søndag 20. mai 2007

19.maí Barentsburg

Við fórum til Barentsburg með bát núna á laugardaginn. Við lögðum af stað frá Longyearbyen klukkann níu um morguninn og komum til baka um kvöldmatarleytið. Þetta var að mörgu leyti ágætis túr, að vísu hefði veðrið mátt vera aðeins betra. Báturinn sem við fórum á var 27m langur stálbátur frá 1954 og heitir MS Langöysund. Ágætt skip nema það gekk alltof hægt. Við byrjuðum á að fara út og yfir Ísfjörðinn og sigldum þar upp að skriðjökli sem kemur fram í sjóinn. Þar sigldum við aðeins inn í hafís sem var svolítið sérstakt. Upp á ísnum lág rostungur, við komumst að vísu bara í kíkisfæri við hann en það var samt flott að sjá hann. Svo var planið að koma hundamat í land þarna en það gekk ekki vegna ís. Upp á landi sá maður fjóra hundasleða, hunda og tjaldbúðir. Svo var grillað um borð og stefnan tekin á Barentsburg. Við komum til Barentsburg um klukkan tvö og höfðum því bara eina og hálfa stund þar sem var allt of lítið. Við höfðum rússneska leiðsögumenn sem sýndu okkur bæinn og fræddu. Í lokinn gátum við svo rétt komist á safnið og mynjagripabúðina. Alltaf uppgvötvar maður eitthvað nýtt um Barentsburg. Barentsburg var svo til sjálfbær bær á tímabili. Þar var kúabú, svínabú og gróðurhús sem sá þeim fyrir matvælum. Núna er bara svínabú með um 100 svín.
Á heimleiðinni var svo siglt meðfram ströndinni og hún skoðuð.
Við tókum ekki nema 315 myndir, við erum ekki búinn að velja úr ennþá en það kemur.

Kv. Olgeir

2 kommentarer:

Anonym sa...

halló fraendi.
Allt gott ad frétta af okkur. Erum búin ad vera á Lanzarote núna í viku á morgun og höfum haft tad mjög gott í svona 25-30 stiga hita.
Kíktum adeins á netid til tess ad sjá nýjustu fréttir frá Íslandi og ákvádum ad kasta kvedju á tig í leidinni :)
Kvedjur úr sólinni :P

Anonym sa...

Hæ og gaman að heyra frá ykkur. Hér er líka sól nema að hitatölurnar eru bara hinu megin við núllið :)
Kveðja Olgeir og Ragga