søndag 20. mai 2007

16. maí

Að kvöldi 16. maí var grillveisla í vinnunni hjá mér. Hún var ágæt og lærðum við það helst á henni að ef maður drekkur of mikið úr klósettinu á þá hlýtur maður þynnku að launum. Verkstæðinu var breytt í veislusal. Þar var slegið upp langborði út brettum og krossviði. Á miðju borðinu var svo klósett sem blönduð var í bolla. Að sögn var klósettið ónotað. Bollan var blönduð í vatnskassann og útbúinn krani á inntakið, þar tappaði maður á glösin. Ísinn var svo hafður í skálinni og mokað í glösinn með vatnslás af vaski. Ég set inn mynd af fyrirbærinu við tækifæri.
Annars fór grillið vel fram og maturinn var fínn. Maður náði að spjalla ágætlega við fólkið og meðal annars sýndi verkstjórinn minn mér Triumph mótorhjól sem hann á. Þetta er nýtt hjól en í gömlum stíl, enduro stíl og 900cc flott græja.

Kv. Olgeir

Ingen kommentarer: