Til hamingju með afmælið Gissur :) Það er ekki á hverjum degi sem fólk verður fertugt þannig að þetta er nokkuð merkur áfangi :D
Annars allt við það sama..
kv
Ragga
torsdag 26. april 2007
onsdag 25. april 2007
Misheppnaðar aðgerðir og prjónaskapur
Það er allt frekar rólegt hérna á norðurslóðum. Svo virðist sem ég þurfi að halda fyrirlestur um verkefnið mitt á svokölluðu "lunch seminar". Það er fyrirlestraröð þar sem fólk innan UNIS heldur erindi um það sem það er að fást við frá degi til dags. Vonandi verð ég bara komin með einhverjar niðurstöður þegar röðin kemur að mér :P hehe..
Laurel (kaliforníubúinn sem býr með okkur) fór á mánudaginn til Tromsö til að fara í aðgerð á löppinni sem hún braut í desember á síðasta ári. Aðgerðin átti að vera í gær en henni var frestað vegna einhvers vesens með borinn!?! Heillandi.. Aðgerðin var svo framkvæmd í morgun en ekki vildi betur til en svo að eitthvað klikkaði svo hún þarf að fara í aðra aðgerð á föstudaginn.
Áðan varð ég fyrir prjónakennslu. Nokkuð merkilegt það en þannig var mál að vexti að strákurinn sem Olli keypti sleðann af er að vinna hjá Svalbard wildlife service. Þar vinnur hann með norskri stelpu sem er að prjóna lopapeysu eftir íslenskri uppskrift (og úr íslenskum lopa). Hún lenti í basli með að prjónana og sagði í gríni við þennan vinnufélaga sinn hvort hann þekkti ekki einhverja Íslendinga á Svalbarða. Hann mundi eftir okkur frá sleðasölunni en var samt ekki alveg viss hvort hann ætti að þora að hringja ef sleðinn skyldi ekki hafa lifað lengur en söludaginn. Á endanum hrindi hann þó í Olla sem gaf þeim númerið hjá mér og stelpan hringdi svo í mig í morgun. Við mæltum okkur mót á Fruen sem er kaffihúsið á Svalbarða :) og ég hjálpaði henni að setja ermarnar á bolinn. Gaman að því. Hún ætlar svo að kíkja við hjá mér á morgun ef munstrið gengur ekki vel.
..og meira af prjónaskap.. Eitthvað frétti ég af ofurskírnarkjól sem var prjónaður á mettíma af mömmu, ömmu, Hönnu Siggu, Lailu og Erlu. Til hamingju með skírnina og guttann og allt Erla og Birgir :) Það væri ekki verra ef hægt væri að sjá myndir af herlegheitunum ;)
Jæja, best að fara að koma sér í bælið..
kv
Ragga
Laurel (kaliforníubúinn sem býr með okkur) fór á mánudaginn til Tromsö til að fara í aðgerð á löppinni sem hún braut í desember á síðasta ári. Aðgerðin átti að vera í gær en henni var frestað vegna einhvers vesens með borinn!?! Heillandi.. Aðgerðin var svo framkvæmd í morgun en ekki vildi betur til en svo að eitthvað klikkaði svo hún þarf að fara í aðra aðgerð á föstudaginn.
Áðan varð ég fyrir prjónakennslu. Nokkuð merkilegt það en þannig var mál að vexti að strákurinn sem Olli keypti sleðann af er að vinna hjá Svalbard wildlife service. Þar vinnur hann með norskri stelpu sem er að prjóna lopapeysu eftir íslenskri uppskrift (og úr íslenskum lopa). Hún lenti í basli með að prjónana og sagði í gríni við þennan vinnufélaga sinn hvort hann þekkti ekki einhverja Íslendinga á Svalbarða. Hann mundi eftir okkur frá sleðasölunni en var samt ekki alveg viss hvort hann ætti að þora að hringja ef sleðinn skyldi ekki hafa lifað lengur en söludaginn. Á endanum hrindi hann þó í Olla sem gaf þeim númerið hjá mér og stelpan hringdi svo í mig í morgun. Við mæltum okkur mót á Fruen sem er kaffihúsið á Svalbarða :) og ég hjálpaði henni að setja ermarnar á bolinn. Gaman að því. Hún ætlar svo að kíkja við hjá mér á morgun ef munstrið gengur ekki vel.
..og meira af prjónaskap.. Eitthvað frétti ég af ofurskírnarkjól sem var prjónaður á mettíma af mömmu, ömmu, Hönnu Siggu, Lailu og Erlu. Til hamingju með skírnina og guttann og allt Erla og Birgir :) Það væri ekki verra ef hægt væri að sjá myndir af herlegheitunum ;)
Jæja, best að fara að koma sér í bælið..
kv
Ragga
søndag 22. april 2007
Fuglar og annað fiðurfé
Nú eru svolítil vormerki farin að sjást þó ekki minnki snjórinn mikið. Á föstudaginn þegar ég var að gera mig klárann til heimferðar frá Svea sá ég pínulítinn snjótittling. Fyrsti smáfuglinn sem ég sé hér á Svalbarða. Við fengum okkur svolítinn göngutúr hér um bæinn í dag og þá sá maður fullt af þessum litlu greyjum syngjandi og flögrandi. Sennilega eru þeir að koma núna í hópum. Einnig sáum við fullt af máfum og æðarfugli sem maður hefur ekki orðið mikið var við í vetur. Einnig er sólin kominn í sumarfíling og skín nú allan sólarhringinn.
Annars er helgin búin að vera fremur róleg hjá okkur. Ragga með smá kvef og ég aðallega njóta þess að vera innandyra eftir útivinnuna í Svea, já og ég verð í Svea næstu viku líka. Í gær og í dag fengum við okkur smá göngutúra hérna um bæinn. Aðal markmiðið hjá mér var að taka myndir af snjóbílum og eldri bílum bæjarinns enda nokkuð mikið til af þeim hér. Áðan komum við svo við á kaffihúsinu og fengum okkur almennilegt kaffi og köku. Hér er ekki hlaupið að því að búa til almennilegt kaffi því að einungis er hægt að kaupa tvær gerðir í Svalbardbutikken og báðar eru þær vondar.
Á föstudaginn tók ég mig til og rakaði af mér heimskautaskeggið mitt. Ég var orðinn hálf leiður á því. Þetta vakti töluverða kátínu, sérstaklega þar sem fólk hér hefur ekki séð mig án skeggs. Eftir raksturinn labbaði ég niður í UNIS og það er ekki laust við að ég hafi verið farinn að sakna skeggsins einhverstaðar á fyrstu 500 metrunum. Það er ekki laust við að manni hafi orðið dálítið kalt í framann.
Ég hef aldrei séð jafn margar flugvélar á vellinum hér eins og á föstudaginn er ég kom heim. Þar voru tvær rússneskar Antonov 74 flutningavélar, rússnesk farþegaþota, amerísk einkaþota (eða lítil farþegavél), tvær Dornier 228 og svo ein skíðaflugvél sem lítur út fyrir að vera gömul. Hún er minnir svolítið á DC-3 en er sennilega aðeins stærri, appisínugul og dökkblá. Ég spjallaði við pabba og hann hafði einhvern tímann séð rússnenska vél sem leit út eins og DC-3 nema bara öll aðeins stærri. Í gærkvöldi frétti ég svo fyrir tilviljun að einhverjir Rússar væru að fara að fljúga á norðurpólinn. Hugsanlega tengist þessi vél því.
Það er ekki laust við að smá áhugi á flugvélum og þyrlum hafi kviknað hjá mér eftir allar þessar flugferðir til Svea. Í Svea hefur maður svo þyrlu fyrir augunum alla daga. Hún er notuð til að flytja díselolíu í jarðbor sem er að leita eftir nýjum námusvæðum einhvers staðar upp í fjöllum. Framan af var notaður snjótroðari. Hann þurfti meðal annars að keyra eftir hafís til að komast á staðinn. Í einni ferðinni, í mars byrjun, brotnaði undan honum ísinn og hann sökk á 42m dýpi. Ökumaðurinn, maður um sextugt, þurfti að bíða eftir að ökumannshúsið fylltist af sjó áður enn hann gat opnað og komist út. Hann komst upp í vökina og gat komist upp úr. Hann labbaði svo án húfu og á sokkaleistunum 3 km í -20°c frosti og myrkri. Hann sá ljósin í Svea og gat tekið stefnuna á þau. Hann náði að skríða síðustu metrana upp á veg þar sem vörubílsstjóri fann hann á síðustu stundu. Maðurinn náði sér að fullu eftir þetta.
En jæja best að láta þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir
Annars er helgin búin að vera fremur róleg hjá okkur. Ragga með smá kvef og ég aðallega njóta þess að vera innandyra eftir útivinnuna í Svea, já og ég verð í Svea næstu viku líka. Í gær og í dag fengum við okkur smá göngutúra hérna um bæinn. Aðal markmiðið hjá mér var að taka myndir af snjóbílum og eldri bílum bæjarinns enda nokkuð mikið til af þeim hér. Áðan komum við svo við á kaffihúsinu og fengum okkur almennilegt kaffi og köku. Hér er ekki hlaupið að því að búa til almennilegt kaffi því að einungis er hægt að kaupa tvær gerðir í Svalbardbutikken og báðar eru þær vondar.
Á föstudaginn tók ég mig til og rakaði af mér heimskautaskeggið mitt. Ég var orðinn hálf leiður á því. Þetta vakti töluverða kátínu, sérstaklega þar sem fólk hér hefur ekki séð mig án skeggs. Eftir raksturinn labbaði ég niður í UNIS og það er ekki laust við að ég hafi verið farinn að sakna skeggsins einhverstaðar á fyrstu 500 metrunum. Það er ekki laust við að manni hafi orðið dálítið kalt í framann.
Ég hef aldrei séð jafn margar flugvélar á vellinum hér eins og á föstudaginn er ég kom heim. Þar voru tvær rússneskar Antonov 74 flutningavélar, rússnesk farþegaþota, amerísk einkaþota (eða lítil farþegavél), tvær Dornier 228 og svo ein skíðaflugvél sem lítur út fyrir að vera gömul. Hún er minnir svolítið á DC-3 en er sennilega aðeins stærri, appisínugul og dökkblá. Ég spjallaði við pabba og hann hafði einhvern tímann séð rússnenska vél sem leit út eins og DC-3 nema bara öll aðeins stærri. Í gærkvöldi frétti ég svo fyrir tilviljun að einhverjir Rússar væru að fara að fljúga á norðurpólinn. Hugsanlega tengist þessi vél því.
Það er ekki laust við að smá áhugi á flugvélum og þyrlum hafi kviknað hjá mér eftir allar þessar flugferðir til Svea. Í Svea hefur maður svo þyrlu fyrir augunum alla daga. Hún er notuð til að flytja díselolíu í jarðbor sem er að leita eftir nýjum námusvæðum einhvers staðar upp í fjöllum. Framan af var notaður snjótroðari. Hann þurfti meðal annars að keyra eftir hafís til að komast á staðinn. Í einni ferðinni, í mars byrjun, brotnaði undan honum ísinn og hann sökk á 42m dýpi. Ökumaðurinn, maður um sextugt, þurfti að bíða eftir að ökumannshúsið fylltist af sjó áður enn hann gat opnað og komist út. Hann komst upp í vökina og gat komist upp úr. Hann labbaði svo án húfu og á sokkaleistunum 3 km í -20°c frosti og myrkri. Hann sá ljósin í Svea og gat tekið stefnuna á þau. Hann náði að skríða síðustu metrana upp á veg þar sem vörubílsstjóri fann hann á síðustu stundu. Maðurinn náði sér að fullu eftir þetta.
En jæja best að láta þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir
fredag 20. april 2007
Gledilegt sumar
Tha er sumarid gengid i gard.. a Islandi. Herna vottar ekki fyrir sumri frekar en venjulega. I gær var fyrsti dagur midnætursolar og thydir thad ad nu er engin nott lengur. En thar sem Longyearbyen er i holu tha faum vid enga midnætursol herna, thad er varla sol a daginn. Serstaklega ekki i Nybyen.
En hvad um thad..
Eg bakadi køku i tilefni sumarsins i gær og mæltist thad vel fyrir hja eldhusfeløgum minum. Vid atum a okkur gat af thessari finu gulrotarkøku og thad er meira ad segja sma afgangur handa Olla sem kemur heim med siddegisfluginu a eftir :)
Gledilegt sumar,
kv
Ragga
En hvad um thad..
Eg bakadi køku i tilefni sumarsins i gær og mæltist thad vel fyrir hja eldhusfeløgum minum. Vid atum a okkur gat af thessari finu gulrotarkøku og thad er meira ad segja sma afgangur handa Olla sem kemur heim med siddegisfluginu a eftir :)
Gledilegt sumar,
kv
Ragga
onsdag 18. april 2007
Það er miðvikudagur og lífið gengur sinn gang..
Ég komst heil heim úr feltinu í gær. Það var prýðilegt veður og hefði ekki geta verið betra, -15°C, logn og sól. Leiðin var frekar auðveld sem betur fer. Það var bara á einum stað þar sem maður þurfti að beita sér e-ð að ráði en það var þegar við vorum að fara upp á jökulgarðinn fyrir framan Nordmannsfonna. Það slapp samt allt til ;) Þegar við komum í Mohnbukta, þar sem við tókum sýnin, sáum við yfir til Barentsöya. Það er fyrsta eyjan sem ég sé af Svalbarða fyrir utan Spitsbergen en allt í allt eru þær frekar margar.
Við sáum enga ísbirni og ekki einu sinni slóð eftir þá sem er mjög óvenjulegt fyrir þetta svæði. Snjórinn var frekar þykkur á ísnum og ísinn var ekki síður þykkur sem var ekki að auðvelda vinnuna. Það tók næstum 2 tíma að komast niður úr honum og síðasta bitanum þurftum við að kippa upp með vélsleða.
Sýnatakan gekk vel og náðust öll sýni í hús. Það er meira að segja Pseudocalanus í þeim þannig að þetta var ekki farið til einskis. Húrra fyrir því :) Eftir sem áður notuðum við vélsleða til að draga háfinn upp og gekk það bara mjög vel. Claudia tók svo lifandi sýni fyrir sig og komust kvikindin lifandi í hús. Til þess að það gangi upp þarf að setja þau á hitabrúsa og vona svo hið besta.
Svo virðist í augnablikinu sem við Olli séum á leiðinni til USA (eða US and A eins og Borat sagði..) í júlí. Það er löng saga hvernig það kom til en meiningin er sem sagt að ég heimsæki rannsóknastofu Ann Bucklin í Connecticut. Þetta er bara á teikniborðinu ennþá en ef af verður þá er það eflaust mjög gagnlegt. Áætluð dvöl er einn mánuður nema annað komi í ljós.
Ég set svo inn nokkrar myndir úr feltinu (sem nú er formlega lokið..í bili).
Kveðja,
Ragga
Við sáum enga ísbirni og ekki einu sinni slóð eftir þá sem er mjög óvenjulegt fyrir þetta svæði. Snjórinn var frekar þykkur á ísnum og ísinn var ekki síður þykkur sem var ekki að auðvelda vinnuna. Það tók næstum 2 tíma að komast niður úr honum og síðasta bitanum þurftum við að kippa upp með vélsleða.
Sýnatakan gekk vel og náðust öll sýni í hús. Það er meira að segja Pseudocalanus í þeim þannig að þetta var ekki farið til einskis. Húrra fyrir því :) Eftir sem áður notuðum við vélsleða til að draga háfinn upp og gekk það bara mjög vel. Claudia tók svo lifandi sýni fyrir sig og komust kvikindin lifandi í hús. Til þess að það gangi upp þarf að setja þau á hitabrúsa og vona svo hið besta.
Svo virðist í augnablikinu sem við Olli séum á leiðinni til USA (eða US and A eins og Borat sagði..) í júlí. Það er löng saga hvernig það kom til en meiningin er sem sagt að ég heimsæki rannsóknastofu Ann Bucklin í Connecticut. Þetta er bara á teikniborðinu ennþá en ef af verður þá er það eflaust mjög gagnlegt. Áætluð dvöl er einn mánuður nema annað komi í ljós.
Ég set svo inn nokkrar myndir úr feltinu (sem nú er formlega lokið..í bili).
Kveðja,
Ragga
mandag 16. april 2007
Smá snjóflóð
Rétt áðan kom smá snjóskriða hérna niður fjallshlíðina fyrir ofan okkur. Við vorum ný komin út er við heyrðum þyt eða gný og litum upp. Þá var partur af einni hengjunni á leiðinni niður. Þetta var nokkuð töff og tók ótrúlega langan tíma að skila sér niður brekkuna, sennilegqa 20-30 sekúndur. Þótt þetta hafi verið lítið brot úr hengju þá var þetta orðið nokkuð breitt er það stoppaði. Að sjálfsögðu var ég ekki með myndavélina á mér, ég hefði haft tíma til að kveikja á henni og smella af. En ég set inn myndir af verksummerkjum.
Helgin er búin að vera nokkuð viðburðarrík. Í gærkvöldi útbjuggum við útigrill og grilluðum hvalborgara (hamborgarar úr hvalkjöti) og banana. Ansi skemmtilegt og minnti mann á sumarið þrátt fyrir töluverða snjókomu.
Á laugardaginn skruppum við sleðavæddu braggabúarnir inn í Björndalen að kíkja á ,,hyttu" það er skála sem UNIS á þar. Þetta er fínn skáli og fallegt umhverfi. Meðal annars var ágætur hreindýrahópur í færi við skálann. Á leiðinni heim komum við við á skotsvæðinu og æfðum svolitla riffil skotfimi með Mauserunum. Ég er alltaf að verða ánægðari og ánægðari með riffilinn, setur mjög vel. Á leiðinni heim tókum við smá lykkju upp á Longyearbreen svona til að fá útrás fyrir hraðann. Kvöldið var svo rólegt hjá mér en Ragga skellti sér aðeins á Huset með stelpunum og bróðir Laurel sem var í heimsókn.
Ég mætti aftur í vinnuna í morgun eftir fríið mitt. Það var ágætt að koma aftur og byrja að vinna þrátt fyrir að maður hafi nú ekkert verið voðalega vel stemdur fyrir það. Fínt að vera í fríi. Í fyrramálið flýg ég svo til Svea og verð að vinna þar út vikuna. Smjatt smjatt gott að borða í Svea.
Ragga er að fara í felt ferð á morgun. Hún fer til aðal heimkynna ísbjarnanna það er á austurströndina. Nánar tiltekið í Mohnbukta í Storfjörden. Þetta á að sleppa sem dagstúr, gæti orðið langur dagur. Þau fara á vélsleðum og er þetta um 180km túr. Þau eru að fara að taka dýrasvifssýni, að venju, og gera það gegnum vök á hafísnum.
En jæja, ég læt þetta nægja frá mér í bili. Ég set kannski inn nokkrar myndir.
Kveðja Olgeir
Helgin er búin að vera nokkuð viðburðarrík. Í gærkvöldi útbjuggum við útigrill og grilluðum hvalborgara (hamborgarar úr hvalkjöti) og banana. Ansi skemmtilegt og minnti mann á sumarið þrátt fyrir töluverða snjókomu.
Á laugardaginn skruppum við sleðavæddu braggabúarnir inn í Björndalen að kíkja á ,,hyttu" það er skála sem UNIS á þar. Þetta er fínn skáli og fallegt umhverfi. Meðal annars var ágætur hreindýrahópur í færi við skálann. Á leiðinni heim komum við við á skotsvæðinu og æfðum svolitla riffil skotfimi með Mauserunum. Ég er alltaf að verða ánægðari og ánægðari með riffilinn, setur mjög vel. Á leiðinni heim tókum við smá lykkju upp á Longyearbreen svona til að fá útrás fyrir hraðann. Kvöldið var svo rólegt hjá mér en Ragga skellti sér aðeins á Huset með stelpunum og bróðir Laurel sem var í heimsókn.
Ég mætti aftur í vinnuna í morgun eftir fríið mitt. Það var ágætt að koma aftur og byrja að vinna þrátt fyrir að maður hafi nú ekkert verið voðalega vel stemdur fyrir það. Fínt að vera í fríi. Í fyrramálið flýg ég svo til Svea og verð að vinna þar út vikuna. Smjatt smjatt gott að borða í Svea.
Ragga er að fara í felt ferð á morgun. Hún fer til aðal heimkynna ísbjarnanna það er á austurströndina. Nánar tiltekið í Mohnbukta í Storfjörden. Þetta á að sleppa sem dagstúr, gæti orðið langur dagur. Þau fara á vélsleðum og er þetta um 180km túr. Þau eru að fara að taka dýrasvifssýni, að venju, og gera það gegnum vök á hafísnum.
En jæja, ég læt þetta nægja frá mér í bili. Ég set kannski inn nokkrar myndir.
Kveðja Olgeir
fredag 13. april 2007
Myndir
Ég setti inn nokkrar myndir sem ég tók með nýju vélinni. Þær eru nú bara teknar á auto stillingu og án allra vísinda. En þær eru nokkuð skýrar og ég mæli með að súmma inn í þær því þá sést fyrst hvað þær eru skýrar. Hægt að skoða allskonar smáatriði. Bara gefa sér tíma í að stækka og færa þær fram og aftur. Ég setti þær inn í fullri stærð þannig að það gæti tekið svolítinn tíma að ná í þær. (uppl. fyrir mömmu og pabba)
Já og vélin sem ég endaði á að kaupa er af gerðinni Nikon D80 með 18-135mm linsu.
En best að halda áfram að njóta síðasta virka frídagarins í bili.
Kveðja Olgeir
Já og vélin sem ég endaði á að kaupa er af gerðinni Nikon D80 með 18-135mm linsu.
En best að halda áfram að njóta síðasta virka frídagarins í bili.
Kveðja Olgeir
torsdag 12. april 2007
Svona bara
Hún Lilja Sóley frænka mín á afmæli í dag. Hún er fimm ára í dag. Hamingju óskir frá okkur Olgeiri og Röggu Lilja mín.
Finnar eru jafn skrýtnasta fólk sem ég hef kynnst. Hef ég minnst á það áður ?
Eftir að hafa lesið dóma, á netinu, um myndavélar í nokkra daga, komst ég ekki að niðurstöðu um hvaða vél væri best að kaupa. En ég komst að niðurstöðu með hvaða vél fylgdi besta linsan fyrir mig. Þannig að ég fór áðan og keypti mér fína myndavél. Ég er búinn að prófa hana, taka nokkrar myndir. Þær eru hreint út sagt frábærar, litir og skýrleiki. Ég er ánægður. Ég ætla að halda áfram að taka myndir af einhverju sem er langt í burtu :)
Kveðja Olgeir
Finnar eru jafn skrýtnasta fólk sem ég hef kynnst. Hef ég minnst á það áður ?
Eftir að hafa lesið dóma, á netinu, um myndavélar í nokkra daga, komst ég ekki að niðurstöðu um hvaða vél væri best að kaupa. En ég komst að niðurstöðu með hvaða vél fylgdi besta linsan fyrir mig. Þannig að ég fór áðan og keypti mér fína myndavél. Ég er búinn að prófa hana, taka nokkrar myndir. Þær eru hreint út sagt frábærar, litir og skýrleiki. Ég er ánægður. Ég ætla að halda áfram að taka myndir af einhverju sem er langt í burtu :)
Kveðja Olgeir
tirsdag 10. april 2007
mandag 9. april 2007
Myndavélar og páskar
Jæja núna eru páskarnir að líða. Ég hef nú ekki afrekað mikið aðalega haft það gott og borðað. Við braggabúarnir elduðum saman lambakjöt í gærkvöldi. Það heppnaðist mjög vel enda kryddað á íslensk/franska vísu. (Það er af Íslending með örlitlum afskiptum frá Frakka). Við náðum sem sagt öllu rollubragði úr kjötinu sem margir virtust óttast og aðalega þekkja lambakjöt fyrir. Í eftirrétt höfðum við svo bláberjaböku og stóreflis rjómatertu. Þessu var svo öllu skolað samviskusamlega niður með rauðvíni og bjór.
Við gerðum heiðarlega tilraun til að bjóða Japananum, sem er ný fluttur hingað í braggann, að borða eftirréttinn með okkur. Það gekk ágætlega framan af en okkur þótti hann heldur slappur að sjá. Svo þegar aðeins leið á kvöldið buðum við honum heimalagað þurkað selkjöt og vodka. Þá rauk hann á fætur og út úr eldhúsinu. Okkur leist nú ekkert á þetta og fórum að athuga með hann og fundum hann faðmandi postulínsskálina. En það voru nú skýringar á þessu öllu, hann var með flensu en sennilega verið of kurteis til að neita að fá sér kökur þegar við buðum honum og lyktin af selkjötinu farið með hann.
Ég er að spá í að kaupa mér nýja myndavél. Það eru eiginlega tvær sem koma til greina. Það eru Canon EOS 400D og Nikon D40X. Ef einhver hefur rökstudda (og tilfinningalausa :P) skoðun á málinu þá endilega gefið álit.
Kveðja Olgeir
Við gerðum heiðarlega tilraun til að bjóða Japananum, sem er ný fluttur hingað í braggann, að borða eftirréttinn með okkur. Það gekk ágætlega framan af en okkur þótti hann heldur slappur að sjá. Svo þegar aðeins leið á kvöldið buðum við honum heimalagað þurkað selkjöt og vodka. Þá rauk hann á fætur og út úr eldhúsinu. Okkur leist nú ekkert á þetta og fórum að athuga með hann og fundum hann faðmandi postulínsskálina. En það voru nú skýringar á þessu öllu, hann var með flensu en sennilega verið of kurteis til að neita að fá sér kökur þegar við buðum honum og lyktin af selkjötinu farið með hann.
Ég er að spá í að kaupa mér nýja myndavél. Það eru eiginlega tvær sem koma til greina. Það eru Canon EOS 400D og Nikon D40X. Ef einhver hefur rökstudda (og tilfinningalausa :P) skoðun á málinu þá endilega gefið álit.
Kveðja Olgeir
søndag 8. april 2007
Barentsburg
Best að byrja á því að óska öllum gleðilegra páska.
Ég skrapp til Barentsburgar í gær. Barentsburg er sovéskur kolanámubær hér aðeins utar á Ísfirðinum. Við fórum á þremur vélsleðum og gekk ferðin vel. Þetta eru um 60 km aðra leið. Meiri parturinn af leiðinni er stikaður frá fyrri tíð og það eru sko engar nútíma plast stikur, nei það eru stikur úr sovésku stáli sem hafa ekki látið á sjá í 50 ár.
Það er upplifun að koma til Barentsburgar eftir að hafa hýrst innanum timburkofa Norðmannanna. Í Barentsburg eru flest hús úr steinsteypu, múrsteini og með bárujárn á þökum. Allt timburverk er meira og minna útskorið eða útsagað í flúr. Þessi hús eru enginn smá smíði, upp á 3-5 hæðir. Bærinn byrjaði að byggjast um 1932. Sennilega hefur mesti uppgangurinn verið milli 1970 og 1990. Barentsburg hafði á tímabili 3000 íbúa (í það minnsta húsnæði fyrir 3000) en eru ekki nema um 300 til 800 núna (fer eftir heimildum). Ég hef grun um að húsum og öðru hafi ekki verið mikið haldið við síðustu 15 árin. En miðað við það eru þau í frábæru standi og verið mjög góð að upplagi.
Á mörgum húsanna eru myndir, stórar málaðar myndir af hraustum, ánægðum og lífsglöðum verkamönnum. Á einum gaflinum var málað stórt kort af Svalbarða og öðrum var 30fm sumar mynd úr skógi. Og að sjálfsögðu er stór stytta af Lenín á torginu. Mjög fallegt.
Þetta virðast hafa verið miklir smiðir þarna á ferðinni og haft tíma til að leyfa sér að flúra. Þarna er mikið smíðað úr stáli og þeir hafa aðeins leyft sér að skreyta um leið í flestum hlutum.
Það er svolítið sorglegt að sjá hvernig allir þessir hlutir fara eftir að sovéska heimsveldinu var kippt úr sambandi, sjá hvernig verðmætir hlutir grotna og eyðileggjast. Þetta er svona eins og bál sem er að deyja út.
Það er nokkuð ljóst að ég verð að koma þarna bráðlega aftur og gefa mér betri tíma í myndatökur og skoðanir.
Á heimleiðinni komum við svo við í Colesbukta sem er yfirgefin sovésk höfn. Þar var skipað út kolum frá Grumantbyen. Þetta lagðist af um 1964 hef ég heyrt. En húsin standa nokkuð vel ennþá.
Ég set inn nokkrar myndir úr túrnum.
Á eftir ætlum við að elda lambakjöt í tilefni páskanna. En það er svo merkilegt, alltént miðað við úrvalið í búðinni hér, þá virðast Norðmenn ekki vera sjálfbjarga um kjöt. Eina lambakjötið sem er á boðstólnum hér er nýsjálenskt, nautakjötið er að mestu frá Brasilíu og svínakjötið danskt.
Kveðja Olgeir
Ég skrapp til Barentsburgar í gær. Barentsburg er sovéskur kolanámubær hér aðeins utar á Ísfirðinum. Við fórum á þremur vélsleðum og gekk ferðin vel. Þetta eru um 60 km aðra leið. Meiri parturinn af leiðinni er stikaður frá fyrri tíð og það eru sko engar nútíma plast stikur, nei það eru stikur úr sovésku stáli sem hafa ekki látið á sjá í 50 ár.
Það er upplifun að koma til Barentsburgar eftir að hafa hýrst innanum timburkofa Norðmannanna. Í Barentsburg eru flest hús úr steinsteypu, múrsteini og með bárujárn á þökum. Allt timburverk er meira og minna útskorið eða útsagað í flúr. Þessi hús eru enginn smá smíði, upp á 3-5 hæðir. Bærinn byrjaði að byggjast um 1932. Sennilega hefur mesti uppgangurinn verið milli 1970 og 1990. Barentsburg hafði á tímabili 3000 íbúa (í það minnsta húsnæði fyrir 3000) en eru ekki nema um 300 til 800 núna (fer eftir heimildum). Ég hef grun um að húsum og öðru hafi ekki verið mikið haldið við síðustu 15 árin. En miðað við það eru þau í frábæru standi og verið mjög góð að upplagi.
Á mörgum húsanna eru myndir, stórar málaðar myndir af hraustum, ánægðum og lífsglöðum verkamönnum. Á einum gaflinum var málað stórt kort af Svalbarða og öðrum var 30fm sumar mynd úr skógi. Og að sjálfsögðu er stór stytta af Lenín á torginu. Mjög fallegt.
Þetta virðast hafa verið miklir smiðir þarna á ferðinni og haft tíma til að leyfa sér að flúra. Þarna er mikið smíðað úr stáli og þeir hafa aðeins leyft sér að skreyta um leið í flestum hlutum.
Það er svolítið sorglegt að sjá hvernig allir þessir hlutir fara eftir að sovéska heimsveldinu var kippt úr sambandi, sjá hvernig verðmætir hlutir grotna og eyðileggjast. Þetta er svona eins og bál sem er að deyja út.
Það er nokkuð ljóst að ég verð að koma þarna bráðlega aftur og gefa mér betri tíma í myndatökur og skoðanir.
Á heimleiðinni komum við svo við í Colesbukta sem er yfirgefin sovésk höfn. Þar var skipað út kolum frá Grumantbyen. Þetta lagðist af um 1964 hef ég heyrt. En húsin standa nokkuð vel ennþá.
Ég set inn nokkrar myndir úr túrnum.
Á eftir ætlum við að elda lambakjöt í tilefni páskanna. En það er svo merkilegt, alltént miðað við úrvalið í búðinni hér, þá virðast Norðmenn ekki vera sjálfbjarga um kjöt. Eina lambakjötið sem er á boðstólnum hér er nýsjálenskt, nautakjötið er að mestu frá Brasilíu og svínakjötið danskt.
Kveðja Olgeir
onsdag 4. april 2007
Sleðatúr
Við héldum upp á afmælið mitt í gær. Ég bakaði smávegis og keypti smá bjór. Svo fyrir einskæra tilviljun dreif Pierre mig með sér upp á skotsvæði um klukkan fimm í gær að skjóta. Það var mjög gaman og riffillinn virkaði mjög vel og setti vel. Við komum svo til baka um klukkan 7. Þá var fólkið hér á hæðinni búið að skreyta eldhúsið og baka fleiri kökur. Þetta var svolítið gaman og kom mér nokkuð á óvart. Við átum svo kökur og drukkum bjór fram undir miðnætti. Mjög fín veisla.
Í dag fórum við sleðaeigendurnir í Bragga 3 í vélsleðatúr. Við fórum á þremur sleðum. Ragga forfallaðist reyndar strax í byrjun. Hún var svo aum í rófubeininu eftir sleðabyltur síðustu viku að hún treysti sér ekki til að sitja á sleðanum svona langt.
Við keyrðum inn Adventdalen, upp Helvetidalen, niður De Geerdalen, að Hyperitfossen, sáum yfir Sassen Fjorden, keyrðum svo upp Wimandalen, yfir Knorringbreen, niður Hanaskogdalen og þaðan aftur inn í Adventdalen. Þetta var fínn túr, um 85km í fjölbreytu landslagi. Þetta gekk vel að mestu. Ég festi að vísu sleðann einu sinni. Þá lögðum við af stað niður vitlaust gil og þurftum að snúa við. Ég var ekki alveg nógu ákveðinn og spólaði mig niður. Það kostaði svolítinn gröft en bjargaðist allt. Svo fundum við rétta gilið. Þetta er fyrsti almennilegi túrinn sem ég fer í á sleðanum. Hann kom bara ágætlega út þrátt fyrir að vera slitinn og þreyttur. Aftur fjöðrunin er að vísu í stífari kantinum, þarf að prófa að slaka á henni. Ég setti inn örfár myndir úr þessum túr. Einnig myndir úr afmælinu.
Kveðja Olgeir
Í dag fórum við sleðaeigendurnir í Bragga 3 í vélsleðatúr. Við fórum á þremur sleðum. Ragga forfallaðist reyndar strax í byrjun. Hún var svo aum í rófubeininu eftir sleðabyltur síðustu viku að hún treysti sér ekki til að sitja á sleðanum svona langt.
Við keyrðum inn Adventdalen, upp Helvetidalen, niður De Geerdalen, að Hyperitfossen, sáum yfir Sassen Fjorden, keyrðum svo upp Wimandalen, yfir Knorringbreen, niður Hanaskogdalen og þaðan aftur inn í Adventdalen. Þetta var fínn túr, um 85km í fjölbreytu landslagi. Þetta gekk vel að mestu. Ég festi að vísu sleðann einu sinni. Þá lögðum við af stað niður vitlaust gil og þurftum að snúa við. Ég var ekki alveg nógu ákveðinn og spólaði mig niður. Það kostaði svolítinn gröft en bjargaðist allt. Svo fundum við rétta gilið. Þetta er fyrsti almennilegi túrinn sem ég fer í á sleðanum. Hann kom bara ágætlega út þrátt fyrir að vera slitinn og þreyttur. Aftur fjöðrunin er að vísu í stífari kantinum, þarf að prófa að slaka á henni. Ég setti inn örfár myndir úr þessum túr. Einnig myndir úr afmælinu.
Kveðja Olgeir
tirsdag 3. april 2007
Gamlir sleðar gamlar konur
Einhvern tímann í vetur setti ég inn mynd af tveimur gömlum vélsleðum er stóðu hérna rétt fyrir ofan. Þetta eru tveir Arcticat svona um 1980 módel. Þeim virtist og hefur verið lagt þarna fyrir fjöldamörgum árum og pakkað í segl. Seglið var orðið morkið og ég hafði ekki trú á öðru en dagar þessara sleða væru taldir. Fyrir nokkrum dögum birtist gömul kona, í gömlum fötum, og byrjaði að moka frá þessum sleðum og sýsla í þeim. Svo sá ég áðan að hún var búinn að koma öðrum þeirra í gang. Ég átti leið þarna framhjá áðan og þá var hún búinn að festa sleðann. Ég stökk til og hjálpaði henni að losa hann og hlaut ,, þúsund þakkir" fyrir. Svo sá ég eftir henni í átt til jökla. Þetta var svolítið merkilegt. Allur útbúnaður hennar var frá svipuðum tíma og sleðarnir og jafn máður og þeir.
Ég setti inn myndir af skriðunni áðan og einnig af snjóflóði við Longyearjökulinn. Svo nokkrar af gömlum kolanámuleifum hér út með firðinum.
En jæja, best að klára kökugerðina fyrir afmælið í kvöld.
Kv. Olgeir
Ég setti inn myndir af skriðunni áðan og einnig af snjóflóði við Longyearjökulinn. Svo nokkrar af gömlum kolanámuleifum hér út með firðinum.
En jæja, best að klára kökugerðina fyrir afmælið í kvöld.
