onsdag 28. februar 2007

Túpur

Hér er hægt að fá allt í túpum, kavíar, makríl, mysing, mæjones, ost, öðruvísi ost, sultu, súkkulaði, skinku, beikon, lifrakæfu, lax, en og aftur en það er ekki hægt að fá heitan mat í túpu. Þar þurfa norðmenn að herða sig. Ég held að þessi túpu menning helgist af öllu þessu nesti, eða ,,matpakke" eins og þeir kalla það hérna. Hér eru allir með nesti í hádeginu, brauð og álegg. Ég held að mötuneyti á vinnustöðum séu ekki mjög algeng. En túpur eru þæginlegar fyrir þá sem nenna ekki að smyrja á kvöldin, maður tekur bara hálft brauð og eina túpu með sér og þá er maður góður. (En mikið djöfull getur maður orðið leiður á brauði og að sama skapi hugsað vel til mötuneytis Orkuveitunnar)

Kveðjur á túpu
Olgeir

tirsdag 27. februar 2007

Veður

Loksins kom veður. Undanfarnar vikur hefur ekki verið neitt veður hér, einungis frost um -10°c, andavari og heiðskýrt, alltaf eins. Ég var farin að hallast að því að þessar veðurhörkur á heimskautasvæðunum væru eitthvað orðum auknar. En í morgun var komin stórhríð og rok og hefur staðið meira og minna í allan dag. Nátturlega ekkert miðað við Íslenska stórhríð, kannski svona 15 m/s í vind og snjókoma.

Þetta veður hitti að sjálfsögðu akkurat á daginn sem Ragga átti að fljúga til Tromsö. Í morgun leyst okkur ekkert á að það yrði flogið en svo rofaði aðeins til og allar flugáætlanir stóðust þannig að Ragga komst á leiðarenda. Vona bara að hún komist til baka :)

Sökum þessa veðurs var ég að vinna inni í dag. Ég var að setja upp ofna í nýju flugstöðinni. Mjög góð tilbreyting frá útivinnunni og maður er nánast úthvíldur eftir daginn. Útivinnan er svo sem ágæt en kannski ekki alveg drauma staðan. Ég kem mér í eitthvað betra eða sem hæfir minni kunnáttu betur þegar ég verð orðin betri í norskunni.

Ég notaði þetta fína veður til að skipta um rafgeymi í sleðanum áðan. (það er nefnilega ekki nema -6°c núna) Núna startar hann eðlilega. Það er svolítið þungt að draga þessi 700cc í gang með spotanum.

En jæja, látum þetta nægja í bili.

Kveðja
Olgeir

mandag 26. februar 2007

Fólk..

Lengst af höfum við bara verið 6 í öllu húsin (sem tekur 24 í herbergi). En núna um helgina bættist við heill tæknifræðibekkur frá Þrándheimi... og husið er algerlega fullt. Maður getur ekki lengur hreyft sig án þess að rekast á fólk.. fuss.. Við Laurel erum einu stelpurnar og allir þessir strákar virðast eiga 15 pör af skíðum hver og 20 pör af skóm og guð veit hvað. Það er sem sagt allt út um allt hérna og eldhúsið er eins og eftir loftárás. Það er bót í máli að þeir verða bara í mánuð hérna. Maður verður bara að þrauka :p

Sem betur fer var okkur boðið í mat núna í kvöld svo við þurfum ekki að elda innan um hina 10 :p

Kveðja,
Ragga

søndag 25. februar 2007

Sunnudagur í íshelli

Við Olli skruppum upp á Longyearbreen í dag á nýja sleðanum okkar. Ég hélt reyndar að ég gæti ekki setið meira á sleða í bili þar sem hendurnar á mér eru allar harðsperraðar í klessu, en ef manni býðst að fara í íshelli þá lætur maður svoleiðis smámuni ekki stoppa sig. Við fórum sem sagt í 10 manna hópi upp á jökulinn og byrjuðum á því að leita að opinu á hellinum. Það tók smá stund en á endanum fannst hann. Við vorum svo 8 sem fórum ofan í hellinn en Laurel, sem er enn fótbrotin, og Olli stóðu ísbjarnavaktina fyrir utan á meðan.

Ég hef aldrei farið í svona íshelli áður og það er óhætt að segja að hann hafi verið ótrúlegur. Fyrst var hann nokkuð breiður og ekkert mál að ganga uppréttur en þegar við komum lengra inn þurftum við stundum að skríða á maganum, eða kannski meira að skauta á maganum. Þá kom sér vel að hafa ísbroddana á fótunum og ísöxina við hendina. Við höfum sennilega gengið/skriðið í um 20 mínútur og svo stoppuðum við aðeins innst inni og slökktum á höfuðljósunum. Það er ekki oft sem maður upplifir svona mikið myrkur og svona mikla þögn. Það var líka ótrúlegt að sjá ísmyndanirnar og hvernig sumstaðar grjót stóð útúr ísnum. Magnað alveg hreint.

Sleðinn reynist bara vel ennþá og það er ekkert sem bendir til þess að hann gefi upp öndina alveg strax. Ég held samt að ég reyni að fá Olla til að kaupa nýjan rafgeymir í hann svo ég geti notað rafstartið; það er svo helvíti erfitt að toga hann í gang :D

Jæja.. best að setja handleggina í heitan bakstur :p

Kveðja
Ragga

Ps. Settum inn nokkrar myndir

lørdag 24. februar 2007

Vorum að setja inn myndir af vélsleðadótinu..

kv
R&O

Vélsleðakreisíness

Ég fór sem sagt á vélsleðakúrsinn sem var haldinn fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á að keyra skrímslasleða með átta manna sleða í eftirdragi. Það var mjög gott veður, bjart og ekki nema um -10°C. Við fórum inn Adventdalen sem er inn af Longyearbyen og upp á Drönbreen og yfir í Reindalen sem mjög breiður dalur. Þaðan fórum við eftir Todalen og aftur yfir í Adventdalen og til baka að UNIS. Þessi ferð var um 100 km og á leiðinni gerðum við alls konar hundakúnstir til að prufa sleðana. Meðal annars var haldin keppni í því hver gæti komist með sem flesta farþega upp jökulinn. Ég held að metið hafi verið 7 manns sem er ágætt fyrir einn sleða að draga. Það gekk samt ekki fyrr en það voru settir 3 á yetann og restin í farþegasleðann. Þegar við komum upp á jökulinn sá ég sólina í fyrsta skipti síðan 5. janúar og það er ekki laust við að það hafi snert einhvern gleðistreng. Hún var svo aftur komin í hvarf eftir um hálftíma.

Ég er ekki frá því, eftir þetta vélsleðaævintýri, að finnskir ökumenn séu almennt tiltölulega brjálæðir. Þeir fara sennilega allir í ökuskóla Mr. Hakkinen. Í þessum kúrsi voru allir finnsku nemendurnir og ég held það sé óhætt að segja að þau hafi verið ansi hress.. Ég sat aftaná hjá einni finnsku stelpunni og eftir það var ég hálf skjálfandi á beinunum.

Mér tókst næstum að velta öllu draslinu þegar við vorum að gera beygjuæfingar. Ég keyrði í smá stund á einu skíði og svo náði ég að rétta hann af með því að færa allan líkamann yfir á aðra hliðina. Ég held meira að segja að finnsku stelpunni hafi ekkert litist á blikuna þá, en hún sat aftaná hjá mér.

Þegar ég kom aftur í UNIS þá fórum við Olli beint og keyptum okkur hjálma og svo að ná í nýja - gamla sleðann sem við keyptum okkur. Í dag fórum við svo og prufuðum hann. Ég var reyndar ennþá með harðsperrur dauðans frá gærdeginum en maður lætur sig nú hafa ýmislegt fyrir sleðana.. Við stálumst aðeins inn í Adventdalen þrátt fyrir að vera ekki með riffil og svo hérna upp að Longyearbreen. Maður verður nú að lifa á brúninni stundum.. eða eitthvað :p Hvað sem því líður þá reyndist sleðinn bara vel og er ekki ennþá dauður sem hlýtur að teljast jákvætt.

Brjálaðar vélsleðakveðjur,
Ragga

fredag 23. februar 2007

Snöggt yfirlit

Margt búið að gerast í dag.
Ég er kominn með sleðann í hendurnar. Lítur betur út en mér fannst við fyrstu skoðun. Búinn að tryggja hann og skrá okkur bæði fyrir honum. Meira síðar.
Við þurftum að bera ,,signalpistolur" (merkibyssur) í vinnunni í dag. Nú erum við að vinna við sjóinn á opnu svæði og það kom ísbjörn í innan við 1 km fjærlægð í gær.
Ég sá fyrsta og annan fuglinn í dag, einhvern sjófugl og rjúpu.
Ragga var á vélsleða í allan dag, Lynx 1300. Hún fór víða og sá sólina. Meira síðar.

Kveðja
Olgeir

onsdag 21. februar 2007

Dýr

Eins og kom fram í síðustu færslu þá er ég að vinna við flugvölinn núna. Við erum sem sagt að leggja nýja frárennslislögn frá nýju flugsöðinni og 150m út í sjó. Ég er þarna svolítið fyrir utan þéttbýlð þannig að maður sér vítt og breitt.

Snemma í morgun hélt ég mig hafa heyrt í fugli. Ekki ólíklegt eins og blíðan var í dag. En kommst að því að þetta var eingöngu söngurinn í borvélinni hjá smiðnum. Eftir hádegi fór aftur á móti allt á yð. Ég sá fjóra seli liggja á ísjökum í fjörinni, sennilega ársgamlir kópar var mér sagt. Þeir voru mjög spakir og komumst við í um 10 metra færi við þá. Einnig sá ég 40% af hrossum Svalbarða brúkuð, það er tvö af fimm. Eftir seinna kaffi skildi ég ekkert í allri þessari umferð sem var farinn að vera þarna framjá, það er veginn inn að Björndalen. Sá sýslumannsbílinn og hvaðeina. Jújú, ástæðan var að það var víst ísbjörn á vappi þarna innfrá. Þetta hefur kannski verið björn með góðan smekk, það er fundið lyktina af nestinu mínu. En ég sá hann ekki, veit ekki með hann, kannski sá hann mig.

Við fórum í norskutíma áðan. Lærðum meðal annars eina skemmtilega tvímerkingu. Það er orðið gift. Gift þýðir sem sagt bæði eitur og það að vera giftur. Skemmtileg tilviljun eða ekki?

Í gærkvöldi fór rafmagnið í um hálftíma um klukkan ellefu. Það varð alveg rosalega dimmt hér og að sama skapi mjög stjörnubjart. Sjaldan séð svona mikið af stjörnum.

Kveðja
Olgeir

tirsdag 20. februar 2007

hitt og þetta..

Það styttist í vélsleðakúrs 2 en hann verður sem sagt á föstudaginn næsta. Þetta er framhaldsnámskeið í sleðameðferð þar sem kennt er að keyra stóra og þunga sleða með stóra og þunga aftaní sleða (með fullt af fólki á). Það er nú ekki af brjáluðum áhuga sem ég skráði mig í ósköpin en Ketil, sem er einn af leiðbeinendunum mínum, taldi það afar gagnlegt að ég myndi taka hann og því var ekki undan komist. Það er í öllu falli betra að komast að því á svona námskeiði að maður er ekki til þess fallinn að keyra þessi skrímsli heldur en að velta öllu draslinu e-s staðar í óbyggðum Svalbarða..

Í næstu viku fer ég svo til Tromsö að hitta Fredriku sem er ein af leiðbeinendunum mínum. Hún ætlar að leiða mig í allan sannleikann um hvernig skal greina Pseudocalanus til tegunda. Þess má til gamans geta að hún er ein af örfáum í heiminum sem getur gert það með því einu að horfa á kvikindin. Þessi ferð verður í styttri kantinum en ég fer þann 27. febrúar og kem til baka 1. mars.

Í dag var viðtal við Laurel (ljósmyndarinn frá Kaliforníu) á UNIS síðunni og það má sjá hér. Ég set líka link inn á síðuna hennar inn í tenglasafnið hérna til hægri. Laurel býr með okkur í brakke 3 eins og fram hefur komið en hún er á bakpokaferðalagi um samfélögin við norðurheimskautið en það er sagt ítarlegar frá því í viðtalinu.

Olli var að byrja að vinna á flugvellinum í dag. Þeir kláruðu verkið í naustunum í gær og hann var sendur að vinna við nýju flugvallarbygginguna. Ég held að flugstöðin hérna sé margfallt stærri en Reykjavíkurflugvöllur þó hér búi hundrað sinnum færri en á höfuðborgarsvæðinu. Magnað..

Kveðja,
Ragga

søndag 18. februar 2007

Rjúpur

Hér á Svalbarða eru veiddar rjúpur eins og á öðrum góðum stöðum. Eins og margir hafa heyrt var rjúpnaveiðin afar slæm á Íslandi haustið 2006. Mjög lítið af fugli. Þetta virðist ekki einskorðast við Ísland. Rjúpnaveiðin hér á Svalbarða var sú lakasta, núna í haust, síðan skráningar hófust. Einnig sagði kunningi minn mér, sem er frá Tromsö og veiðir rjúpur þar í kring, að þar hafi aldrei verið minna af fugli og lítið veiðst. Þetta virðist því vera víða í heiminum. Sennilega er ástæðuna að finna í veðurfari því að ekki ferðast rjúpurnar milli landa. Ég hef ekki séð rjúpu hér ennþá en þær eru hér því við sáum spor í gær.

Við fórum í smá göngutúr hér í nágrenninu í gær. Meðal annars fórum við upp að Sverdrupbyen sem er gamalt hús hér hinumegin í dalnum. Við rákumst svo á gamla ljósmynd frá 1966 sem sýnir húsaþyrpingu svipaða og Nybyen kringum þetta hús. Ég sló þessu upp á netinu og fann út að þarna hafði verið byggðarkjarni frá 1938 til 1983. Svo heyrði ég að þessi hús hefðu öll brunnið síðar. Sagan segir að það hafi verið haldin brunaæfing sem fór aðeins úr böndunum. Þess má geta að það var byrjað að byggja Nybyen 1946.

Það var smá partý hér í eldhúsinu á Brakke 3 í gærkvöldi. Við sem hér búum og 15 krakkar úr Brakke 4. Þetta var krabbaveisla að sænskum sið, nema ég og Ragga elduðum fiskisúpu. Við tókum svolítið af myndum en þær verða ekki birtar opinberlega af virðingu við hlutaðeigandi :)

Kveðja
Olgeir

lørdag 17. februar 2007

Við settum inn myndir sem við tókum áðan..

Kveðja,
Olli og Ragga

fredag 16. februar 2007

Fastbúandi

Jæja, þetta hefur verið nokkuð viðburðaríkur dagur hjá mér.

Morguninn byrjaði nokkuð hressilega hjá mér, eða það hefði geta orðið hressilegt en slapp fyrir horn. Ég var að keyra í vinnuna, var rétt kominn til móts við búðina, þá hendist eitthvað upp á veginn. Mér brá svakalega og undirmeðvitundin var búinn að nauðhemla áður en ég áttaði mig á hvað þetta var. Þetta var sem sagt hreindýr sem snaraðist upp á veginn rétt fyrir framan mig. Það munaði ansi litlu að ég lenti á því, mjög litlu. Þökk sé herra TOYOTA sem framleiddi þennan máttlausa grútarbrennara sem ég er á. Ég hef ekki enn fundið nógu langann veg hér í Longyearbyen til að koma greyinu yfir 60km/klst.

Í hádeginu fórum við á Likningskontorinn. Ég ætlaði að sækja um skattkort, sá einhversstaðar að maður þyrfti svoleiðis í Noregi. En þá gilda víst ekki sömu reglur hér á Svalbarða og maður þarf ekki skattkort. Enda tekur því varla að borga þennann skatt sem hér er lagður á mann, rétt rúm 19%.
En í þessari sömu ferð skráðum við okkur fastbúandi á Svalbarða. Það var nú ekki flókanara en svo að við sögðumst vera staðráðin í því að vera hér út sumarið. Þetta kennir manni að maður á alltaf að bæta aðeins í, maður getur alltaf dregið í land seinna. Þetta þýðir að núna get ég fengið leyfi til riffilkaupa.

Vélsleðar. Ég hringdi í nokkrar auglýsingar áðan, svona til að kanna verðin. Út frá þessu sá ég að verðið, sem var sett á sleðann sem ég skoðaði um daginn, var nokkuð gott. Ég ákvað í framhaldinu að hringja aftur í eigandann af þeim sleða svona til að athuga hvort hann væri nokkuð seldur. Sleðinn var ennþá til. (þökk sé lélegum flugsamgöngum, Svalbardpósturinn sem þessi auglýsing var í kom ekki fyrr en þrem eða fjórum dögum of seint). Ég prófaði að bjóða 13.000 Nkr. í sleðann, ásett var 16.000 Nkr, og endaði með að kaupa hann á 14.000 Nkr., sem eru svona um 154.000 Íkr. Ég fæ sleðann næsta föstudag þegar eigandinn kemur hingað til Svalbarða. Sleðinn heitir Ski-Doo Grand Touring 700 árgerð 2001. Þokkalegur sleði en svolítið mikið ekinn.

En nú er best að fara að sofa, laugardagsvinna á morgun.

Kveðja
Olgeir

onsdag 14. februar 2007

Lykt minninga, væntinga og vona

Ég hef heyrt fólk kvarta yfir tvígengisolíu-bensín ilminum sem kemur af fötum þess eftir að hafa verið á vélsleða. Ég skil þetta ekki. Þessi lykt hefur heillað mig frá því ég var smá gutti. Lykt sem ég skilgreindi sem lykilinn að frelsi, ævintýrum og spennu. Ég man að eftir því að ég reyndi að varðveita þessa lykt af fötunum mínum þegar ég var unglingur, mér fannst hún svo töff. Svona var lífið þegar maður var óstöðvandi skellinöðrupúki.

Ég fór í gærkvöldi og skoðaði vélsleða, tók góðan hring á honum, (og fékk ævintýralykt af fötunum) Ég keypti hann nú ekki á staðnum. Kannski prófa ég að bjóða hann niður eftir nokkra daga. Hann var svo mikið keyrður, heila 16000km, en það er mjög mikið fyrir vélsleða.

Það var ennþá smá skíma klukkan 16:00 í dag þegar ég var að pakka saman í vinnunni, þannig að þetta er allt að koma.

Svíinn, vinnufélagi minn hefur ekki mætt síðan í hádeginu á föstudag. Hann hlýtur að koma á morgun, þökk sé áfengisskömmtunarkerfinu.

Við fórum í kennslustund í norsku áðan, það var þrælfínt og ágætur kennari. Vonandi fer maður að öðlast aðeins meiri færni í norsku. Maður þarf að geta svarað fyrir sig og íslensk fiskimið.

En látum þetta nægja í bili
Kveðja Olgeir

tirsdag 13. februar 2007

Jàm..

Mer tokst ad eignast Advances in marine biology vol 15 :D jei.. Thad var til eitt notad eintak a Amazon sem eg audvitad smellti mer strax a :p Verst ad vol 33 er ofaanlegt :/ Thad er ekkert til neitt ofur mikid af bokum a bokasafninu herna en thad sleppur nu svo sem alveg.

Annars er bara allt vid thad sama. Thad er buid ad finna norskukennara loksins og verdur kennsla tvisvar i viku. Thad er agætt ad fa sma skerpingu a skandinaviskunni sinni sem eg held eg hafi bara danskan hreim a. Mer hefur samt tekist (held eg) ad hreinsa spænskuna ut ur henni ad mestu.. Thetta var ordin doldid furduleg samsuda :D

Svo virdist sem ibudin fyrir nedan okkar ibud i Laufrimanum se til solu. Vonandi verda nyir eigendur ekki algedveikir..

Kvedja,
Ragga

mandag 12. februar 2007

Gleðilegan mánudag..

..eins og maðurinn sagði. Nú er komin ný vika og það er bara bull hvað þetta líður hratt. Á morgun verður fundur um komandi feltferðir og ef ég fæ mínu framgengt þá fer ég í 3 vélsleðaferðir; sennilega allar í mars. Fyrsta ferðin verður yfir í Van Mijenfjord þar sem SVEA er (aðal námusvæði Norðmanna hérna), hinar tvær verða annars vegar yfir í Storfjorden sem er á austurströndinni (þar sem ísbirnirnir búa) og svo í Billefjorden og Widjefjorden. Sem sagt æsispennandi en svo er bara að heyra hvað Fred og hinir í logistics segja.. :p

Helgin var viðburðarík og settum við inn myndir frá hinu alræmda ísbrjótspartýi. Ég er ennþá svona í slappari kantinum svo ekki sé meira sagt :D

Ragga

lørdag 10. februar 2007

Land flísdýranna

Það getur margt gerst í landi flísdýranna. Hér er ávallt allt hlaðið spennu. Áðan ætlaði ég að fá mér bita af innfluttri rúsínubollu sem Ragga hét á, mjög sætt og rómantískt, ég bar mig fagmannlega að og tók bita. En þá gerðist það einkennilega, ég kastaðist afturábak og greip um andlitið og bollan þeyttist úr hendinni á Röggu. Ragga skildi ekkert í þessu og horfði á mig sem naut á nývirki. Það sem gerðist var að ég fékk straum (stöðurafmagn sem er algengt í landi flísdýranna)í hægri framtönnina, þetta svaka stuð og verkur upp eftir tannrótinni, langt upp í heila.

Nú er allt orðið mjólkurlaust hér á Svalbarða þar sem ekki hefur verið flugfært frá Tromsö í nokkra daga. Svolítið farið að minnka í ferskvöruhillunum í Svalbardbutiken. En það er búsist við flugi klukkan sex í kvöld og þá koma vörur. Því verður opið frameftir í kvöld.

Skertar flugsamgöngur setja samt ekki strik í reikninginn varðandi ,,Icebraker" parýið í kvöld. Bjórinn fyrir það var nefnilega panntaður sjóleiðina og er kominn í hús ásamt matnum.

Látum þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir

torsdag 8. februar 2007

McQueen

Hver er eiginlega þessi McQueen ? Þessu er ég búinn að vera að velta fyrir mér síðustu daga. Þannig er að um daginn heyrði ég samstarfsmann minn, sem er Svíi, tala um McQueen. Ég var ekki alveg viss í fyrstu hvað hann átti við en áttaði mig fljótlega að hann átti við gröfuna sem var á svæðinu. Ég hváði og spurði hann hvað hann kallaði gröfuna ,,jú McQueen, við köllum gröfur McQueen í Svíþjóð" ég samþykkti það auðvitað strax og ákvað með sjálfum mér að þetta væri bara einhver sænsk fyndni. Svo núna uppá síðkastið hefur Svíinn farið að kalla hin ólíklegustu tæki og tól McQueen þannig að ég var farinn að hallast að því að McQueen hefði verið mjög merkileg og tæknivædd persóna, nánast formóðir allra tækja.
Í morgun gerði ég heljarinnar uppgvötvun, McQueen er sænski framburðurinn á orðinu maskin...

Kveðja Olgeir

Dyralif..

