Það er einhvers staðar falin brauð og kökugerð hér. En það merkilega að hér á Svalbarða er eingöngu hægt að fá eina gerð af sætabrauði, það er svona kynblendingur snúðs og sérbakaðs vínabrauðs og heitir Skólabrauð, þetta bragðast vel, en gæti þó orðið leiðigjarnt eftir árið. Spurning hvort þeir skipti um uppskrift um hver áramót. Svo er ágætt úrval af brauðum, og heita þau öll Bjarnarbrauð, Pólarbrauð, Svalbarðabrauð og svo framvegis.
Heimskautaeyðimörkin er þæginlegur vinnustaður, snjórinn er svo þurr og kaldur að maður verður aldrei blautur eða votur þrátt fyrir að liggja á hnjánum í honum allan daginn. Vinnuvetlingarnir ná ekki einusinni að verða blautir.
Kveðja
Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
Vá, mér finnst þið ennþá vera bara í Platlandia... þetta er allt svo ótrúlega fjarlægt eitthvað ;p
En svo verðiði að halda svona Svalbarða-þemakvöld þegar þið komið heim og hafa t.d. Svalbarðabrauð á boðstólnum =D
Og það er gaman hvað þið eruð dugleg að blogga, keep up the good work! :)
Legg inn en kommentar