tirsdag 3. april 2007

8:36

Klukkan 8:36 í morgun vaknaði ég við hljóð er líktist því helst að þota væri að fljúga hér niður Longyeardalinn. Ég leit út um gluggan og skymaði upp. Þá hafði stór klettur brottnað út Næss fjellet hér beint á móti og beint fyrir ofan Sverdrupbyen. Þetta var töluverð skriða með reyk og ryki. Ragga var rétt kominn út og sá þetta frá byrjun. Ég rétt náði mynd af restinni af rykinu. Set hana inn seinna í dag.

Í gær skrapp ég hér upp á Longyearjökulinn og kíkti á nokkur snjóflóð sem féllu í síðustu viku. Þetta eru heljarinnar flóð og greinilegt að maður þarfa að hafa hugan við veður og aðstæður. Einu af þessum flóðum kom skíðamaður af stað enn hann slapp sjálfur. Hann lét aftur á móti ekki vita af sér né flóðinu þannig að byrjað var að leita í því vegna skíðafara sem sáust inn í það.

Í gær skrapp ég líka út með firðinum að kíkja á tvö gömul kolaþorp. Skemmtilegar mynjar þar. Ég sá spor sem auðvelt var að ímynda sér að væru ísbjarnar spor. Þau voru stór og lágu frá sjónum og upp að kofa. En kannski var þetta eitthvað annað.

En núna er best að fara og athuga hvernig er að vera vélsleðaökumaður á fertugsaldri.

Kveðja Olgeir

2 kommentarer:

Anonym sa...

Til hamingju með afmælið um daginn Olli...
Kveðja héðan frá Íslandi núna (páskafrí) Benni

Unknown sa...

Takk fyrir það Benni. (afmælið er sko í dag, þannig að ef einhver er á ferðinni hér á Barðanum þá eru til kökur)