Vorið kom með hvelli í síðustu viku, sól og um 15°C hiti alla daga, en nú hefur kólnað ögn og skúrir inn á milli. En snjórinn er á hraðri niður leið, sennilega bara 75% hvítt núna og útlitið gott.
Um síðustu helgi, sem var í lengri kanntinum sinntum við hefðbundnum vorverkum, það er ég gerði allt þetta skemmtilega en Ragga las undir próf. Eða Ragga taldi allvegana allt sem ég gerði frekar skemmtilegt, enda er flest skemmtilegara en að lesa fyrir próf í góðu vorveðri.
Volvóinn fékk vor meðhöndlun 1. maí, sumardekk og gott lag af bóni. Nú er hann glansandi rauður og fínn. Reyndar er skalli eigandans álíka rauður núna vegna sólbruna við vor meðferðina.
Læt þetta nægja í bili.
Kv. Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar