onsdag 23. januar 2008

Að byggja, framhald

Þetta hefur víst verið óskhyggja hjá mér er ég hélt að þjófnaðurinn af vinnusvæðinu okkar hætti. Í nótt var brotist inn í allar geymslurnar á blokk B-4 og 12 íbúðir. Geymslunum höfðu allir verktakar fengið úthlutað til að geta geymt verkfæri og íhluti til byggingarinnar innilæst. Stolið var helling af verkfærum útbúnaði sem átti eftir að setja í íbúðir og svo náttúrulega skemmdar allar geymsluhurðir. Þeir spenntu svo upp hurðir á 12 íbúðum sem voru fullkláraðar og tilbúnar til afhendingar í fyrstu viku febrúar.
Vaktin kom að þjófunum þegar þeir voru búnir að fylla í það minnsta einn sendibíl. Þeir lögðu á flótta með miklum hraði og keyrðu beinustu leið í gegnum 2m háa girðingu, sem er í kringum vinnusvæðið, og sluppu undan. En númerið og góð lýsing náðist af bílnum svo að vonandi nást þeir.
Það er nokkuð ljóst að þjófurinn er ekki að byggja einbýlishús, heldur í það minnsta blokk. Nema náttúrulega að hann eigi byggingavörurverslun við Eystrasaltið.

Kv. Olgeir

3 kommentarer:

Anonym sa...

Ég er nokkuð viss um að þeir hafa raulað "það vantar spýtur og það vantar sög, það vantar málningu og fjörug lög" á leiðinni í blokkina.

Annars lýsir það ekki miklum gáfum að ræna sama staðinn nótt eftir nótt,,,, og þó,,, spurning hvort það lýsi frekar þeim sem lætur ræna sig nótt eftir nótt.

Kv Haukur

Anonym sa...

vá það er bara kvikmynda-get-away og læti... :o

Anonym sa...

Já, þetta er svolítið merkilegt. Það eru búnir að vera þjófnaðir síðustu vikurnar. Eftir hvern þjófnaðinn hefur verið bætt við girðingar, hurðir gerðar traustari og vaktin gerð betir en það virðist engu skipta.
Kv. Olgeir