torsdag 1. mars 2007

Fastur

Mér tókst að festa Toyotu brakið í dag. Var á leiðinni niður í fjöru . Hélt að blessaður skaflinn væri ekki svona djúpur og harður. Það kostaði nokkur átök með traktor að losa greyið, og niður í fjöru komst ég. En þá átti eftir að komast til baka, traktors manninum leist nú ekkert á það. Fyrir einskæra tilviljun var ég með loftmæli fyrir dekk í vasanum. Ég linaði aðeins í skurðarskífunum undir Toyotunni og tók þetta svo á íslenskunni til baka. Og upp fór bíllinn, að vísu með smá loftköstum, en í heilu lagi.
Ragga kemur heim í nótt, jibbí jei.
En best að fara að skola af sér tvígengisilminn eftir kvöldrúntinn.

Kveðja Olgeir

1 kommentar:

Unknown sa...

"Fyrir einskæra tilviljun var ég með loftmæli fyrir dekk í vasanum". :-D

Þetta hefur nú bara verið gaman!Kv, Gunni Vald