tirsdag 3. april 2007

Gamlir sleðar gamlar konur

Einhvern tímann í vetur setti ég inn mynd af tveimur gömlum vélsleðum er stóðu hérna rétt fyrir ofan. Þetta eru tveir Arcticat svona um 1980 módel. Þeim virtist og hefur verið lagt þarna fyrir fjöldamörgum árum og pakkað í segl. Seglið var orðið morkið og ég hafði ekki trú á öðru en dagar þessara sleða væru taldir. Fyrir nokkrum dögum birtist gömul kona, í gömlum fötum, og byrjaði að moka frá þessum sleðum og sýsla í þeim. Svo sá ég áðan að hún var búinn að koma öðrum þeirra í gang. Ég átti leið þarna framhjá áðan og þá var hún búinn að festa sleðann. Ég stökk til og hjálpaði henni að losa hann og hlaut ,, þúsund þakkir" fyrir. Svo sá ég eftir henni í átt til jökla. Þetta var svolítið merkilegt. Allur útbúnaður hennar var frá svipuðum tíma og sleðarnir og jafn máður og þeir.

Ég setti inn myndir af skriðunni áðan og einnig af snjóflóði við Longyearjökulinn. Svo nokkrar af gömlum kolanámuleifum hér út með firðinum.

En jæja, best að klára kökugerðina fyrir afmælið í kvöld.

Kv. Olgeir

2 kommentarer:

Anonym sa...

hæhæ frændi.
Til hamingju með 30. ára afmælið c",)
Kveðjur úr Fannafold 141

Anonym sa...

Takk fyrir það :)

Olgeir