torsdag 24. januar 2008

Bíódísel

Biodiesel, hafa ekki margir heyrt um það. Meðal annars er hægt að nota gamla steikingarfeiti og fleira í framleiðsluna að ég held. Ég er nú ekkert voða mikið inn í þessu né gefið mér tíma til að lesa mér til um þetta. En í fréttunum í dag heyrði ég svolítið merkilegt. Til framleiðslu biodiesel er meðal annars notað mais og soyabaunir. Maisinn er ræktaður í Ameríku og aukin eftirspurn vegna biodiesel framleiðslu hefur hækkað á honum verðið. Þar af leiðandi hefur verið farið að flytja inn meira af soya til Ameríku og þar með aukið eftirspurn eftir soyabaunum auk þess sem þær eru líka notaðar til biodiesel framleiðslu. Eitt af ræktunarlöndum soyabauna er Brasilía. Þessi aukna eftirspurn hefur leitt til þess að bændur hafa rutt meir af regnskógum til að anna eftir spurn. Mér skildist á fréttinni að það væri mun meiri ,,útlosun" eða meira af gróðurhúsalofttegundum sem yrðu eftir við skógareyðinguna heldur en fengist með hreinni útblæstri frá biodiesel. Sem sagt hlutfallið verður óhagstæðara, gróðurhúsalofttegundunum í vil. Þetta hafði ég ekki hugsað út í og fannst merkilegt.

p.s. þið kannski kommentið ef þið vitið eitthvað um málið.

1 kommentar:

Anonym sa...

Ég hef heyrt umræðu um að Biodiesel sé verra en venjulegt diesel, vegna ræktarlanda sem fara undir ræktun jurta sem notaðar væru til eldsneytisframleiðslu. Ruðningur regnskóga er eitt af því sem tínt er til í umræðunni. Hér má sjá úttekt hjá bbc um málið, ég kafaði ekki djúpt í þetta en f maður setur biofuel í leitarstikuna hjá þeim koma margar greinar fram um málið. http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/6294133.stm

kv. Haukur