Það kom að því, ég þveraði 79° norður :) Ferðalagið tókst með ágætum þrátt fyrir smá skakkaföll hér og þar. Við fengum frábært veður allan tímann og náttúrufegurðin var hreint ótrúleg. Við fórum gegnum dali og yfir hafís og jökla. Mér tókst á tveimur stöðum að fljúga af sleðanum, í bæði skiptin var ég að fara upp brattar brekkur. Bæði ég og sleðinn lifðum það af en önnur brekkan sem ég flaug af í er Kapp Schultz og er hún víðfræg fyrir að ganga af sleðum dauðum. Við fréttum það svo þegar við komum heim aftur að daginn áður hafði einn sleði gereyðilagst þar við að fara 20 veltur niður.
Við sáum för eftir ísbjörn sem hafði labbað upp brekku og runnið niður aftur, frekar fyndið, en við sáum enga birni. Aftur á móti sáum við heila hjörð af selum, sérstaklega á Tempelfjorden. Þegar við komum í Billefjorden keyrðum við fram á einn yfirgefinn nýborinn kóp. Honum hafði tekist að skríða marga metra frá holunni en við bárum hann þangað aftur. Hann var þó ekkert á því að vera þar og skreið aftur í burtu.
Þegar við komum að Skottehytta þá hittum við karl sem hafði orðið leiður á vinnunni sinni í Trondheim og ákveðið að ferðast á hundasleða um Svalbarða. Hann var með stóran sleða og 11 hunda fyrir honum. Hann var að koma úr Austfjorden og hafði ekkert sofið í 3 nætur fyrir ísbjarnaumgangi sem sýndu hundunum hans óþarflega mikinn áhuga. Einn björninn hafði brotið glugga á hyttunni sem hann dvaldist í en honum tókst að hrekja þá á brott. Með þessa vitneskju héldum við för okkar áfram yfir til Austfjorden og komum að lokum að Ovargangshytta þar sem við gistum. Þegar við vorum búin að koma matnum og bensíninu fyrir og kveikja upp í kamínunni héldum við áfram út á fjörðinn þar sem sýnatakan var fyrirhuguð.
Í stuttu máli sagt þá gekk vinnan vel fyrir sig og vorum við búin að öllu á um 3 tímum. Við höfðum neyðst til að skilja vinduna eftir heima, þar sem hún var of þung til að koma henni upp Kapp Schultz, og notuðum við snjósleða til að draga háfinn upp. Jörg smíðaði statíf til að halda reipinu yfir holunni og virkaði það glimrandi vel. Þrátt fyrir að allt hafi gengið eins og í sögu verður að hafa í huga að sýnataka á heimskautaslóðum er ekkert grín! Ef maður er ekki snöggur þá frýs sýnið bara fast við sigtið til dæmis og það er ekki erfitt að fá frostbit og kalsár. Að ég tala nú ekki um bara að koma sér á svæðið og að vera að vinna á ísbjarnaslóð, en það eru 3 ísbirnir á þessum slóðum og hafa verið í vetur en sem betur fer kom ekki til náinna kynna :p
Ég setti inn myndir úr ferðinni, endilega kíkja á það :)
Næsta feltferð er áætluð í vikunni eftir páska og verður þá farið yfir í Storfjorden sem er á austurströnd Spitsbergen. Þar er aðalheimili ísbjarnanna :) Spennandi..
Olli er kominn heim aftur og er núna kominn í frí í 2 vikur. Hann er búinn að vera í Svea í mánuð núna og er orðið tímabært að fá hann heim. Hann á svo stórafmæli í næstu viku og verður hvorki meira né minna en 30 ára. Í uppsiglingu er megapartý enda tilefnið ekki lítið :D
Kveðja,
Ragga
fredag 30. mars 2007
tirsdag 27. mars 2007
Á morgun fer ég í felt yfir til Austfjorden og Billefjorden. Þetta verður æsispennandi og tvísýn ferð en vonandi komumst við lifandi út úr þessu :p Við verðum í tvo daga og gistum í Overgangshytta sem er fyrir botni Austfjorden. Við byrjum sýnatökuna þar en förum svo yfir til Billefjorden daginn eftir. Við erum 4 allt í allt: ég, Claudia, Jörg og Stefan. Það er eins gott að ég fái e-ð í þessi sýni..ég segi ekki meir :/
Um síðustu helgi var skipt yfir á sumartíma og nú munar um tvo tíma á milli Noregs og Íslands. Til að réttlæta þessi skipti er því haldið fram að maður nýti dagsbirtuna betur.. fuss um svei.. fyrir mig er þetta bara leið til að shanghaia mann fyrr á fætur á morgnana og fyrr í rúmið á kvöldin :/ Hvað sem því líður þá er orðið bjart um 4 á morgnana núna og ekki dimmt aftur fyrr en milli 8 og 9 á kvöldin.
Olli og co í Svea leggja nú nótt við nýtan dag til að klára húsið en það á að afhenda það 1. apríl. Þetta verður því sennilega síðasta vikan þeirra þar í bili.
Kveðjur,
Ragga
Um síðustu helgi var skipt yfir á sumartíma og nú munar um tvo tíma á milli Noregs og Íslands. Til að réttlæta þessi skipti er því haldið fram að maður nýti dagsbirtuna betur.. fuss um svei.. fyrir mig er þetta bara leið til að shanghaia mann fyrr á fætur á morgnana og fyrr í rúmið á kvöldin :/ Hvað sem því líður þá er orðið bjart um 4 á morgnana núna og ekki dimmt aftur fyrr en milli 8 og 9 á kvöldin.
Olli og co í Svea leggja nú nótt við nýtan dag til að klára húsið en það á að afhenda það 1. apríl. Þetta verður því sennilega síðasta vikan þeirra þar í bili.
Kveðjur,
Ragga
lørdag 24. mars 2007
Komin helgi
Jæja, nú er komin helgi og ég komst heim frá Svea. Ég komst meira að segja heldur fyrr en áætlað var. Fluginu var flýtt vegna slæmrar veðurspár þannig að ég var kominn til Longyearbyen um hádegi í gær, sem sagt ögn lengri helgi.
Ég keypti mér loksins riffil í gær. Mauser 30.06 árgerð 1943, þetta er gamall þýskur herriffill í ágætu standi. Þetta eru algengustu riflarnir hér á Svalbarða. Sennilega einhver hundruð af þeim í umferð hér. Þannig að núna getur maður farið í göngu eða vélsleðatúra að vild.
Ég er ekki frá því að vorið sé aðeins farið að láta á sér kræla. Það ringdi í alla nótt og tók upp töluvert af snjó með tilheyrandi vatnselg og svelli. Núna er allt í krapa og það veitti sko ekkert af þessum 130 hestöflum í vélsleðanum til að komast yfir pittina á vélsleðaveginum milli Nybyen og miðbæjarins. En þetta varir sennilega ekki lengi því það á að fara í -16°c frost um miðja vikuna.
Það eru víst þessi veðurskilyrði sem valda því að hreindýrin geta farið að drepast. Þá myndast klakalag sem þau ná ekki að krafsa sig í gegnum til að ná í æti og þau svelta í hel.
Í gærkvöldi fórum við aðeins á föstudags hittinginn í UNIS og fengum okkur smá bjór. Á heimleiðinni komum við aðeins við á Karlsberger pub þar sem töluvert af vinnufélögum mínum voru. Það var vægast sagt fróðlegt að koma þarna inn. Flest allir voru mjög drukknir. Margir sennilega byrjað fljótlega eftir að þeir stigu út úr flugvélinni frá Svea. Enda kannski ekki furða þar sem menn misstu síðustu helgi úr vegna veðurs, sem er alvarlegt mál. Karlsberger pub er nokkuð merkilegur því að hann hefur víst mesta úrval áfengistegunda í Evrópu á einum bar.
Ég tók svolítið af myndum í Svea núna í vikunni og set þær hér inn.
Bless í bili.
Olgeir
Ég keypti mér loksins riffil í gær. Mauser 30.06 árgerð 1943, þetta er gamall þýskur herriffill í ágætu standi. Þetta eru algengustu riflarnir hér á Svalbarða. Sennilega einhver hundruð af þeim í umferð hér. Þannig að núna getur maður farið í göngu eða vélsleðatúra að vild.
Ég er ekki frá því að vorið sé aðeins farið að láta á sér kræla. Það ringdi í alla nótt og tók upp töluvert af snjó með tilheyrandi vatnselg og svelli. Núna er allt í krapa og það veitti sko ekkert af þessum 130 hestöflum í vélsleðanum til að komast yfir pittina á vélsleðaveginum milli Nybyen og miðbæjarins. En þetta varir sennilega ekki lengi því það á að fara í -16°c frost um miðja vikuna.
Það eru víst þessi veðurskilyrði sem valda því að hreindýrin geta farið að drepast. Þá myndast klakalag sem þau ná ekki að krafsa sig í gegnum til að ná í æti og þau svelta í hel.
Í gærkvöldi fórum við aðeins á föstudags hittinginn í UNIS og fengum okkur smá bjór. Á heimleiðinni komum við aðeins við á Karlsberger pub þar sem töluvert af vinnufélögum mínum voru. Það var vægast sagt fróðlegt að koma þarna inn. Flest allir voru mjög drukknir. Margir sennilega byrjað fljótlega eftir að þeir stigu út úr flugvélinni frá Svea. Enda kannski ekki furða þar sem menn misstu síðustu helgi úr vegna veðurs, sem er alvarlegt mál. Karlsberger pub er nokkuð merkilegur því að hann hefur víst mesta úrval áfengistegunda í Evrópu á einum bar.
Ég tók svolítið af myndum í Svea núna í vikunni og set þær hér inn.
Bless í bili.
Olgeir
fredag 23. mars 2007
Føstudagur :)
Jei, Olli kemur heim a eftir :) thad er ef vedrid vesnar ekki skyndilega eins og sidasa føstudag.
Vid erum a fullu nuna ad undirbua feltid sem verdur vonandi a thridjudaginn i næstu viku. Stefnan er tekin a Austfjorden og Billefjorden svo thetta er løng ferd. Vid verdum 5 talsins og thad er otrulega mikid af doti sem fylgir okkur thannig ad allir verda ad hafa sleda i eftirdragi a velsledunum. Vonandi verdur lika nogur is a fjørdunum svo vid getum farid beint yfir en thurfum ekki ad krækja fyrir tha thvi tha verdur ferdin mikid mikid lengri :/ En thetta er audvitad allt had vedri svo thad er allt eins vist ad vid førum ekki fyrr en eftir paska.
Kvedja,
Ragga
Vid erum a fullu nuna ad undirbua feltid sem verdur vonandi a thridjudaginn i næstu viku. Stefnan er tekin a Austfjorden og Billefjorden svo thetta er løng ferd. Vid verdum 5 talsins og thad er otrulega mikid af doti sem fylgir okkur thannig ad allir verda ad hafa sleda i eftirdragi a velsledunum. Vonandi verdur lika nogur is a fjørdunum svo vid getum farid beint yfir en thurfum ekki ad krækja fyrir tha thvi tha verdur ferdin mikid mikid lengri :/ En thetta er audvitad allt had vedri svo thad er allt eins vist ad vid førum ekki fyrr en eftir paska.
Kvedja,
Ragga
onsdag 21. mars 2007
Og thetta er helst i frettum..
Tekid beint upp ur Svalbardposten:
En tilreisende mann i 50-årene urinerte i trappene og gangen på ett av overnattingsstedene i Nybyen mandag kveld.
– Han måtte tilbringe resten av natta i arresten og fikk 4.000 kroner i bot for dårlig oppførsel, sier vakthavende hos Sysselmannen, Petter Bråten.
Thad eru engir smamunir sem komast i frettirnar herna sko!
En tilreisende mann i 50-årene urinerte i trappene og gangen på ett av overnattingsstedene i Nybyen mandag kveld.
– Han måtte tilbringe resten av natta i arresten og fikk 4.000 kroner i bot for dårlig oppførsel, sier vakthavende hos Sysselmannen, Petter Bråten.
Thad eru engir smamunir sem komast i frettirnar herna sko!
søndag 18. mars 2007
Jæja
Loksins er ég í tölvusambandi í nokkra tíma. Ég komst ekki heim frá Svea fyrr en í hádeginu í dag og fer aftur í fyrramálið. Á föstudag gerði svaka snjókomu og rok, sem sagt blind byl sem stóð fram á aðfaranótt sunnudagsins. Ekkert flug þessa daga, bara vinna.
Við fljúgum til Svea með 18 sæta Dornier vél og erum um 15-20mín að fljúga. Oftast er flogið um 2-4 sinnum á dag milli Longyearbyen og Svea á vegum Store Norske Spitsbergen Grubekompani. Flugið gengur nú yfirleitt vel fyrir sig, reyndar oftast smá ókyrrð yfir fjöllunum.
Við erum að klára pípulagnir í nýjan íbúðabragga sem er verið að byggja í Svea. Lífið í Svea er svona nánast eingöngu að vinna og sofa, jú og borða.
Þarna er stanslaus kolaframleiðsla allt árið um kring. Ég hef nú ekki komið inn í námurnar en þær standa saman af göngum sem eru nokkrir kílómetrar að lengd. Út um gluggann á herberginu mínu sé ég færiband sem stendur útúr fjallshlíðinni og það er endinn á flutningsgöngunum. Þar streyma út kol allan sólarhringinn. Þeim er svo mokað á dráttarvagna í yfirstærð, dregna af Volvo vörubílum niður að Kapp Amsterdam og sturtað á stóran tipp. Þetta er keyrt allan sólarhringinn. Frá tippnum á Kapp Amsterdam eru svo útskipunarfæribönd sem geta lestað 2000tonn á klukkustund um borð í skip.
Rafmagnið í Svea er framleitt með disel afli. Það eru fjögur stykki V-16 Catepillar sem sjá um það. Þær eru í stærri kanntinum sennilega um 3-4 metrar á hæð og 6-8m á lengd. Ég veit ekki ennþá kw tölurnar á þeim.
Stærsta jarðýta norður Evrópu á að vera í Svea, en hún er eins og Jesú, það tala allir um hana en enginn hefur séð hana.
Jæja, best að gera sig kláran í næstu törn.
Kveðja Olgeir
Við fljúgum til Svea með 18 sæta Dornier vél og erum um 15-20mín að fljúga. Oftast er flogið um 2-4 sinnum á dag milli Longyearbyen og Svea á vegum Store Norske Spitsbergen Grubekompani. Flugið gengur nú yfirleitt vel fyrir sig, reyndar oftast smá ókyrrð yfir fjöllunum.
Við erum að klára pípulagnir í nýjan íbúðabragga sem er verið að byggja í Svea. Lífið í Svea er svona nánast eingöngu að vinna og sofa, jú og borða.
Þarna er stanslaus kolaframleiðsla allt árið um kring. Ég hef nú ekki komið inn í námurnar en þær standa saman af göngum sem eru nokkrir kílómetrar að lengd. Út um gluggann á herberginu mínu sé ég færiband sem stendur útúr fjallshlíðinni og það er endinn á flutningsgöngunum. Þar streyma út kol allan sólarhringinn. Þeim er svo mokað á dráttarvagna í yfirstærð, dregna af Volvo vörubílum niður að Kapp Amsterdam og sturtað á stóran tipp. Þetta er keyrt allan sólarhringinn. Frá tippnum á Kapp Amsterdam eru svo útskipunarfæribönd sem geta lestað 2000tonn á klukkustund um borð í skip.
Rafmagnið í Svea er framleitt með disel afli. Það eru fjögur stykki V-16 Catepillar sem sjá um það. Þær eru í stærri kanntinum sennilega um 3-4 metrar á hæð og 6-8m á lengd. Ég veit ekki ennþá kw tölurnar á þeim.
Stærsta jarðýta norður Evrópu á að vera í Svea, en hún er eins og Jesú, það tala allir um hana en enginn hefur séð hana.
Jæja, best að gera sig kláran í næstu törn.
Kveðja Olgeir
lørdag 17. mars 2007
Gleðilegan dag heilags Patriks :)
Annars er bara afleitt veður hérna hjá okkur og því var ferðinni til Barentsburgar frestað sem og fluginu hans Olla frá SVEA þannig að hann er fastur þar. Hann kemur því sennilega ekki aftur hingað fyrr en næstu helgi :/ Hann missir því af öllu fjörinu hérna .. bara eintóm leiðindi..
Kveðja,
Ragga
Annars er bara afleitt veður hérna hjá okkur og því var ferðinni til Barentsburgar frestað sem og fluginu hans Olla frá SVEA þannig að hann er fastur þar. Hann kemur því sennilega ekki aftur hingað fyrr en næstu helgi :/ Hann missir því af öllu fjörinu hérna .. bara eintóm leiðindi..
Kveðja,
Ragga
fredag 16. mars 2007
bara bla..
A morgun verdur farin ithrottaferd til Barentsburgar og verdur keppt i hinum ymsu greinum. Medal annars blaki, fotbolta, inne bandy og kørfubolta. Mer skilst ad nu eigi ad hefna thar sem undanfarin ar hafi Russarnir rustad Longyearbyen-lidunum. Vid Olli vorum ad spa i ad slast i før med ithrottaalfunum og nota ferdina thar sem svo margir eru ad fara. Vedurspain er tho frekar slæm svo thad er von a øllu.
Um kvøldid er svo hid alræmda eldhus-til-eldhus party thar sem allur Nybyen flakkar a milli eldhusa. Hvert eldhus hefur sitt thema og bydur upp a drykki i samræmi vid thad. Eldhusin i okkar husi verda med irskt thema thar sem thad verdur nu dagur heilags Patriks.
Olli kemur ur utlegdinni nuna i eftirmiddaginn og verdur stefnan tekin beint a byssubudina thar sem leyfid langthrada kom loks i vikunni.
Annars bara ha det bra :)
Kvedja,
Ragga
Um kvøldid er svo hid alræmda eldhus-til-eldhus party thar sem allur Nybyen flakkar a milli eldhusa. Hvert eldhus hefur sitt thema og bydur upp a drykki i samræmi vid thad. Eldhusin i okkar husi verda med irskt thema thar sem thad verdur nu dagur heilags Patriks.
Olli kemur ur utlegdinni nuna i eftirmiddaginn og verdur stefnan tekin beint a byssubudina thar sem leyfid langthrada kom loks i vikunni.
Annars bara ha det bra :)
Kvedja,
Ragga
tirsdag 13. mars 2007
Svea
Í gær komumst við loks til Svea að taka sýnin okkar. Ferðin tók um 2 tíma í hvora átt með viðgerðarhléum og kaffistoppi. Eftir smá basl við að finna allt sem átti að fara með komumst við loks af stað um 10 leytið og vorum komin aftur í UNIS klukkan 7 um kvöldið. Með í för var ótrúlega pirrandi myndatökuliðið frá þýsku örsjónvarpsstöðinni. Oftar en ekki þurtum við að bíða eftir því að þeir gerðu allt klárt þannig að þetta hefði sennilega gengið heldur hraðar fyrir sig ef þeir hefðu ekki verið með. Sem betur fer voru þeir samt með sér barnapíu sem passaði upp á að þeir færu sér ekki á voða.
Að öðru leyti gekk ferðin bara vel og ég fékk mín sýni :) Þetta er órtrúlega skondnar aðstæður að vinna við satt best að segja; handknúin vinda, vatnið hitað á prímus, sýnin sett í hitabrúsa og labbinn var á einum sleðanum. Háfurinn var samt heldur háþróaðri heldur en ég á að venjast enda var hann frá hinni ofurháþróuðu Germaníu - án reyndar flæðismælis sem mér finnst óskiljanlegt. Ég er gersamlega búin í bakinu eftir þessa sleðakeyrslu og sýnatökubogur en þetta var samt nokkuð gaman :) Ég set inn myndir af þessu á eftir.
Olli fór til Svea í gær; reyndar ekki á tilsettum tíma þar sem þeir misstu af vélinni. Hann fór því ekki yfir fyrr en seinni partinn.
Kveðja,
Ragga
Að öðru leyti gekk ferðin bara vel og ég fékk mín sýni :) Þetta er órtrúlega skondnar aðstæður að vinna við satt best að segja; handknúin vinda, vatnið hitað á prímus, sýnin sett í hitabrúsa og labbinn var á einum sleðanum. Háfurinn var samt heldur háþróaðri heldur en ég á að venjast enda var hann frá hinni ofurháþróuðu Germaníu - án reyndar flæðismælis sem mér finnst óskiljanlegt. Ég er gersamlega búin í bakinu eftir þessa sleðakeyrslu og sýnatökubogur en þetta var samt nokkuð gaman :) Ég set inn myndir af þessu á eftir.
Olli fór til Svea í gær; reyndar ekki á tilsettum tíma þar sem þeir misstu af vélinni. Hann fór því ekki yfir fyrr en seinni partinn.
Kveðja,
Ragga
søndag 11. mars 2007
Helgin
Þá er síðasti dagur Solfestuka senn á enda og það er óhætt að segja að vikan hafi verið viðburðarík. Í gær var haldin "Ta sjansen" sem er sleðakeppnin ógurlega þar sem furðusleðum af ýmsum toga er beitt. Markmiðið er að sjálfsögðu að reyna að komast sem hraðast niður brekkuna en einnig eru veitt verðlaun fyrir frumlegustu hugmyndina, mestu skemmtunina og besta klúðrið/krassið. Skemmst er frá því að segja að "The arctic bunny" (sem sagt ég, Charlotta og Doro) fékk verðlaun fyrir besta krassið þar sem sleðinn okkar datt í sundur á fyrstu sekúndunni og þá gripum við á það ráð að renna okkur niður á pörtunum; ég á einangrunardýnunni og þær á hliðunum sem voru gerðar úr pappa og plastpokum. Þegar það virkaði ekki lengur hlupum við restina.
Margir skemmtilegir sleðar voru þarna á ferðinni, meðal annars finnskt gufubað, baðherbergi og gamall flugvallaþjónustubíll. Sleðinn sem náði mestum hraða var búinn til úr vélsleðaskíðum, timbri og e-u ótilgreindu dóti.
Myndir af herlegheitunum eru komnar inn í myndaalbúmið. Einnig setti ég inn myndir frá tónleikunum sem ég fór á á föstudaginn þar sem hljómsveitin Schmeerenburg var að spila. Hörku lókal rokkband þar á ferðinni.
Á morgun verður svo gerð tilraun til að fara í sýnatöku til SVEA og vonandi heppnast það svo ég þurfi ekki að bíða lengur eftir þessum sýnum :p
Kveðja,
Ragga
P.s. Fleiri myndir frá Ta sjansen er hægt að sjá hér: http://picasaweb.google.com/jonas.ellehauge
Margir skemmtilegir sleðar voru þarna á ferðinni, meðal annars finnskt gufubað, baðherbergi og gamall flugvallaþjónustubíll. Sleðinn sem náði mestum hraða var búinn til úr vélsleðaskíðum, timbri og e-u ótilgreindu dóti.
Myndir af herlegheitunum eru komnar inn í myndaalbúmið. Einnig setti ég inn myndir frá tónleikunum sem ég fór á á föstudaginn þar sem hljómsveitin Schmeerenburg var að spila. Hörku lókal rokkband þar á ferðinni.
Á morgun verður svo gerð tilraun til að fara í sýnatöku til SVEA og vonandi heppnast það svo ég þurfi ekki að bíða lengur eftir þessum sýnum :p
Kveðja,
Ragga
P.s. Fleiri myndir frá Ta sjansen er hægt að sjá hér: http://picasaweb.google.com/jonas.ellehauge
fredag 9. mars 2007
Uppruni svalbörðsku ístrunnar
Eftir töluverðar rannsóknir hef ég komist að því hvar upptök svalbörðsku ístrunar eru.
Upptökin eru í mötuneytinu í Svea. Maður kemur ekki svangur frá Svea. Við byrjum daginn á morgunverði um klukkan 6:30, hádegismatur klukkan 11:30, middag klukkan 16:00 sem er aðalmáltíðin oftast kjöt og svo kvöldmatur klukkan 20:30. Og svo er náttúrulega tekin dugnaðarsopi inn á milli. Aldeilis fínt í alla staði.
Já og þess má geta að allt lambakjöt sem borðað er í Svea er íslenskt, merkilegt það.
Ég er sam sagt kominn heim frá Svea í bili, fer aftur þangað á mánudagsmorgun og verð vikuna.
Svona vinnulega séð er betra að vinna í Svea heldur en hér í Longyearbyen, minna stress einhvenrveginn. En ókosturinn er að vera ekki heima hjá sér.
Ég segi meira frá Svea síðar, er farinn að sofa.
Kveðja Olgeir
Upptökin eru í mötuneytinu í Svea. Maður kemur ekki svangur frá Svea. Við byrjum daginn á morgunverði um klukkan 6:30, hádegismatur klukkan 11:30, middag klukkan 16:00 sem er aðalmáltíðin oftast kjöt og svo kvöldmatur klukkan 20:30. Og svo er náttúrulega tekin dugnaðarsopi inn á milli. Aldeilis fínt í alla staði.
Já og þess má geta að allt lambakjöt sem borðað er í Svea er íslenskt, merkilegt það.
Ég er sam sagt kominn heim frá Svea í bili, fer aftur þangað á mánudagsmorgun og verð vikuna.
Svona vinnulega séð er betra að vinna í Svea heldur en hér í Longyearbyen, minna stress einhvenrveginn. En ókosturinn er að vera ekki heima hjá sér.
Ég segi meira frá Svea síðar, er farinn að sofa.
Kveðja Olgeir
torsdag 8. mars 2007
Sólin kom sem sagt ekki í dag. Eða réttara sagt þá kom hún en við sáum hana bara ekki fyrir skýjum :I Hátíðarhöldin voru samt mjög skemmtileg og kakan var bara nokkuð góð. Seinnipartinn var svo doktorsvörn í líffræðideildinni. Það var mjög áhugaverður fyrirlestur um far gæsa og áhrif þeirra á gróður á beitarsvæðum.
Olli var orðin lasinn og var bara rúmliggjandi með hita og beinverki. Hann kemur heim seinnipartinn á morgun. Einn af vinnufélögum hans var líka lasinn með ælupest og leiðindi.
Ég setti inn örfáar myndir en annars bara tíðindalítið á vesturvígstöðum.
Kveðja,
Ragga
Olli var orðin lasinn og var bara rúmliggjandi með hita og beinverki. Hann kemur heim seinnipartinn á morgun. Einn af vinnufélögum hans var líka lasinn með ælupest og leiðindi.
Ég setti inn örfáar myndir en annars bara tíðindalítið á vesturvígstöðum.
Kveðja,
Ragga
onsdag 7. mars 2007
Solfestuka
Ég hef alveg gleymt að minnast á að nú er Solfestuka í Longyearbyen. Sólin á sem sagt að mæta á morgun klukkan eitt á gömlu sjúkrahúströppurnar. Reyndar er ekkert sjúkrahús þar lengur eða hús yfir höfuð en það er ekkert verra. Af þessu tilefni eru hátíðarhöld og tónleikar og guð veit hvað alla vikuna. Ég fór tónleika í gær sem haldnir voru á Barentzpub. Þar var einhver svalbörðsk dama að syngja upppoppuð námumannalög við undirleik strengjahljóðfæra. Svo sem ekki alslæmt en höfðaði ekki alveg til mín. Eitt lagið var meira að segja með smá "máva" parti.. gaman að því. Á þessum bar er hægt að kaupa Singha bjór (hver hefði trúað því??). Ég varð auðvitað að smakka hann og hann er alveg jafn góður hér á Svalbarða eins og í Thailandi :D
Á morgun verður svo kaka í Lompet senter og vöfflur með brúnosti :) Það er óttalega gott, ótrúlegt en satt. Á laugardaginn verður svo haldin sleðakeppnin "Ta sjansen" og eru vegleg verðlaun í boði. Við Charlotta og Doro ætlum kannski að taka þátt og búa okkur til sleða.
Olli kemur heim aftur á föstudaginn frá SVEA. Hann er bara nokkuð hress með veruna þarna og vinnufélagana. Hann sá meira að segja sólin í dag og eru alveg 14 dagar síðan hún sást fyrst þarna megin fjalla.
Kveðja,
Ragga
Á morgun verður svo kaka í Lompet senter og vöfflur með brúnosti :) Það er óttalega gott, ótrúlegt en satt. Á laugardaginn verður svo haldin sleðakeppnin "Ta sjansen" og eru vegleg verðlaun í boði. Við Charlotta og Doro ætlum kannski að taka þátt og búa okkur til sleða.
Olli kemur heim aftur á föstudaginn frá SVEA. Hann er bara nokkuð hress með veruna þarna og vinnufélagana. Hann sá meira að segja sólin í dag og eru alveg 14 dagar síðan hún sást fyrst þarna megin fjalla.
Kveðja,
Ragga
mandag 5. mars 2007
bara bla
Ég fór sem sagt ekki til SVEA í dag eins og til stóð þar sem það var ekkert ferðaveður. Við förum því ekki fyrr en á mánudaginn næsta. Það verður bara að hafa það og vonandi verða bara komnir fleiri litlir Pseudocallar fyrir mig að veiða. Það munar samt sennilega ekki svo miklu milli vikna í augnablikinu.. en jám..
Fluginu hans Olla var frestað til klukkan 6 í kvöld þannig að hann var bara áfram í því að bera þungt í dag. Ég heyrði í honum áðan þannig að það virðist vera gsm samband þarna sem reyndar lá niðri í morgun. Hann fékk herbergi í húsi ekki ósvipuðu og við erum í núna nema það er kannski meira í verbúðarstíl. Þar að auki er stór messi fyrir alla þar sem matur er fram borinn í öll mál.
Þýska myndatökuliðið sem var hérna í byrjun janúar er mætt aftur til að halda áfram að elta Kai sem er einn af líffræðinemendunum. Þeir áttu sem sagt að fara með okkur í feltferðina til SVEA í morgun þar sem Kai er hluti af þessum hóp sem er að fara. En þar sem við fórum ekki ákvað Fred (sem er yfir öryggismáladeildinni) að best væri að þeir færu á smá vélsleðanámskeið. Þetta tökulið er að gera heimildamynd um stúdenta sem fer á framandi slóðir fyrir einhverja ofurlitla þýska discovery kabalstöð sem enginn af Þjóðverjunum hérna hefur heyrt um. Kai heldur því samt fram að hún sé mjög stór! Gaman að því.
og já.. ég setti inn örfáar myndir.
Kveðja,
Ragga
Fluginu hans Olla var frestað til klukkan 6 í kvöld þannig að hann var bara áfram í því að bera þungt í dag. Ég heyrði í honum áðan þannig að það virðist vera gsm samband þarna sem reyndar lá niðri í morgun. Hann fékk herbergi í húsi ekki ósvipuðu og við erum í núna nema það er kannski meira í verbúðarstíl. Þar að auki er stór messi fyrir alla þar sem matur er fram borinn í öll mál.
Þýska myndatökuliðið sem var hérna í byrjun janúar er mætt aftur til að halda áfram að elta Kai sem er einn af líffræðinemendunum. Þeir áttu sem sagt að fara með okkur í feltferðina til SVEA í morgun þar sem Kai er hluti af þessum hóp sem er að fara. En þar sem við fórum ekki ákvað Fred (sem er yfir öryggismáladeildinni) að best væri að þeir færu á smá vélsleðanámskeið. Þetta tökulið er að gera heimildamynd um stúdenta sem fer á framandi slóðir fyrir einhverja ofurlitla þýska discovery kabalstöð sem enginn af Þjóðverjunum hérna hefur heyrt um. Kai heldur því samt fram að hún sé mjög stór! Gaman að því.
og já.. ég setti inn örfáar myndir.
Kveðja,
Ragga
søndag 4. mars 2007
Sunnudagur í leti
Þá er helgin búin og við Olli erum að búa okkur undir að ferðast til SVEA á morgun, í sitt hvoru lagi þó. Helgin var frekar letileg. Á laugardeginum tók Olli smá hring á sleðanum en ég reyndi að vinna e-ð á meðan en auðvitað endaði það bara í hangsi. Um kvöldið var okkur svo boðið í brakke 4 í smá kökuboð. Charlotta og hennar eldhúsfélagar eru ótrúlega iðnir við að baka í tíma og ótíma. Kökurnar smökkuðust vel og ekki var verra að hafa smá bjór með :p Við fylgdumst með tunglmyrkvanum þangað til þurftum nauðsynlega að drífa okkur á Huset til að þurfa ekki að borga inn. Ég sá hann því bara næstum því en Olli sá hann alveg þar sem hann nennti ekki að fara með okkur.
Í dag var svo planið að fara fyrir Adventdalinn og að minnismerki sem er í fjallshlíðinni hinu megin og var reist í minningu fólks sem fórst með rússneskri flugvél á sama stað fyrir nokkrum áratugum. Við ætluðum að slást í för með Laurel þar sem hún hafði leigt sér riffil. Af þessum túr varð þó ekkert í þetta skiptið þar sem veðrið var afleitt í allan dag.
Strákarnir á efri hæðinni höfðu ætlað til Barentsburgar í dag og voru búnir að leigja sér sleða og galla og kaupa sér fulla brúsa af bensíni en þurftu að hætta við. Þeir reyndu þó að fara en hættu við þegar þeir komu að bæjarmörkunum þar sem vegurinn endar.
Úr því að ég var að minnast á bensín og sleða þá má til gamans geta að sleðinn okkar eyðir 30 l á hundraði! Geri aðrir betur.. Þetta var þó bara fyrsta mæling og ætli við gerum ekki eins og hafró með loðnumælingarnar, s.s. höldum áfram að mæla þangað til hagstæðar niðurstöður fást :p
Ha det bra :)
kveðja
Ragga
Í dag var svo planið að fara fyrir Adventdalinn og að minnismerki sem er í fjallshlíðinni hinu megin og var reist í minningu fólks sem fórst með rússneskri flugvél á sama stað fyrir nokkrum áratugum. Við ætluðum að slást í för með Laurel þar sem hún hafði leigt sér riffil. Af þessum túr varð þó ekkert í þetta skiptið þar sem veðrið var afleitt í allan dag.
Strákarnir á efri hæðinni höfðu ætlað til Barentsburgar í dag og voru búnir að leigja sér sleða og galla og kaupa sér fulla brúsa af bensíni en þurftu að hætta við. Þeir reyndu þó að fara en hættu við þegar þeir komu að bæjarmörkunum þar sem vegurinn endar.
Úr því að ég var að minnast á bensín og sleða þá má til gamans geta að sleðinn okkar eyðir 30 l á hundraði! Geri aðrir betur.. Þetta var þó bara fyrsta mæling og ætli við gerum ekki eins og hafró með loðnumælingarnar, s.s. höldum áfram að mæla þangað til hagstæðar niðurstöður fást :p
Ha det bra :)
kveðja
Ragga
fredag 2. mars 2007
Tromsö
Þá er ég komin aftur "heim", hversu furðulegt sem það nú er að kalla brakke 3 heima :p Tromsö var bara nokkuð kósí að vanda. Það hafði greinilega snjóað doldið síðan við vorum þar síðast. Ég gisti aftur hjá Raymond sem Hildur var svo indæl á sínum tíma að benda okkur á. Þar hitti ég Jason sem er kaninn sem bjó með okkur í byrjun janúar. Þegar hann fór frá Svalbarða vantaði honum gistingu í Tromsö og ég benti honum á Raymond. Þar hefur hann svo verið síðan.
Það var frekar skondið að koma til Tromsö og upplifði ég mig sem algeran sveitalubba að koma í kaupstaðinn. Í Longyearbyen þá er ekkert furðulegt við að labba um með skíðagleraugu og andlitsmaska í bænum og fólk er almennt bara á vélsleðunum inni í bænum. Hreindýrin vappa um og allt er svona frekar afslappað. Það var því óneitanlega smá menningarsjokk að koma í menninguna aftur.
Ég hitti Fredriku og var það bara nokkuð gagnlegt. Við fórum í gegnum nokkur sýni og almennt ræddum verkefnið osfr. Hún er svo að fara til USA eftir 2 vikur og verður í 6 mánuði að skemmta sér með video plankton recordernum sínum. Gaman að því.
Ég er að fara til SVEA núna á mánudaginn í fyrstu sýnatökuna. Það er reyndar ekkert alltof góð veðurspá og svo er snjóflóðahætta núna í Todalen og Gangdalen þar sem leiðin liggur. Við verðum því kannski að fara lengri leiðina. Svo var ég að frétta áðan að CTD-ið er bilað.. Það er sem sagt tækið sem mælir leiðni, hita og eðlismassa þannig að það er afleitt ef það er ekki með :p
Olli er líka að fara á mánudaginn næsta til SVEA að vinna. Hann fer flugleiðina og verður í viku en það er bót í máli að það er frítt fæði og heldur hærra kaup á meðan þeir eru þar.
Kveðjur,
Ragga
Það var frekar skondið að koma til Tromsö og upplifði ég mig sem algeran sveitalubba að koma í kaupstaðinn. Í Longyearbyen þá er ekkert furðulegt við að labba um með skíðagleraugu og andlitsmaska í bænum og fólk er almennt bara á vélsleðunum inni í bænum. Hreindýrin vappa um og allt er svona frekar afslappað. Það var því óneitanlega smá menningarsjokk að koma í menninguna aftur.
Ég hitti Fredriku og var það bara nokkuð gagnlegt. Við fórum í gegnum nokkur sýni og almennt ræddum verkefnið osfr. Hún er svo að fara til USA eftir 2 vikur og verður í 6 mánuði að skemmta sér með video plankton recordernum sínum. Gaman að því.
Ég er að fara til SVEA núna á mánudaginn í fyrstu sýnatökuna. Það er reyndar ekkert alltof góð veðurspá og svo er snjóflóðahætta núna í Todalen og Gangdalen þar sem leiðin liggur. Við verðum því kannski að fara lengri leiðina. Svo var ég að frétta áðan að CTD-ið er bilað.. Það er sem sagt tækið sem mælir leiðni, hita og eðlismassa þannig að það er afleitt ef það er ekki með :p
Olli er líka að fara á mánudaginn næsta til SVEA að vinna. Hann fer flugleiðina og verður í viku en það er bót í máli að það er frítt fæði og heldur hærra kaup á meðan þeir eru þar.
Kveðjur,
Ragga
torsdag 1. mars 2007
Fastur
Mér tókst að festa Toyotu brakið í dag. Var á leiðinni niður í fjöru . Hélt að blessaður skaflinn væri ekki svona djúpur og harður. Það kostaði nokkur átök með traktor að losa greyið, og niður í fjöru komst ég. En þá átti eftir að komast til baka, traktors manninum leist nú ekkert á það. Fyrir einskæra tilviljun var ég með loftmæli fyrir dekk í vasanum. Ég linaði aðeins í skurðarskífunum undir Toyotunni og tók þetta svo á íslenskunni til baka. Og upp fór bíllinn, að vísu með smá loftköstum, en í heilu lagi.
Ragga kemur heim í nótt, jibbí jei.
En best að fara að skola af sér tvígengisilminn eftir kvöldrúntinn.
Kveðja Olgeir
Ragga kemur heim í nótt, jibbí jei.
En best að fara að skola af sér tvígengisilminn eftir kvöldrúntinn.
Kveðja Olgeir
Abonner på:
Innlegg (Atom)