mandag 14. mai 2007

Þoka

Ég hef ekki komist til Svea ennþá vegna þoku. Hugsanlega verður hægt að fljúga í kvöld en ég vona eiginlega ekki svo maður nái einni nótt í viðbót hér heima :)

Núna á miðvikudagskvöldið er fyrir hugað að hafa grillveislu í vinnunni hjá mér. Miðvikudagurinn er dagurinn fyrir 17. maí sem er þjóðhátíðardagur Norðmanna og þá er frí. Ég var því settur í það í dag að þrífa verkstæðið hátt og lágt svo það yrði grill hæft.

Í morgun sá ég gæsahóp sem sennilega var ný kominn. Þetta eru fyrstu gæsirnar sem ég sé hér í Longyearbyen en áður hafði ég séð eina flækingsgæs í Svea.

Bless í bili Olgeir

Ingen kommentarer: