Jæja núna er best að fara yfir síðustu vikur.
Viku fyrir jól kom Sunna í heimsókn til okkar. Það gekk ekki þrautalaust hjá henni að komast því að fluginu frá Íslandi til Oslo var frestað um rúman sólarhring vegna veðurs. Þar af leiðandi þurftum við að redda öðru flugi frá Oslo til Tromsö og á endanum komst hún til okkar í rigninguna.
21. desember fórum við svo heim til Íslands í jólafrí. Daginn áður en við fórum heim var mikil frostþoka yfir Oslo þannig að allt flug lá niðri. Við lenntum svo í leifunum af þessum seinkunnum og þurftum að bíða í fjóra tíma hér í Tromsö. Það slapp allt því að fluginu frá Oslo til Íslands var líka seinkað um fjóra tíma og heim komumst við á endanum. Já og okkur finnst leiðinlegt að fljúga, við erum alltaf að sannfærast betur um það.
Jólafríið var fínt og gaman að hitta fólkið sitt aðeins þótt að maður hafi nú ekki náð að kíkja á alla. Við gistum hjá mömmu og pabba upp í Fannafold og reyndum svo að deila okkur á milli eftir bestu getu. Þetta voru eiginlega mjög annasöm jól. Mikið um heimsóknir og matarboð og þvíumlíkt. Ég var búinn að ímynda mér að þetta yrði nú fín afslöppun þar sem maður væri bara á hótel mömmu. En ég held að ég hafi sjaldan verið jafn þreyttur, ég gerði samt ekki neitt að viti að því að mér fannst...og þó það var nú samt hellingur þegar maður hugsar til baka. Við flugum svo heim til Tromsö þriðja janúar á nýju ári. Túrinn heim gekk mjög vel og það var fínt að komast heim og í rútínuna aftur. Nú getur maður bara farið að telja niður í páskafrí, en það eru ekki nema 40 vinnudagar til páska :)
Hér á milli á sennilega að koma gleðilegt ár og takk fyrir það liðna.
Þegar við komum til baka til Tromsö uppgvötvuðum við hvað það er svakalega rólegt hérna, lítil umferð og frekar lítið stress. Enda erum við á landsbyggðinni.
Jólin hér í Tromsö voru víst meira eða minna svört, það er það sem við köllum rauð. Ég heyrði að það hafi aðeins gerst tvisvar áður síðustu 60 ár að það séu svört jól hér, vennjulega er ekki minna en 50cm snjór. En í gær snjóaði loksins ögn, eða svona um 35cm.
Ég fór í bílabúðina Biltema í fyrradag. Þetta er stór varahluta og aukahluta búð hér í Noregi. Ég gaf mér góðan tíma í að skoða verkfæri og varahluti og komst að þeirri niðurstöðu að bílarekstrar og dellu vörur eru töluvert ódýrari hér en á Íslandi. (Tromsö er afskekktari en Ísland að mínum mati). Hér getur maður fengið smurolíu líterinn á 23 nkr. Ég get sko alveg sætt mig við hátt mjólkurverð svo lengi sem ég fæ ódýra smurolíu !
Kveðja
Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
Gleðilegt ár, það var gaman að fá ykkur í heimsókn.... hí á ykkur sem fenguð þau ekki í heimsókn.
Legg inn en kommentar