tirsdag 22. januar 2008

Að byggja

Það er einhver að byggja hér í Tromsö. Einhver sem tímir ekki að kaupa það sem til þarf. Sá hinn sami á sennilega sendibíl. Undanfarnar vikur hefur talsverðu verið stolið frá okkur í vinnunni. Nokkrum hitakútum, töluvert af rörum, sturtuklefum, ískápum, eldhúsinnrétingum og baðinnréttingum. En þeir byrjuðu samt á því að stela svolitlu af verkfærum, sem er eðlilegt í ljósi þess að þeir þurftu að skrúfa niður baðinnréttinguna. Þetta fer nú vonandi að lagast því að núna er allt orðið þræl girt og vaktað jafnt að nóttu sem degi.

Kveðja
Olgeir

Ingen kommentarer: