mandag 26. mai 2008

Dýrast í Evrópu

Ég las frétt um daginn þess efnis að við Tromsö búar borgum hæsta eldsneytis verð í Evrópu, sennilega svona nærri 210 íkr. Það er margt sem maður getur verið stoltur af sem Tromsö búi.
Annars er lítið að frétta hér, vorið kemur hægt og sígandi, með hita á milli 5 og 7 gráður, og örlítilli grænni slikju á trjánum.
Vor kvefið náði mér 17. maí og er búið að vera að grassera í mér í vikunni. Það náði svo að leggja mig um helgina. En ég hef snúið vörn í sókn þannig að þetta er allt að koma.
Í dag sá ég að ég hafði misst af fornbílasýningu í miðbænum á laugardag. Það hefði verið gaman að sjá enda mikið af þýskum stríðsárabílum til hér. Bílum sem voru seldir af úthlutunarnefnd fjandsamlegra eigna eftir seinna stríð. Hér í Tromsö, og sennilega í Noregi öllum var ansi mikið af bílum gert upp eftir stríð og notaðir í áratugi á eftir. Bílar sem voru nánast ónýtir 1945 gengu margir fram yfir 1960.

Læt þetta nægja í bili
Kv. Olgeir

Ingen kommentarer: