torsdag 8. mai 2008

Ekki er seinna vænna en að skipta út vísdómsorðum mánaðarins og varð að þessu sinni fyrir valinu nokkuð skemmtileg hringhenda. En eins og alþjóð veit þá var ekkert kveðskapur undir hringhendu í augum Bjarts í Sumarhúsum. Ég verð nú að segja að mér féll heldur betur við norsku útgáfuna af honum, en sá hét Ísak og var hann ekki nærri jafn geðveikur og Bjartur okkar.

Ef einhver veit hver höfundurinn að vísunni er, þá má hinn sami gjarnan láta vita.

Kveðja,
Ragga

2 kommentarer:

Anonym sa...

Jæja Ragga mín
hefur þú legið í Hamsun og Kiljan undanfarið? :)eru ekki próf í Noregi á þessum tímum eins og í öðrum löndum eða hvað? Þetta er bráðskemmtileg vísa og gæti kannski verið eftir Bólu-Hjálmar ..en fyrst þú ert nú með hugann við kvæðagerð þá sendi ég þér eina til að svara sjálf og gettu nú hverskonar henda þetta er og eftir hvern?

Naumast unir hyggjan heit
hverja stund á sama reit,
fer því oft í ljóðaleit
langt, ef hún til fanga veit.
+
kv
mamma

Anonym sa...

hohoho þetta er samhenda þar sem endarímið í öllum línum rímar saman, og ég hef ekki hugmynd eftir hvern?!? Eða er hálfrím í öðrum braglið líka? Æ, ég veit ekki..