onsdag 18. april 2007

Það er miðvikudagur og lífið gengur sinn gang..

Ég komst heil heim úr feltinu í gær. Það var prýðilegt veður og hefði ekki geta verið betra, -15°C, logn og sól. Leiðin var frekar auðveld sem betur fer. Það var bara á einum stað þar sem maður þurfti að beita sér e-ð að ráði en það var þegar við vorum að fara upp á jökulgarðinn fyrir framan Nordmannsfonna. Það slapp samt allt til ;) Þegar við komum í Mohnbukta, þar sem við tókum sýnin, sáum við yfir til Barentsöya. Það er fyrsta eyjan sem ég sé af Svalbarða fyrir utan Spitsbergen en allt í allt eru þær frekar margar.

Við sáum enga ísbirni og ekki einu sinni slóð eftir þá sem er mjög óvenjulegt fyrir þetta svæði. Snjórinn var frekar þykkur á ísnum og ísinn var ekki síður þykkur sem var ekki að auðvelda vinnuna. Það tók næstum 2 tíma að komast niður úr honum og síðasta bitanum þurftum við að kippa upp með vélsleða.

Sýnatakan gekk vel og náðust öll sýni í hús. Það er meira að segja Pseudocalanus í þeim þannig að þetta var ekki farið til einskis. Húrra fyrir því :) Eftir sem áður notuðum við vélsleða til að draga háfinn upp og gekk það bara mjög vel. Claudia tók svo lifandi sýni fyrir sig og komust kvikindin lifandi í hús. Til þess að það gangi upp þarf að setja þau á hitabrúsa og vona svo hið besta.

Svo virðist í augnablikinu sem við Olli séum á leiðinni til USA (eða US and A eins og Borat sagði..) í júlí. Það er löng saga hvernig það kom til en meiningin er sem sagt að ég heimsæki rannsóknastofu Ann Bucklin í Connecticut. Þetta er bara á teikniborðinu ennþá en ef af verður þá er það eflaust mjög gagnlegt. Áætluð dvöl er einn mánuður nema annað komi í ljós.

Ég set svo inn nokkrar myndir úr feltinu (sem nú er formlega lokið..í bili).

Kveðja,
Ragga

1 kommentar:

Unknown sa...

Sæl dúllurnar mína
það er bjart og gott veður hér heima
sólin skín í heiði og það er
sumardagurinn fyrsti
ég vild bara óska ykkur gleðilegs
sumars
kv
mamma