søndag 20. januar 2008

Naglaskíði

Við skruppum í kaupfélagið á laugardaginn og keyptum okkur gönguskíði. Við fórum svo hér á gönguskíðabrautina í bakagarðinum í gær. Það gekk nú ekkert voðalega vel. Að vísu gekk heldur betur hjá mér enda er ég margfalt reyndari skíðamaður en Ragga. Ég hef nefnilega farið fjórum sinnum á skíði á æfinni en Ragga bara einu sinni. Við ætlum að fara aftur í kvöld, seint í kvöld, og prófa og vona að það gangi betur en í gær. Ætli það sé hægt að fá nelgd skíði, þessi eru alltof sleip.

Annars hefur helgin aðallega farið í 1000 púslu púsluspil sem slæddist hér inn á heimilið.

Kveðja
Olgeir

4 kommentarer:

Anonym sa...

Þetta minnir mig á þegar við fórum á gönguskíði einu sinni í Bláfjöllum Olgeir og þú ákvaðst að klæða þig eins og þú værir að fara á vélsleða... Enda var ekki á þér þurr þráður í lok litla hringsins en samt rigndi ekki !!! Hahahaha.
Annars geturðu fengið þér SKINN undir skíðin eins og alvöru skáti, þá rennurðu ekki eins aftur á bak...en þú kannski flýgur ekki áfram eins og Ingemar Stenmark.

En talandi um vélsleða. Ég prófaði einn slíkan um helgina og svei mér þá hvað þetta var gaman. Held ég verði að fjárfesta í einum slíkum.

Kv. Guðbjörg.

Anonym sa...

Vélsleða, já þú hefðir betur komið og heimsótt okkur á Svalbarða, þar var fínt að sleðast ;)

Kv. Olgeir

Anonym sa...

Það er eins og manni finnist þið ekki hafa mikið fyrir stafni þarna noðrur frá. Púsluspil og gönguskíði....ég er ekki hissa á að það séu hættar að koma inn myndir.

Þetta var eitthvað annað á Barðanum þar sem voru stöðugar fréttir af sleðaferðum, svaðilförum og ísbjörnum.

kv.Haukur

Anonym sa...

Já, leiðast, það er ekki gott að segja. En það er klárt að það var mikið meira um að vera á Svalbarða og skemmtilegara að vissu marki.
En ég hef nú grun um að maður eigi nú eftir að skemmta sér ágætlega hérna með hækkandi sól og lækkandi snjó.
Kv. Olgeir