Við héldum upp á afmælið mitt í gær. Ég bakaði smávegis og keypti smá bjór. Svo fyrir einskæra tilviljun dreif Pierre mig með sér upp á skotsvæði um klukkan fimm í gær að skjóta. Það var mjög gaman og riffillinn virkaði mjög vel og setti vel. Við komum svo til baka um klukkan 7. Þá var fólkið hér á hæðinni búið að skreyta eldhúsið og baka fleiri kökur. Þetta var svolítið gaman og kom mér nokkuð á óvart. Við átum svo kökur og drukkum bjór fram undir miðnætti. Mjög fín veisla.
Í dag fórum við sleðaeigendurnir í Bragga 3 í vélsleðatúr. Við fórum á þremur sleðum. Ragga forfallaðist reyndar strax í byrjun. Hún var svo aum í rófubeininu eftir sleðabyltur síðustu viku að hún treysti sér ekki til að sitja á sleðanum svona langt.
Við keyrðum inn Adventdalen, upp Helvetidalen, niður De Geerdalen, að Hyperitfossen, sáum yfir Sassen Fjorden, keyrðum svo upp Wimandalen, yfir Knorringbreen, niður Hanaskogdalen og þaðan aftur inn í Adventdalen. Þetta var fínn túr, um 85km í fjölbreytu landslagi. Þetta gekk vel að mestu. Ég festi að vísu sleðann einu sinni. Þá lögðum við af stað niður vitlaust gil og þurftum að snúa við. Ég var ekki alveg nógu ákveðinn og spólaði mig niður. Það kostaði svolítinn gröft en bjargaðist allt. Svo fundum við rétta gilið. Þetta er fyrsti almennilegi túrinn sem ég fer í á sleðanum. Hann kom bara ágætlega út þrátt fyrir að vera slitinn og þreyttur. Aftur fjöðrunin er að vísu í stífari kantinum, þarf að prófa að slaka á henni. Ég setti inn örfár myndir úr þessum túr. Einnig myndir úr afmælinu.
Kveðja Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
2 kommentarer:
Sæl elsku Ragga mín! Alltaf er nú jafn gaman að lesa fréttir og skoða myndir af ykkur. Hafið það sem allra best :* Páskakveðjur, Hildur og co.
Gleðilega páska!! :)
Legg inn en kommentar