mandag 29. januar 2007

Dagur á vélsleða

Þá hef ég afrekað það.. Ég fór sem sagt á vélsleðanámskeið í dag og er gersamlega uppgefin. Námskeiðið byrjaði á almennri umræðu um vélsleða, hvernig á að gera við einfaldar bilanir og hvernig best er að hlaða á dráttarsleða og svo framvegis. Eftir hádegið fórum við svo upp á Longyearbreen (sem er jökullinn fyrir ofan bæinn) og æfðum okkur að keyra í halla, taka lykkjur upp í hlíðar og hvernig er best að keyra upp og niður mikinn bratta. Þetta voru alveg ágætis átök og það gekk ekkert allt of vel að halla draslinu til þar sem ég var sett á einn af stærstu sleðunum. Það eru alveg nýir Lynx-Yeti V-1300 sem vega lítil 450 kg... algerlega klikkað dót!



Það eru sennilega svona sleðar sem við myndum fara á í feltið. Ég vona bara að við þurfum ekki að sofa í tjaldi.. þótt ég hafi lært að strengja ísbjarnaviðvörunarvír!

Og að öðru..

Helgin var bara hressileg. Við fórum í partý í brakke 4 og komumst að ýmsu um "the flying spaghetti monster" þar, allt mjög gagnlegt. Enn fróðlegra var samt að fara í Huset sem er einn af fáum skemmtistöðum bæjarins. Þar sáum við til dæmis mann með teipað slökkvitæki við fótinn og annan í allt of litlum pokemon-bol.. hvað veit maður.. við suma var ég nú bara hrædd!

Hilsen,
Ragga

4 kommentarer:

Anonym sa...

Vá þetta er magnað! Þvílíkt ævintýri allt saman :)

k.kv. kp

Anonym sa...

einn af fáum skemmtistöðum... ertu semsagt að segja að það sé fleiri en einn skemmtistaður á Svalbarða? :o

Þetta er bara miklu meira happening place heldur en mig óraði nokkru sinni fyrir... ;p

En til hamingju með að vera orðin mega vélsleðagella! =D

Anonym sa...

Sæl veriði
Já, það er greinilega fleira að varast á Svalbarða heldur en ísbirni...t.d. menn með slökkvitæki teipað um fótinn! Púff!

En vildi láta ykkur vita að Milla og Aska eru bara orðnar ágætis "vinkonur" þannig að þetta gengur glimrandi vel. Held samt hún sakni ykkar aðeins, greyið litla. En ég reyni að ganga henni í móðurstað, litla skinninu :o)

Bestu kveðjur,
Guðbjörg systir.

Ragga og Olli á Svalbarða, Connecticut, Tromsö eða hvar sem helst sa...

Hehehe það eru nú alveg 6 skemmtistaðir hérna.. örugglega fleiri miðað við höfðatölu en á Íslandi :p

Gott að heyra að kisulingarnir séu næstum hættar að slást :) Við sendum henni fjarrænt klór á bringuna :D

Já það eru skrýtnar týpur hér, suma langar mann ekkert að spurja af hverju þeir eru hérna, spurning hvað armur laganna er langur...hehe..