torsdag 12. april 2007

Svona bara

Hún Lilja Sóley frænka mín á afmæli í dag. Hún er fimm ára í dag. Hamingju óskir frá okkur Olgeiri og Röggu Lilja mín.

Finnar eru jafn skrýtnasta fólk sem ég hef kynnst. Hef ég minnst á það áður ?

Eftir að hafa lesið dóma, á netinu, um myndavélar í nokkra daga, komst ég ekki að niðurstöðu um hvaða vél væri best að kaupa. En ég komst að niðurstöðu með hvaða vél fylgdi besta linsan fyrir mig. Þannig að ég fór áðan og keypti mér fína myndavél. Ég er búinn að prófa hana, taka nokkrar myndir. Þær eru hreint út sagt frábærar, litir og skýrleiki. Ég er ánægður. Ég ætla að halda áfram að taka myndir af einhverju sem er langt í burtu :)

Kveðja Olgeir

2 kommentarer:

Anonym sa...

Og hvað varð fyrir valinu? Einn voða forvitinn sem ætlar að flytja í nýtt hús föstudaginn 13.
kv. Haukur

Anonym sa...

Sæll
Til hamingju með að flytja í dag. Ég var nr: 13 í sveinsprófinu á sínum tíma og gekk bara vel.
Nikon D-80 með 18-135mm linsu og auka 400 blitz flassi varð fyrir valinu. Ég er búinn að taka nokkrar myndir og þær koma mjög vel út.
Það er verst að það er slydda núna svo ég tími ekki að fara út með hana í göngutúr :)
Kv. Olgeir