mandag 9. april 2007

Myndavélar og páskar

Jæja núna eru páskarnir að líða. Ég hef nú ekki afrekað mikið aðalega haft það gott og borðað. Við braggabúarnir elduðum saman lambakjöt í gærkvöldi. Það heppnaðist mjög vel enda kryddað á íslensk/franska vísu. (Það er af Íslending með örlitlum afskiptum frá Frakka). Við náðum sem sagt öllu rollubragði úr kjötinu sem margir virtust óttast og aðalega þekkja lambakjöt fyrir. Í eftirrétt höfðum við svo bláberjaböku og stóreflis rjómatertu. Þessu var svo öllu skolað samviskusamlega niður með rauðvíni og bjór.
Við gerðum heiðarlega tilraun til að bjóða Japananum, sem er ný fluttur hingað í braggann, að borða eftirréttinn með okkur. Það gekk ágætlega framan af en okkur þótti hann heldur slappur að sjá. Svo þegar aðeins leið á kvöldið buðum við honum heimalagað þurkað selkjöt og vodka. Þá rauk hann á fætur og út úr eldhúsinu. Okkur leist nú ekkert á þetta og fórum að athuga með hann og fundum hann faðmandi postulínsskálina. En það voru nú skýringar á þessu öllu, hann var með flensu en sennilega verið of kurteis til að neita að fá sér kökur þegar við buðum honum og lyktin af selkjötinu farið með hann.

Ég er að spá í að kaupa mér nýja myndavél. Það eru eiginlega tvær sem koma til greina. Það eru Canon EOS 400D og Nikon D40X. Ef einhver hefur rökstudda (og tilfinningalausa :P) skoðun á málinu þá endilega gefið álit.

Kveðja Olgeir

3 kommentarer:

Anonym sa...

http://www.dpreview.com/ skoðaðu bara dómana um þær á þessari síðu. Ég veit ekki hvað er hægt að fá af linsum við Nikon vélina en síðast þegar ég vissi var hægt að fá um 60 gerðir af linsum frá Canon og svo einhvern helling frá framleiðendum sem framleiða linsur á Canon. Annars eru þetta örugglega hvorttveggja góðar vélar.

kv.Haukur sem er hæst ánægður með Canon vélina sína

Anonym sa...

http://www.ormsson.is/default.asp?content=netverslun&vId=6&vara=1269
Svo er ég svolítið heitur fyrir Nikon D80 hún fæst hér með 18-135mm linsu og SB-400 flassi á 88000ísk. Canon EOS-400D með 18-55 eer á um 66000ísk.
Þetta eru miklar vangaveltur.
Kveðja Olgeir

Unknown sa...

Svo er það líka Pentax K10D, hún virkar mjög spennandi, vatns,sand og veður held. Eini gallinn að hún er ekki til í búðinni hér á Barðanum. Kosturinn að kaupa hér er að þetta er allt tollfrjálst. (maður vísu borgar það til baka í óheyrilega háu matarverði)