onsdag 28. februar 2007

Túpur

Hér er hægt að fá allt í túpum, kavíar, makríl, mysing, mæjones, ost, öðruvísi ost, sultu, súkkulaði, skinku, beikon, lifrakæfu, lax, en og aftur en það er ekki hægt að fá heitan mat í túpu. Þar þurfa norðmenn að herða sig. Ég held að þessi túpu menning helgist af öllu þessu nesti, eða ,,matpakke" eins og þeir kalla það hérna. Hér eru allir með nesti í hádeginu, brauð og álegg. Ég held að mötuneyti á vinnustöðum séu ekki mjög algeng. En túpur eru þæginlegar fyrir þá sem nenna ekki að smyrja á kvöldin, maður tekur bara hálft brauð og eina túpu með sér og þá er maður góður. (En mikið djöfull getur maður orðið leiður á brauði og að sama skapi hugsað vel til mötuneytis Orkuveitunnar)

Kveðjur á túpu
Olgeir

2 kommentarer:

Anonym sa...

Hér eru alltaf steikur ferskt grænmeti og nýjir ávextir í það minnsta annan hvern dag
kv.steini

Anonym sa...

Getur þú ekki fengið brauð í túpu líka? það væri sniðugt. þá myndir þú fyrst sprauta túpubrauðinu í lófann og svo hinu gumsinu yfir.

kv.Haukur