søndag 6. april 2008

Ýmislegt

Lítið verður bloggað næstu vikuna þar sem tölvan skreppur á sjóinn, í fylgd Röggu að sjálfsögðu. Ég er að spá í að draga hjólið mitt upp úr geymslunni í vikunni og gera það klárt. Vona svo að veðurguðirnir bænheyri mig og komi með vorið.

Í gær hnýtti ég ögn í atvinnubílstjóra og mótmæli þeirra. Það eru viss atriði sem ég er sammála þeim með eins og kröfur um aðstöðu við vegina og afhverju ekki eru ökuritar í strætisvögnum, póst og sorpbílum. En það að reyna að fá undanþágu frá hvíldartíma og fá leyfi til að vinna lengri dag er eingönu til þess fallið að skerða kjör þeirra. Það virðist vera algengt að fólk líti svo á að mikil vinna sé það sama og góð laun. Góð laun eru laun sem þú aflar á eðlilegum vinnudegi og lifir af. Svo lengi sem fólkið í landinu gerir bara kröfur um að fá að vinna nógu mikið til að lifa af hækka launin seint og atvinnurekendur ganga á lagið. Í það minnst þeir atvinnurekendur sem ekki átta sig á því að framleiðni starfskrafts minnkar töluvert ef vinnudagur er lengri en 8 tímar. Mér fannst einn punktur ansi góður sem kom frá talsmanni bílstjóra, en það var að alþingismenn meiga setja lög þrátt fyrir endalausar vökur og fundarhöld.

Olían er vissulega dýr á Íslandi en hún er reyndar dýr allstaðar í heiminum í dag og kannski ekki við Íslenska ríkið að sakast þar. Ég borga í það minnsta töluvert meira fyrir líterinn hér í Noregi eða sirka 194 ikr. og launin eru nú bara svipuð og á Íslandi. Og ekki er það að sjá á norska vegakerfinu að bensínskattinum sé dælt í það.
En ég er sammála honum Sævari félaga mínum um að efnahagsmálum á Íslandi þurfi að mótmæla. Ef mótmæli atvinnubílstjóra geta hvatt aðra hópa til að láta heyra í sér þá er það ágætt.

En í lokin er kannski rétt að taka fram, svona til að tryggja fjörugar umræður, að það þarf nú ekkert endilega að byggja álver og virkjanir til að bæta efnahaginn, allavegana ekki strax.


Læt þetta nægja þessa vikuna.
Kv. Olgeir

2 kommentarer:

Anonym sa...

Sæll Olgeir
Sammála þér með þetta hjá bílstjórunum. Skil ekki hvað fólk er að óska eftir meiri vinnu og minni tíma fyrir fjölsk. og vini, hef nú bara aldrei heyrt annað eins. Enn þetta með bensínið á ísl. vitaskuld er það dýrt enn það hefur hækkað jafn mikið allstaðar annarsstaðar og skattarninr eru nú ekki svo háir á ísl. að fólk ætti að vera að kvarta þetta. En það væri frekar að fólk ætti að reyna að innrétta sig eftir aðstæðum og hætta að aka um á einhverjum 2-3 tonna jeppum um götur bæjarins. Ég gæti trúað að margar meðal fjölsk. á ísl. gæti sparað margar krónurnar við að velja sér bíl sem kæmist aðeins lengara á liternum enn þessir jeppar og v8 bíla sem nú ansi margir keyra um á ísl. svona á milli vinnu, bónus og heimilis. (En þetta á ekki við um atvinnubílstjóra)
P.s vona að það fari að vora hjá ykkur.

kv. Benni

Haukur sa...

Ég get svo svarið það að ég henti pistasíuhnetunum og skipti yfir í harðfisk þegar ég var búinn að horfa á Norska landkönnuðinn í tíu mínútur áðan. Þetta er svaðalegur gaur, tjald er fyrir aumingja hann sefur bara undir dúk um há vetur lengst uppi á fjöllum. Ég ætla að verða svona þegar ég verð stór.