefur verið rutt einusinni til tvisvar og stundaður á því landbúnaður. Sennilega fyrst rutt uppúr 1700. Um leið og hætt er að stunda landbúnað tekur skógurinn yfirhöndina. Það er fínt að labba í skóg, skuggi og svona, nema að einu leiti, maður sér ekkert, getur ekki fengið neina yfirsýn að ráði, eitthvað sem ég gleymi alltaf í skógleysi norðurhjarans. Við vatnið sem við lögðum bílnum sá maður vel græjufíkn landans. Þar kom hver pallbíllinn á fætur öðrum með bát eða vatnasleða á pallinum.

Pallbílar, hér eiga allir pallbíla. Ekkert endilega stærstu og sverustu gerð eins og oft virðist vera lenskan á Íslandi. Hérna eru allar hugsanlegar gerðir, mikið af nettum eindrifa bílum og á öllum hugsanlegum aldri. Maður sér ekkert mikið af gömlum fólksbílum en mikið af gömlum pallbílum. Væri alveg til í að eiga svona eins og nokkra.

Umferðarmenningin virðist vera ágætt. Það er allavegana ekkert mál að hjóla þótt maður þurfi að vera á götunum af og til. Það er tekið ótrúlega mikið tillit til manns. Töluvert meira en maður á að venjast. Umferðin er frekar afslöppuð og lítið um sjánlegan hraðakstur.

En best að láta þetta nægja í bili um Ameríkuna.

Svo er það afmæli dagsins.
Ef minnið bregst mér ekki þá á hún Dísa frænka mín afmæli í dag, 17 ára stelpan, til hamingju með það og farðu varlega í umferðinni :)

Kveðja Olgeir

6 kommentarer:

Anonym sa...

Ef þig langar í myndir af þessum húsum þá fáið þið Ragga ykkur bara göngutúr um hverfið og svo stillið þið ykkur bara upp til skiptis framan við húsin sem ykkur langar að mynda og þá lítur út fyrir að þið séuð að taka myndir í fjölskyldualbúmið. Það er svo ekkert mál að breyta gráðunni á myndavélinni pínulítið án þess að nokkur taki eftir og þá er komin mynd af húsi en ekki þeim sem stillir sér upp.

Þetta er líka gott trix ef maður ætlar að taka mynd af einhverjum sem fellur ekki í fjöldann (pípandi skrítinn) þá fær maður einhvern til að stilla sér upp skammt frá þeim skrítna og svo lætur maður líta út fyrir að fjölskyldumyndataka sé í gangi.

kv. Haukur

Anonym sa...

Ég bið að heilsa ykkur! =D

Anonym sa...

Mikið rétt hjá þér Olgeir minn ég átti sko afmæli í gær 11. júlí, og takk fyrir að muna eftir því og fyrir kveðjuna;) ég var einmitt að koma heim frá bandaríkjunum og eitt sem ég verð að segja þér um pallbíla ég sá einn svona Ford pallbíl F-650!!! hann var sko svona tvisvar og hálfum sinnum ég á hæð!! haha en ég bið að heilsa ykkur núna og hafið það gott þarna úti:)
kv.Dísa frænka

Anonym sa...

Ragga mín til hamingju með afmælið á morgun,,, ég sendi þér þúsund kossa í huganum,, þín mamma

pabbi kalli og sunna biðja fyrir kveðju líka.

ég vildi bara að ég væri komin til ykkar,
og Olli haltu áfram að taka myndir þær eru frábærar

kveðja tengdó

Anonym sa...

Takk fyrir það :)

kossar og knús til ykkar :*
kv
Ragga

Anonym sa...

Komið þið sæl og blessuð þarna í landinu sem allt er í yfirstærðum!!! Elsku frænka mín innilegar hamingjuóskir með 25 ára afmælisdaginn með loforði um að þú gerir þér einhvern dagamun í tilefni dagsins og njótir hans í botn. Alltaf er jafn gaman og fróðlegt að lesa frá ykkur bloggið endilega haldið svona áfram. Við Biðjum kærlega að heilsa Olla og hafið það sem allra best. Kv. Hanna Sigga og Co.


Ps. Takk fyrir afmælishveðjuna.