mandag 16. april 2007

Smá snjóflóð

Rétt áðan kom smá snjóskriða hérna niður fjallshlíðina fyrir ofan okkur. Við vorum ný komin út er við heyrðum þyt eða gný og litum upp. Þá var partur af einni hengjunni á leiðinni niður. Þetta var nokkuð töff og tók ótrúlega langan tíma að skila sér niður brekkuna, sennilegqa 20-30 sekúndur. Þótt þetta hafi verið lítið brot úr hengju þá var þetta orðið nokkuð breitt er það stoppaði. Að sjálfsögðu var ég ekki með myndavélina á mér, ég hefði haft tíma til að kveikja á henni og smella af. En ég set inn myndir af verksummerkjum.

Helgin er búin að vera nokkuð viðburðarrík. Í gærkvöldi útbjuggum við útigrill og grilluðum hvalborgara (hamborgarar úr hvalkjöti) og banana. Ansi skemmtilegt og minnti mann á sumarið þrátt fyrir töluverða snjókomu.

Á laugardaginn skruppum við sleðavæddu braggabúarnir inn í Björndalen að kíkja á ,,hyttu" það er skála sem UNIS á þar. Þetta er fínn skáli og fallegt umhverfi. Meðal annars var ágætur hreindýrahópur í færi við skálann. Á leiðinni heim komum við við á skotsvæðinu og æfðum svolitla riffil skotfimi með Mauserunum. Ég er alltaf að verða ánægðari og ánægðari með riffilinn, setur mjög vel. Á leiðinni heim tókum við smá lykkju upp á Longyearbreen svona til að fá útrás fyrir hraðann. Kvöldið var svo rólegt hjá mér en Ragga skellti sér aðeins á Huset með stelpunum og bróðir Laurel sem var í heimsókn.

Ég mætti aftur í vinnuna í morgun eftir fríið mitt. Það var ágætt að koma aftur og byrja að vinna þrátt fyrir að maður hafi nú ekkert verið voðalega vel stemdur fyrir það. Fínt að vera í fríi. Í fyrramálið flýg ég svo til Svea og verð að vinna þar út vikuna. Smjatt smjatt gott að borða í Svea.

Ragga er að fara í felt ferð á morgun. Hún fer til aðal heimkynna ísbjarnanna það er á austurströndina. Nánar tiltekið í Mohnbukta í Storfjörden. Þetta á að sleppa sem dagstúr, gæti orðið langur dagur. Þau fara á vélsleðum og er þetta um 180km túr. Þau eru að fara að taka dýrasvifssýni, að venju, og gera það gegnum vök á hafísnum.

En jæja, ég læt þetta nægja frá mér í bili. Ég set kannski inn nokkrar myndir.

Kveðja Olgeir

Ingen kommentarer: