fredag 2. mars 2007

Tromsö

Þá er ég komin aftur "heim", hversu furðulegt sem það nú er að kalla brakke 3 heima :p Tromsö var bara nokkuð kósí að vanda. Það hafði greinilega snjóað doldið síðan við vorum þar síðast. Ég gisti aftur hjá Raymond sem Hildur var svo indæl á sínum tíma að benda okkur á. Þar hitti ég Jason sem er kaninn sem bjó með okkur í byrjun janúar. Þegar hann fór frá Svalbarða vantaði honum gistingu í Tromsö og ég benti honum á Raymond. Þar hefur hann svo verið síðan.

Það var frekar skondið að koma til Tromsö og upplifði ég mig sem algeran sveitalubba að koma í kaupstaðinn. Í Longyearbyen þá er ekkert furðulegt við að labba um með skíðagleraugu og andlitsmaska í bænum og fólk er almennt bara á vélsleðunum inni í bænum. Hreindýrin vappa um og allt er svona frekar afslappað. Það var því óneitanlega smá menningarsjokk að koma í menninguna aftur.

Ég hitti Fredriku og var það bara nokkuð gagnlegt. Við fórum í gegnum nokkur sýni og almennt ræddum verkefnið osfr. Hún er svo að fara til USA eftir 2 vikur og verður í 6 mánuði að skemmta sér með video plankton recordernum sínum. Gaman að því.

Ég er að fara til SVEA núna á mánudaginn í fyrstu sýnatökuna. Það er reyndar ekkert alltof góð veðurspá og svo er snjóflóðahætta núna í Todalen og Gangdalen þar sem leiðin liggur. Við verðum því kannski að fara lengri leiðina. Svo var ég að frétta áðan að CTD-ið er bilað.. Það er sem sagt tækið sem mælir leiðni, hita og eðlismassa þannig að það er afleitt ef það er ekki með :p

Olli er líka að fara á mánudaginn næsta til SVEA að vinna. Hann fer flugleiðina og verður í viku en það er bót í máli að það er frítt fæði og heldur hærra kaup á meðan þeir eru þar.

Kveðjur,
Ragga

1 kommentar:

Anonym sa...

velkomin heim! ;D