tirsdag 27. mars 2007

Á morgun fer ég í felt yfir til Austfjorden og Billefjorden. Þetta verður æsispennandi og tvísýn ferð en vonandi komumst við lifandi út úr þessu :p Við verðum í tvo daga og gistum í Overgangshytta sem er fyrir botni Austfjorden. Við byrjum sýnatökuna þar en förum svo yfir til Billefjorden daginn eftir. Við erum 4 allt í allt: ég, Claudia, Jörg og Stefan. Það er eins gott að ég fái e-ð í þessi sýni..ég segi ekki meir :/

Um síðustu helgi var skipt yfir á sumartíma og nú munar um tvo tíma á milli Noregs og Íslands. Til að réttlæta þessi skipti er því haldið fram að maður nýti dagsbirtuna betur.. fuss um svei.. fyrir mig er þetta bara leið til að shanghaia mann fyrr á fætur á morgnana og fyrr í rúmið á kvöldin :/ Hvað sem því líður þá er orðið bjart um 4 á morgnana núna og ekki dimmt aftur fyrr en milli 8 og 9 á kvöldin.

Olli og co í Svea leggja nú nótt við nýtan dag til að klára húsið en það á að afhenda það 1. apríl. Þetta verður því sennilega síðasta vikan þeirra þar í bili.

Kveðjur,
Ragga

3 kommentarer:

Anonym sa...

Hæ=) góða ferð!
ég er ekki búin að heyra í þér lengi! hvernig væri að hafa samband?=) og hjálpa mér að gera þessa blessuðu umsókn=/ það er ekkert að ganga vel hjá mér =P
aallavega.. við heyrumst;*
(",)

Anonym sa...

ég er nokkuð viss um að þú sért búin að fatta hver þetta var, en til öryggis þá var þetta hún litla systir þín hérna fyrir ofan;)

Anonym sa...

hahaha ókey vá ekki vissi ég að þú segði "shanghaia" Ragga híhí, ótrúlega óröggulegt ;D

Ertu nokkuð að tapa þínum innri-röggu-kjarna þarna í ísheimum?!? :o

Annars er ég alveg sammála þér með þetta sumartímadót, algjört hoax!