onsdag 7. mars 2007

Solfestuka

Ég hef alveg gleymt að minnast á að nú er Solfestuka í Longyearbyen. Sólin á sem sagt að mæta á morgun klukkan eitt á gömlu sjúkrahúströppurnar. Reyndar er ekkert sjúkrahús þar lengur eða hús yfir höfuð en það er ekkert verra. Af þessu tilefni eru hátíðarhöld og tónleikar og guð veit hvað alla vikuna. Ég fór tónleika í gær sem haldnir voru á Barentzpub. Þar var einhver svalbörðsk dama að syngja upppoppuð námumannalög við undirleik strengjahljóðfæra. Svo sem ekki alslæmt en höfðaði ekki alveg til mín. Eitt lagið var meira að segja með smá "máva" parti.. gaman að því. Á þessum bar er hægt að kaupa Singha bjór (hver hefði trúað því??). Ég varð auðvitað að smakka hann og hann er alveg jafn góður hér á Svalbarða eins og í Thailandi :D

Á morgun verður svo kaka í Lompet senter og vöfflur með brúnosti :) Það er óttalega gott, ótrúlegt en satt. Á laugardaginn verður svo haldin sleðakeppnin "Ta sjansen" og eru vegleg verðlaun í boði. Við Charlotta og Doro ætlum kannski að taka þátt og búa okkur til sleða.

Olli kemur heim aftur á föstudaginn frá SVEA. Hann er bara nokkuð hress með veruna þarna og vinnufélagana. Hann sá meira að segja sólin í dag og eru alveg 14 dagar síðan hún sást fyrst þarna megin fjalla.

Kveðja,
Ragga

2 kommentarer:

Anonym sa...

vöfflur með brúnosti... ég er ekki sannfærð :/
En já ég mana ykkur að taka þátt í sleðadótinu og taka fullt af myndum af því ;D

p.s. upppoppuð - hversu mörg p í einu orði! ;p

Anonym sa...

það er seldur Singah á Svalbarða en ekki á Ísandi... svindl
En það er kanski styttra að fara til Svalbarða en til Tailands til að fá sér einn kaldann hehehe