fredag 9. mars 2007

Uppruni svalbörðsku ístrunnar

Eftir töluverðar rannsóknir hef ég komist að því hvar upptök svalbörðsku ístrunar eru.
Upptökin eru í mötuneytinu í Svea. Maður kemur ekki svangur frá Svea. Við byrjum daginn á morgunverði um klukkan 6:30, hádegismatur klukkan 11:30, middag klukkan 16:00 sem er aðalmáltíðin oftast kjöt og svo kvöldmatur klukkan 20:30. Og svo er náttúrulega tekin dugnaðarsopi inn á milli. Aldeilis fínt í alla staði.
Já og þess má geta að allt lambakjöt sem borðað er í Svea er íslenskt, merkilegt það.
Ég er sam sagt kominn heim frá Svea í bili, fer aftur þangað á mánudagsmorgun og verð vikuna.
Svona vinnulega séð er betra að vinna í Svea heldur en hér í Longyearbyen, minna stress einhvenrveginn. En ókosturinn er að vera ekki heima hjá sér.
Ég segi meira frá Svea síðar, er farinn að sofa.
Kveðja Olgeir

Ingen kommentarer: