Nú er fallegt veður, sól í heiði, og okkur langar út. En það er -20°c og vindur þannig að maður hefur það bara gott innandyra í dag. Maður sér myndir frá öðrum löndum og þar virðist vera komið vor. Ég held að vorið sé ekki handan við hornið hér. Að vísu er orðið bjart til 10 eða 11 á kvöldin og það verður reyndar aldrei alveg dimmt á nóttinni nú orðið. Samkvæmt dagatalinu verður ekki nótt eftir 2. apríl og miðnætursól frá 19. apríl.
Það var svolítið dýralíf fyrir utan eldhúsgluggan okkar í dag. Þrjár rjúpur og sex hreindýr. Lífið er nú sennilega orðið svolítið hart hjá þeim núna. Klakalag og snjór svo að erfitt er að kroppa. Um síðustu helgi rákumst við á hreindýr hér fyrir ofan sem sennilega lá fyrir dauðanum. Það hreyfðis sig varla þó maður labbaði alveg að því og virtist slappt. Mér datt í hug að senda því kúlu en það er ekki víst að sýslumaðurinn hefði haft skilning á því.
Ég er sem sagt kominn heim frá Svea og verð í frí næstu tvær vikur. Ég ætla að reyna að hreyfa mig eitthvað, labba og brúka sleðann.
En núna helst ég ekki lengur við hér við tölvuna vegna gólfkulda.
Kveðja Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar