søndag 11. mars 2007

Helgin

Þá er síðasti dagur Solfestuka senn á enda og það er óhætt að segja að vikan hafi verið viðburðarík. Í gær var haldin "Ta sjansen" sem er sleðakeppnin ógurlega þar sem furðusleðum af ýmsum toga er beitt. Markmiðið er að sjálfsögðu að reyna að komast sem hraðast niður brekkuna en einnig eru veitt verðlaun fyrir frumlegustu hugmyndina, mestu skemmtunina og besta klúðrið/krassið. Skemmst er frá því að segja að "The arctic bunny" (sem sagt ég, Charlotta og Doro) fékk verðlaun fyrir besta krassið þar sem sleðinn okkar datt í sundur á fyrstu sekúndunni og þá gripum við á það ráð að renna okkur niður á pörtunum; ég á einangrunardýnunni og þær á hliðunum sem voru gerðar úr pappa og plastpokum. Þegar það virkaði ekki lengur hlupum við restina.

Margir skemmtilegir sleðar voru þarna á ferðinni, meðal annars finnskt gufubað, baðherbergi og gamall flugvallaþjónustubíll. Sleðinn sem náði mestum hraða var búinn til úr vélsleðaskíðum, timbri og e-u ótilgreindu dóti.

Myndir af herlegheitunum eru komnar inn í myndaalbúmið. Einnig setti ég inn myndir frá tónleikunum sem ég fór á á föstudaginn þar sem hljómsveitin Schmeerenburg var að spila. Hörku lókal rokkband þar á ferðinni.

Á morgun verður svo gerð tilraun til að fara í sýnatöku til SVEA og vonandi heppnast það svo ég þurfi ekki að bíða lengur eftir þessum sýnum :p

Kveðja,
Ragga

P.s. Fleiri myndir frá Ta sjansen er hægt að sjá hér: http://picasaweb.google.com/jonas.ellehauge

2 kommentarer:

Anonym sa...

Þetta lítur allt ansi skemmtilega út!

Ég ætlaði e-rn tímann að segja að ég væri hissa hve margir klæddust aðeins stuttermabol (innandyra) á sjálfum Svalbarða --- en nú sé ég að stuttermabolur er á við kápu og það er hægt að vera í nærfötum einum utandyra!!!

Anonym sa...

Thad eru samt bara Finnarnir sko.. Finnska stelpan sem er med mer a skrifstofu fer alltaf reglulega og syndir i sjonum herna i firdinum, thannig ad eg veit ekki alveg hvort thad se edlilegt vidmid :p