Olli var að hringja í mig rétt í þessu til að monta sig yfir því að hafa séð ísbjörn. Þegar hann var rétt kominn úr mat áðan þá barst sá orðrómur um matsalinn að það gæti verið sniðugt að fara í smá bíltúr út að höfn. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að allir þurstu út og brunuðu á seinna hundraðinu út á Kapp Amsterdam. Þaðan var hægt að sjá bjössa bíða við vök í svona um 150 metra fjarlægð. Hann var ekki mikið að kippa sér upp við allt fólkið sem góndi á hann heldur geyspaði bara og beið eftir næsta sel.
Ég verð bara að sætta mig við að sjá myndir af herlegheitunum. Ég get þó sagst hafa séð ísbjörn með góðri samvisku því ég man ekki betur en ég hafi séð ísbjörninn sem var í Sædýrasafninu sem var og hét :p
Annars bara bla..
kv
Ragga
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
2 kommentarer:
Ísbirnir eru æði ;D
En hvað er á planinu í sumar hjá ykkur?
Hmm.. planið er að fara til Tromsö 25.júni og vera þar í viku áður en förum svo áfram til Connecticut þar sem við verðum í 5 vikur. Eftir það förum við aftur til Tromsö þar sem skólinn er að byrja um það leyti...og þá er sumarið bara búið.. Það er næstum búið áður en það byrjar.
Legg inn en kommentar