um Norðmenn.
Brúnosturinn er heilagur hjá Norðmönnum, það má eingöngu borða hann eintóman eða með sultu ofaná brauð. Ég hef nokkrum sinnum fengið nokkuð hvassar athugasemdir í mötuneytinu í Svea þegar ég hef notað brúnostinn með spægipylsu, salati, gúrkum eða hverju sem er. Þar af leiðandi geri ég í því að borða brúnost með öllu hugsanlegu.
Ansi margir hafa komið til Íslands og byrja oftast á að minnast á það að þeir hafi ekki getað keypt ,,snús" þar það er munntóbakk Íslandi.
Flest allir Norðmenn hafa séð kvikmyndina 101 Reykjavík og minnast á það glottandi að fyrra bragði.
En nóg um Norðmenn í bili.
Ég er farinn að leita mér að vinnu í Tromsö. Ég sendi eina umsókn áðan til SAS, þeim vantar viðgerðamann á flugvöllinn í Tromsö. Gaman að sjá hvað kemur út úr því. Ég ætla að reyna að finna mér vélvirkja starf, ef það gengur ekki reynir maður við pípulagnir, það vanntar víst mikinn mannskap í lagnavinnu á svæðinu.
Annars er lítið að frétta. Síðasta vika var óvennju skemmtileg og fljót að líða. Á föstudaginn fór ég svo á smá námskeið hér í Longyearbyen. Þannig að þetta hefur verið frekar löng helgi, þannig séð. En svo er það aftur Svea á morgun. Það fer nú að sjá fyrir endann á þessari vinnu, ég vinn sennilega bara út maí og hætti þá kannski viku lengur.
Nú er hitinn aðeins farinn að stíga upp fyrir frostmarkið og aðalvegurinn orðinn klakalaus. Það er rosa munur að labba á malbiki en ekki klaka. Maður er orðinn svo stífur á að labba á klaka í fjóra mánuði.
Kveðja Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
4 kommentarer:
Þetta með ostinn er svona eins og með lifrakæfuna hér, það þarf að setja áleggið í rétta röð ofan á kæfuna og alls ekki hvað sem er...hef líka verið litinn hornauga fyrir mínar matvenjur hér:)...enn maður getur verið viss um eitt hérna í DK, það er hægt að setja allt út á rúgbrauð, allt frá soðnum kartöflum til..já ég veit ekki hvað.....
Gangi þér vel með vinnuleit.
Benni
Norðmenn er hálf skrítnir þegar kemur að osti. Það var norskur trésmiður sem fann ostaskerann upp til að geta sparað ostinn sinn, hann hefur sennilega notað gamla hefilinn sinn til að skera ostinn því eftir því sem ég kemst næst þá heitir þessi búnaður ostahefill í Noregi. Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
hehehe thetta vissi eg ekki en sem sagt jamm thad er:
norska: ostehøvel
sænska: osthyvel
Algerlega skandinaviskt fyrirbæri enda er osturinn herna verdlagdur eins og hann væri ur gulli.
Hæ
Hehe já þetta er merkilegt með ostinn og skerana.
Já og rúgbrauðið í DK, ég fæ vatn í munninn við minningarnar um rúgbrauð, lifrakæfu, súrargúrkur og steiktann lauk :)
Kveðja Olgeir
Legg inn en kommentar