Kv. Olgeir
8:36
Klukkan 8:36 í morgun vaknaði ég við hljóð er líktist því helst að þota væri að fljúga hér niður Longyeardalinn. Ég leit út um gluggan og skymaði upp. Þá hafði stór klettur brottnað út Næss fjellet hér beint á móti og beint fyrir ofan Sverdrupbyen. Þetta var töluverð skriða með reyk og ryki. Ragga var rétt kominn út og sá þetta frá byrjun. Ég rétt náði mynd af restinni af rykinu. Set hana inn seinna í dag.
Í gær skrapp ég hér upp á Longyearjökulinn og kíkti á nokkur snjóflóð sem féllu í síðustu viku. Þetta eru heljarinnar flóð og greinilegt að maður þarfa að hafa hugan við veður og aðstæður. Einu af þessum flóðum kom skíðamaður af stað enn hann slapp sjálfur. Hann lét aftur á móti ekki vita af sér né flóðinu þannig að byrjað var að leita í því vegna skíðafara sem sáust inn í það.
Í gær skrapp ég líka út með firðinum að kíkja á tvö gömul kolaþorp. Skemmtilegar mynjar þar. Ég sá spor sem auðvelt var að ímynda sér að væru ísbjarnar spor. Þau voru stór og lágu frá sjónum og upp að kofa. En kannski var þetta eitthvað annað.
En núna er best að fara og athuga hvernig er að vera vélsleðaökumaður á fertugsaldri.
Kveðja Olgeir
Í gær skrapp ég hér upp á Longyearjökulinn og kíkti á nokkur snjóflóð sem féllu í síðustu viku. Þetta eru heljarinnar flóð og greinilegt að maður þarfa að hafa hugan við veður og aðstæður. Einu af þessum flóðum kom skíðamaður af stað enn hann slapp sjálfur. Hann lét aftur á móti ekki vita af sér né flóðinu þannig að byrjað var að leita í því vegna skíðafara sem sáust inn í það.
Í gær skrapp ég líka út með firðinum að kíkja á tvö gömul kolaþorp. Skemmtilegar mynjar þar. Ég sá spor sem auðvelt var að ímynda sér að væru ísbjarnar spor. Þau voru stór og lágu frá sjónum og upp að kofa. En kannski var þetta eitthvað annað.
En núna er best að fara og athuga hvernig er að vera vélsleðaökumaður á fertugsaldri.
Kveðja Olgeir
Árnadaróskir
Til hamingju med fermingardaginn ykkar thann 1. apríl Una Hrefna, Tryggvi og Kristófer.
Til hamingju med afmælisdaginn í gær Inga mín :)
og svo eru thad afmælisbørn dagsins í dag:
Til hamingju amma Erla :)
sídast en ekki síst Olli minn :D Thad er ekki á hverjum degi sem fólk verdur 30 ára ;)
Klemme og kysse til ykkar allra,
Ragga
Til hamingju med afmælisdaginn í gær Inga mín :)
og svo eru thad afmælisbørn dagsins í dag:
Til hamingju amma Erla :)
sídast en ekki síst Olli minn :D Thad er ekki á hverjum degi sem fólk verdur 30 ára ;)
Klemme og kysse til ykkar allra,
Ragga
søndag 1. april 2007
Fallegt veður
Nú er fallegt veður, sól í heiði, og okkur langar út. En það er -20°c og vindur þannig að maður hefur það bara gott innandyra í dag. Maður sér myndir frá öðrum löndum og þar virðist vera komið vor. Ég held að vorið sé ekki handan við hornið hér. Að vísu er orðið bjart til 10 eða 11 á kvöldin og það verður reyndar aldrei alveg dimmt á nóttinni nú orðið. Samkvæmt dagatalinu verður ekki nótt eftir 2. apríl og miðnætursól frá 19. apríl.
Það var svolítið dýralíf fyrir utan eldhúsgluggan okkar í dag. Þrjár rjúpur og sex hreindýr. Lífið er nú sennilega orðið svolítið hart hjá þeim núna. Klakalag og snjór svo að erfitt er að kroppa. Um síðustu helgi rákumst við á hreindýr hér fyrir ofan sem sennilega lá fyrir dauðanum. Það hreyfðis sig varla þó maður labbaði alveg að því og virtist slappt. Mér datt í hug að senda því kúlu en það er ekki víst að sýslumaðurinn hefði haft skilning á því.
Ég er sem sagt kominn heim frá Svea og verð í frí næstu tvær vikur. Ég ætla að reyna að hreyfa mig eitthvað, labba og brúka sleðann.
En núna helst ég ekki lengur við hér við tölvuna vegna gólfkulda.
Kveðja Olgeir
Það var svolítið dýralíf fyrir utan eldhúsgluggan okkar í dag. Þrjár rjúpur og sex hreindýr. Lífið er nú sennilega orðið svolítið hart hjá þeim núna. Klakalag og snjór svo að erfitt er að kroppa. Um síðustu helgi rákumst við á hreindýr hér fyrir ofan sem sennilega lá fyrir dauðanum. Það hreyfðis sig varla þó maður labbaði alveg að því og virtist slappt. Mér datt í hug að senda því kúlu en það er ekki víst að sýslumaðurinn hefði haft skilning á því.
Ég er sem sagt kominn heim frá Svea og verð í frí næstu tvær vikur. Ég ætla að reyna að hreyfa mig eitthvað, labba og brúka sleðann.
En núna helst ég ekki lengur við hér við tölvuna vegna gólfkulda.
Kveðja Olgeir
Abonner på:
Innlegg (Atom)