17. maí er þjóðhátíðardagur Norðmanna. Fyrst vöknuðum klukkann sjö við trumbuslátt. Ég leit út um gluggann og sá mann marsera niður götuna og slá takt. Þetta var til að vekja í fyrstu hátíðarhöld dagsins. Klukkann hálftíu vöknuðum við aftur og þá við blástur lúðrasveitar Store Norsk. Þeir spiluðu það lengi hér í Nybyen að maður komst ekki hjá því að vakna og gera sig kláran í skrúðgöngu. Rétt fyrir ellefu vorum við svo farinn að marsera í þeirri lengstu skrúðgöngu sem ég hef séð. Það hefur ábyggilega verið megin þorri landsmanna í henni. Allir voru mjög fínt klæddir, karlar í jakkafötum og konur í þjóðbúningum. Dagurinn virtist vera tekinn mjög hátíðlega miðað við klæðaburð. Eftir skrúðgönguna var svo kaffi og kökur fyrir alla í íþróttahúsinu.
Kv. Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar