onsdag 25. april 2007

Misheppnaðar aðgerðir og prjónaskapur

Það er allt frekar rólegt hérna á norðurslóðum. Svo virðist sem ég þurfi að halda fyrirlestur um verkefnið mitt á svokölluðu "lunch seminar". Það er fyrirlestraröð þar sem fólk innan UNIS heldur erindi um það sem það er að fást við frá degi til dags. Vonandi verð ég bara komin með einhverjar niðurstöður þegar röðin kemur að mér :P hehe..

Laurel (kaliforníubúinn sem býr með okkur) fór á mánudaginn til Tromsö til að fara í aðgerð á löppinni sem hún braut í desember á síðasta ári. Aðgerðin átti að vera í gær en henni var frestað vegna einhvers vesens með borinn!?! Heillandi.. Aðgerðin var svo framkvæmd í morgun en ekki vildi betur til en svo að eitthvað klikkaði svo hún þarf að fara í aðra aðgerð á föstudaginn.

Áðan varð ég fyrir prjónakennslu. Nokkuð merkilegt það en þannig var mál að vexti að strákurinn sem Olli keypti sleðann af er að vinna hjá Svalbard wildlife service. Þar vinnur hann með norskri stelpu sem er að prjóna lopapeysu eftir íslenskri uppskrift (og úr íslenskum lopa). Hún lenti í basli með að prjónana og sagði í gríni við þennan vinnufélaga sinn hvort hann þekkti ekki einhverja Íslendinga á Svalbarða. Hann mundi eftir okkur frá sleðasölunni en var samt ekki alveg viss hvort hann ætti að þora að hringja ef sleðinn skyldi ekki hafa lifað lengur en söludaginn. Á endanum hrindi hann þó í Olla sem gaf þeim númerið hjá mér og stelpan hringdi svo í mig í morgun. Við mæltum okkur mót á Fruen sem er kaffihúsið á Svalbarða :) og ég hjálpaði henni að setja ermarnar á bolinn. Gaman að því. Hún ætlar svo að kíkja við hjá mér á morgun ef munstrið gengur ekki vel.

..og meira af prjónaskap.. Eitthvað frétti ég af ofurskírnarkjól sem var prjónaður á mettíma af mömmu, ömmu, Hönnu Siggu, Lailu og Erlu. Til hamingju með skírnina og guttann og allt Erla og Birgir :) Það væri ekki verra ef hægt væri að sjá myndir af herlegheitunum ;)

Jæja, best að fara að koma sér í bælið..

kv
Ragga

2 kommentarer:

stellagella sa...

hahahah hverjar eru líkurnar að hitta akkúrat á Íslending sem actually KANN að prjóna lopapeysu híhíhí... ég held að ég hefði nú bara gert illt verra og ég held ekkert um það sem ég veit ;p

Annars bið ég bara að heilsa ykkur!

Anonym sa...

Hehehe ég tek undir með Stellu :D

Annars bara ofboðslegt stuð hérna heima, próf og ritgerðir og endalaus hamingja!

Og hjólakeppnin er að byrja aftur. Góðar minningar :)

Hade bra.