torsdag 5. juli 2007

Þjóðhátíðardagurinn 4.júlí

Þá erum við búin að upplifa bæði þjóðhátíardag Norðmanna og Kanamanna. Það er óhætt að segja að Norðmennirnir taki daginn sinn heldur hátíðlegri heldur en Bandaríkjamennirnir. Okkur var boðið í garðpartý með stelpunni sem við leigjum hjá. Veislan var haldin í einbýlishúsi á stærð við hótel með garði á stærð við ágætis sumarbústaðalóð. Boðið var upp á grillmat og alls konar góðgæti. Mest var þetta fólk sem vinnur á rannsóknarstofunum í sjávarlíffræðihluta háskólans.

En til að byrja á byrjuninni þá flugum við hingað yfir á mánudaginn. Við fórum frá Tromsö um 7 leytið um morguninn og flugum til Osló þar sem við biðum í 6 tíma. Þá flugum við yfir til Íslands þar sem við biðum í 2 tíma. Það var mjög furðulegt að koma heim og fara strax aftur..hálf glatað.. en þannig er það nú bara. Þá tók við næstum 6 tíma flug yfir til Boston. Vegabréfaeftirlitið var ekki nærri eins strangt og við vorum búin að ímynda okkur og voru karlarnir bara kammó. Frá flugvellinum tókum við leigubíl á hótelið sem reyndist vera bara mjög fínt hótel eftir allt saman. Það var ótrúlega gott að sofna eftir um 22 tíma ferðalag. Daginn eftir tókum við svo leigubíl á South Station þar sem við tókum Greyhound rútu til New London. Það var um 3 tíma ferð og sá maður svo sem ekki mikið fyrir trjám nema í borgunum. Við fórum í gegnum Providence og einhverja smábæi. Svo þegar við síst bjuggumst við, í miðju skógarþykkninu, komum við að risastóru spilavíti .. og svo öðru aðeins lengra í burtu ekki síður stóru sem á að opna nú í sumar. Þar fóru flestir farþegarnir út. Þessi spiavíti eru víst þau stærstu í landinu fyrir utan Las Vegas.

Þegar við komum til New London vorum við sótt af stelpunni sem við leigjum af. Hún heitir Lauren og er phd nemi við UConn háskólann. Íbúðin er í 4 íbúða húsi og það eru geðveikislega þykk teppi á henni allri. Við erum með eitt herbergi sem er ágætlega rúmgott. Ísskápurinn og eldavélin eru í algerri yfirstærð eins og allt í þessu landi.

Við fórum að versla í gær þar sem allt er lokað í dag. Búðin er í minni kantinum á usa mælikvarða en við týndumst strax. Olli villtis í grænmetisdeildinni á meðan ég tapaði mér í kökulagernum og ostadeildinni. Við eigum algerlega eftir að rannsaka ísdeildina en hún virtist heldur stærri en Svalbardbutikken..í heild.

Í þessu landi er ekki gert ráð fyrir að fólk fari neitt labbandi og varla hjólandi. Í Groton eru varla neinstaðar gangstéttar og það er enginn eiginlegur miðbær. Þar sem miðbærinn ætti að vera er kafbátasmiðja og þyrluverkstæði. Einnig er gólfvöllur í miðjunni á byggðinni. Einbýlishúsin eru alls ráðandi og eru þau stór með stórum lóðum. Víðast hvar leynast líka gamlir bílar inn á milli sem eru að freista Olla doldið.

Háskólasvæðið er niður við sjó. Það er nokkuð stórt og samanstendur af eiginlega alveg nýjum byggingum og byggingum frá hernum sem voru byggð um 1930-1940. Við kíktum aðeins inn í rannsóknastofubyggingarnar þar sem við vorum að leita að kæliboxum og ís fyrir veisluna. Þeir eru með sér byggingu fyrir tilraunir sem nota ferskan sjó og sýndi Lauren okkur möttuldýrin sem hún er að vinna með.

Á morgun fer ég svo í fyrsta skiptið í vinnuna. Það verður eitthvað fróðlegt :p

Olli tók nokkrar myndir og við reynum að setja þær inn fljótlega.

Svo eru það afmælisbörnin þessa dagana:

Afi Karl hefði orðið 100 ára þann 2. júlí
Pabbi átti afmæli í gær þann 3. júlí
og Guðbjörg á svo afmæli í dag 4. júlí

Til hamingju með það :)

Annars bara bless í bili frá risalandinu,
kv
Ragga og Olli

6 kommentarer:

Anonym sa...

Vildi að ég væri komin til ykkar
til að sjá alla þessa (risa) dýrð


kv
Mamma

Anonym sa...

Gegt gegt gegt :)
kv. kp

Anonym sa...

hehe og i augnablikinu syndir risastor gullfiskur i pinulitlu buri vid hlidina a mer inni a rannsoknarstofunni :p

Anonym sa...

Þar sem þið eruð komin á heimaslóð kleinuhringjanna þá er ekki úr vegi að benda ykkur á að það eru 5 Dunkin donut staðir í Groton. Ég breytist í Homer Simpson þá sjaldan að maður rekst á þessa staði. https://www.dunkindonuts.com

Það er leitarvél á síðunni þar sem finna má hvar óhollustan fæst.

kv. Haukur

Anonym sa...

Já, ætli ég hafi það ekki sem markmið morgundagsins að fá mér Dunkin donut :) Ég rakst einmitt á einn stað í morgun þegar ég var á leið í búðina til að kaupa kaffi. Ég fann kaffið eftir 20 mínótur, sirka 25 metra inn í gangi 40 í búðinni. Svona mikið úrval gerir lífið bara flólkið.
Kv. Olgeir

Anonym sa...

Ég myndi líka skoða linsur á myndavélina meðan þið eruð þarna því þær eru helmingi ódýrari í usa en eu.
maður á aldrei nógu margar linsur.
kv. Haukur