tirsdag 13. mars 2007

Svea

Í gær komumst við loks til Svea að taka sýnin okkar. Ferðin tók um 2 tíma í hvora átt með viðgerðarhléum og kaffistoppi. Eftir smá basl við að finna allt sem átti að fara með komumst við loks af stað um 10 leytið og vorum komin aftur í UNIS klukkan 7 um kvöldið. Með í för var ótrúlega pirrandi myndatökuliðið frá þýsku örsjónvarpsstöðinni. Oftar en ekki þurtum við að bíða eftir því að þeir gerðu allt klárt þannig að þetta hefði sennilega gengið heldur hraðar fyrir sig ef þeir hefðu ekki verið með. Sem betur fer voru þeir samt með sér barnapíu sem passaði upp á að þeir færu sér ekki á voða.

Að öðru leyti gekk ferðin bara vel og ég fékk mín sýni :) Þetta er órtrúlega skondnar aðstæður að vinna við satt best að segja; handknúin vinda, vatnið hitað á prímus, sýnin sett í hitabrúsa og labbinn var á einum sleðanum. Háfurinn var samt heldur háþróaðri heldur en ég á að venjast enda var hann frá hinni ofurháþróuðu Germaníu - án reyndar flæðismælis sem mér finnst óskiljanlegt. Ég er gersamlega búin í bakinu eftir þessa sleðakeyrslu og sýnatökubogur en þetta var samt nokkuð gaman :) Ég set inn myndir af þessu á eftir.

Olli fór til Svea í gær; reyndar ekki á tilsettum tíma þar sem þeir misstu af vélinni. Hann fór því ekki yfir fyrr en seinni partinn.

Kveðja,
Ragga

2 kommentarer:

Anonym sa...

Hææj!=D mig langaði svo að commenta á bloggið þitt, en ég vildi ekki bara skrifa flott blogg.. þanniiig aaað ég fór að rembast við að búa til ljóð(=
hérna er afraksturinn;D

Ragga var að blogga
Hún fær ei lengur mogga
Hún býr svo langt í burtu
Þannig að hún fer bara í sturtu


ekki flott=D?

kv. leynilegur aðdáendi
a.k.a litla systir :*

Anonym sa...

heheheh.. nokkuð gott ;)