lørdag 17. mai 2008

Þjóðhátíðardagur Norðmanna 17. maí



Í dag er þjóðhátíðardagur Norðmanna. Að sjálfsögðu fórum við í bæinn og horfðum á skrúðgöngur með tilheyrandi lúðrablæstri. Virtum fyrir okkur allar mögulegar gerðir af þjóðbúningum sem fólk klæðist á 17. maí. Drukkum kakó á kaffihúsi, borðuðum pulsu og lentum óvart í messu (það var í það minnsta hlýtt í kirkjunni).
Veðrið var nú ekki sem best, slyddu él og hiti rétt yfir frostmarki enda vorum við gegnköld eftir 4 klst rölt um bæinn og gott að komast heim og fá sér heitt kaffi og köku.
Við settum helling af myndum frá deginum inn í albúmið okkar, aldrei þessu vant myndir af fólki en ekki fjöllum og bílum.

Kv. Olgeir

1 kommentar:

Anonym sa...

Ég er ekki nógu dugleg að kvitta svo að ég ætla að gera það núna. Skoðaði nýjustu myndirnar ykkar. Þetta lítur alls ekki svo illa út þarna hjá ykkur. En mikið eru þessir Norðmenn furðulegir :)
Kveðja, Karen P.