lørdag 6. oktober 2007

Felt og fasteign á hjólum

Þá er ég komin heim úr feltinu við Takvatn og Fjellfroskvatn. Það var ágætt alveg og fengum við sæmilegan afla sem bragðaðist mjög vel :)

Við gistum í rannsóknarstöðinni við Takvatn og það var mjög kósí.

Ég kom svo heim í gærdag og var Olli þá við það að fjárfesta í fasteign á hjólum. Gripurinn er nú okkar og getum við farið að þeysa um sveitir Troms héraðs.
Bíllinn er fáránlega vel farinn miðað við aldur (1986 módel) og það er greinilegt að hann hefur verið bónaður undir húddinu reglulega!

Í gærkvöldi fórum við svo á haustfagnað Íslendingafélagsins Hrafnaflóka og var það hin besta skemmtun. Þar fréttum við að veturinn komi sennilega í næstu viku!

Fleiri myndir er hægt að sjá inn á myndasíðunni.

Kveðja,
Ragga og Olli

6 kommentarer:

Anonym sa...

Til hamingju með bílinn. Þetta er alveg eins bíll og var alltaf notaður hérna um árið til að auglýsa vetrardekk, þá var einn sýndur fastur á lélegu dekkjagerðinni en svo kom annar eins á réttu dekkjunum og brunaði framúr. Hvernig ætli standi nú á því að þessir hafi ekki verið notaðir til að auglýsa sumardekk?

kv. Haukur

Anonym sa...

Humm það er ekki gott að segja :)

Kannski eru sumardekk ekki nógu massíf til að standast kraftinn saman ber þetta hér:
http://s7.photobucket.com/albums/y278/joisvampur/?action=view¤t=group-a.flv

Kv. Olgeir

stellagella sa...

Hahah svo þetta ertu að gera þegar þú ert að þykjast læra, dunda þér við að veiða fisk í soðið mhm aha...

En til hamingju bæði tvö með kaggann ;)

Anonym sa...

hehe það skemmir aldrei fyrir þegar rannsóknarefnið er gott á bragðið líka :D

Anonym sa...

átti einu sinni 240 station bláan, ég sakna hans.
massív ljós á þessum.

Anonym sa...

Ég skora á ykkur að halda áfram að bóna hann undir húddinu...ég bóna grindina á mínum reglulega, ööööö.

Kv. Guðbjörg systir