Ekki mikið að frétta héðan annað en að Olli fór í atvinnuviðtal hjá Vann og avløp í dag. Alls voru 11 sem sóttu um og þar af 4 boðaðir í viðtal þannig að það er bara jákvætt. Það kemur svo í ljós eftir 2-3 vikur hver hreppir stöðuna.
Það er kominn töluvert mikill snjór núna og eru Tromsø-ingar allir með skóflur og sköfur á lofti og moka nótt sem nýtan dag. Það á jafnt við um börn og fullorðna, en þegar ég labbaði framhjá leikskólanum hérna í götunni í morgun voru litlu guttarnir að moka með míní útgáfur af skóflum.
Við settum inn nokkrar snjómyndir og er þetta allt á réttri leið hérna þótt ekki séu komnir 5 metrar eins og einhvern veturinn.
Kveðja,
Ragga
ps. ef þið viljið flissa aðeins þá getið þið horft á þetta.
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
Annaðhvort hefur fennt yfir lyklaborðið eða tengillinn í síðustu grein er svo fyndinn að þið getið ekki sest við tölvuna vegna hláturs sem sækir að þegar kviknar á skjánum.
kv.Haukur
Legg inn en kommentar