Þá er helgin búin og við Olli erum að búa okkur undir að ferðast til SVEA á morgun, í sitt hvoru lagi þó. Helgin var frekar letileg. Á laugardeginum tók Olli smá hring á sleðanum en ég reyndi að vinna e-ð á meðan en auðvitað endaði það bara í hangsi. Um kvöldið var okkur svo boðið í brakke 4 í smá kökuboð. Charlotta og hennar eldhúsfélagar eru ótrúlega iðnir við að baka í tíma og ótíma. Kökurnar smökkuðust vel og ekki var verra að hafa smá bjór með :p Við fylgdumst með tunglmyrkvanum þangað til þurftum nauðsynlega að drífa okkur á Huset til að þurfa ekki að borga inn. Ég sá hann því bara næstum því en Olli sá hann alveg þar sem hann nennti ekki að fara með okkur.
Í dag var svo planið að fara fyrir Adventdalinn og að minnismerki sem er í fjallshlíðinni hinu megin og var reist í minningu fólks sem fórst með rússneskri flugvél á sama stað fyrir nokkrum áratugum. Við ætluðum að slást í för með Laurel þar sem hún hafði leigt sér riffil. Af þessum túr varð þó ekkert í þetta skiptið þar sem veðrið var afleitt í allan dag.
Strákarnir á efri hæðinni höfðu ætlað til Barentsburgar í dag og voru búnir að leigja sér sleða og galla og kaupa sér fulla brúsa af bensíni en þurftu að hætta við. Þeir reyndu þó að fara en hættu við þegar þeir komu að bæjarmörkunum þar sem vegurinn endar.
Úr því að ég var að minnast á bensín og sleða þá má til gamans geta að sleðinn okkar eyðir 30 l á hundraði! Geri aðrir betur.. Þetta var þó bara fyrsta mæling og ætli við gerum ekki eins og hafró með loðnumælingarnar, s.s. höldum áfram að mæla þangað til hagstæðar niðurstöður fást :p
Ha det bra :)
kveðja
Ragga
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
2 kommentarer:
Fyrir hvað stendur SVEA???
god spurning.. SVEA er adal namuvinnslusvædi Nordmanna herna a Svalbarda. Naman var stofnsett af Svium og var i eigu theirra thangad til Noregur akvad ad kaupa upp allar erlendar namur sem hann komst yfir .. ætli nafnid visi ekki til thess.. t.d. Svensk bla.. eitthvad...
Legg inn en kommentar