I morgun thegar vid forum i vinnuna tha var hreindyr ad kroppa fyrir utan husid okkar. Thau eru voda dulluleg, alveg otrulega lodin og med mjog stuttar lappir. Audvitad vorum vid ekki med myndavelina a okkur frekar en i fyrra skiptid :/

Reyndar eru thessi hreindyr ein af faum dyrum sem eg hef sed eftir ad eg kom hingad uppeftir. Thad er audvitad fullt af hundum, serstaklega storum sledahundum, og svo thessir 5 hestar en tha er thad upptalid fyrir utan Acartiurnar (~2mm fullordnar) hennar Claudiu sem hun er ad rækta fyrir verkefnid sitt (og smygladi hingad uppeftir i hitabrusum fra Danmorku). Eg hef ekki sed einn fugl eda nokkud annad. Nema reyndar.. ok.. 5 marflær sem voru i buri inn a einni rannsoknastofunni. En tha er thad lika upptalid... nema thad birtist fluga herna a skrifbordinu minu rett i thessu! Va eg hef greinilega sed fleiri dyr en eg helt..

Gaman ad sja hversu margir kikja herna inn og skilja eftir komment :)

Bestu kvedjur til ykkar allra,
Ragga

onsdag 7. februar 2007

Skýrsla

Jæja, þar sem ég sé að það eru Vatns- og Orkuveitumenn farnir að kíkja á bloggið þá er best að ég segi aðeins frá veitukerfinu hérna í Longyearbyen og vinnunni minni. Ég er sem sagt að vinna hjá Spitsbergen VVS, svona einkarekinn vatns, hita, og fráveitu þjónusta með um 25 starfsmenn. Þessar 3 vikur sem ég er búinn að vera hjá þeim hef ég að mestu verið í nýlögnum úti. Við erum að leggja í hverfi, heitt, kalt, og fráveitu. Allar lagnir eru úr plasti. Hitaveitan er úr PEXi, túr og retúr í einu einangruðu röri. Kalt vatn og fráveita er lögð í PE rörum sem eru einangruð líkt og hitaveiturör, inn í einangrunni eru svo grenri rör sem dreginn er í hitakapall sem heldur öllu frostfríu.
Í botninn á skurðunum er lagt einangrunarplast svo að lagnirnar bræði sig ekki niður í sífreran. Þegar skurðirnir eru fylltir í restina er notað volgt gjall frá kolaraforkuverinu.
Kaldavatnið hér er drykkjarhæft en það er vont, sennilega hreinsað með efnaútfellingu.
Hitaveitan, er fjarvarmaveita þar sem vatnið er hitað með kolabrennslu. Það er ein aðalslaufa sem liggur um bæinn og er 120°c, frá henni er svo tekið í gegnum varmaskipta og 80°c vatn sent inn í hús til upphitunar, neysluvatn er svo tekið 60°c heitt gegnum varmaskipti í hverju húsi.
Brunavarnir. Hér eru engir brunahanar, enda mundu þeir frjósa í hel, í staðinn er 63mm heimaæð lágmark í hvert hús og við inntak í inntaksrými hvers húss er hraðtengi fyrir brunaslöngu.
Vinnan er ágæt, vinnutíminn er frá 7 til 16 en það endar reyndar ansi oft með því að það er unnið til 19, allavegana hjá okkur útlendingunum í útivinnunni :)
Aðbúnaður er svona sæmilegur, en náttúrulega enginn miðað við það sem maður er vanur.

En jæja, læt þetta nægja í bili af þurrum fróðleik.

Kveðja Olgeir

tirsdag 6. februar 2007

Roði austursins

Nú gerast hlutirnir hratt, í dag náði himininn í fyrsta skipti að roðana í suð-austri enda lengist nú birtutíminn um 20 mínótur á dag. Þetta er góð (og réttlát) tilbreyting frá bláa litnum sem hefur verið á himininum síðustu vikuna.

Ísbirni hófum við ekki séð ennþá, enda eru víst margir, sem hafa búið hér lengi, sem ekki hafa séð björn. Reyndar held ég að það sé aðallega fólkið sem fer ekkert mikið lengra en í áfengis og tóbaksverslunina, nóg af svoleiðis fólki hér enda dótið tollfrjálst.

En aftur að ísbjörnum, fyrrum fótbrotni ljósmyndarinn var að koma heim, núna áðan, úr túr með ísbrjóti. Þau fóru hringinn í kringum eyjaklasann og voru nokkuð á eftir áætlun en þau áttu að koma í land á sunnudaginn. Sú saga gekk á göngum UNIS að þau hafi verið í Barentshafi að veiða Rússa - það fékkst þó ekki alveg staðfest en ljósmyndarinn neitaði því heldur ekki alveg. Hún sá þrjá birni og náði myndum af þeim sem og öðru (á klikkuðu Nikon D200 vélina sína) þannig að bráðum verður myndakvöld hér í Brakka tre.

Kveðja Olgeir og Ragga

mandag 5. februar 2007

Hreindýrakjöt á útsölu..

Við vorum að enda við dýrindis hreindýrakjötsmáltíð með brúnostasósu, hrísgrjónum og grænmeti meira að segja. Frakkinn okkar fór og keypti sér sem sagt nokkrar rúllur af hreindýrakjöti á útsölu í Svalbardbutikken og svo til að prufa herlegheitin var slegið upp veislu... með koníaki (hálf illa fengnu..) og ís í eftirrétt. Ekki amalegt það! Ég mæli alveg með þessari brúnostasósu. Hún er algert sælgæti. Veislan var líka kjörið tækifæri til að bjóða nýja íbúann velkominn. Við erum sem sagt orðin alveg 5 í öllu húsinu. Nýbúinn er danskur og er að læra jarðeðlisfræði eins og annar hver maður hérna..

Við vorum ekki alveg viss um hreindýrakjötið í fyrstu. Á umbúðunum stóð að það væri "surret", það hljómar nú bara of þorralega svo ekki sé meira sagt; hvað veit maður hvað Svíar taka upp á. En með smá orðabókahjálp þá skýrðist þetta allt :p Það er aldrei að vita nema maður skelli sér í búðina á morgun og fjárfesti í nokkrum rúllum :D

Ragga

søndag 4. februar 2007

6 mánuðir og einn dagur

Ég er að reyna að sækja um leyfi til að kaupa riffil. Hér er maður sem fangi riffillaus. Ég hélt að það ætti að ganga smurt að fá leyfi til þess. En í vikunni var hringt í mig frá sýslumanninum og mér tjáð að ég þyrfti að skrá mig sem fastbúandi á Svalbarða til að geta fengið leyfið. Ég fór með það sama á skráningarskrifstofuna, en þar var mér tjáð að til að skrá mig sem fastbúandi þyrfti ég að búa hér lengur en 6 mánuði, en ég kem bara til með að búa hér í akkurat 6 mánuði. En ég vona að þetta reddist því að ég fékk mjög greinagóðar leiðbeiningar hjá skráningarstofunni um það hvernig ég gæti svindlað á kerfinu, þannig að núna er bara að bíða og sjá.

Vélsleði, ég held við fáum okkur vélsleða, við erum nokkurn veginn búinn að skilgreina hvernig sleða við viljum: Hann þarf að vera af touring gerð, þ.e. tveggjamanna og með plássi fyrir bensínbrúsa fyrir aftan sæti. Svo er bara að fara og leita.

Hér er þurkur, endalaus þurkur, engin loftraki, maður er allur að skrælana og farinn fá sprungur í fingurnar, þetta er heimskauta eyðimörkin.

Kveðja Olgeir

lørdag 3. februar 2007

Myndir

Settum inn nokkrar myndir - sjá tengil hér til hægri ->

Annars bara bla.. :)

kv
Ragga og Olli

fredag 2. februar 2007

Ef þið voruð að velta því fyrir ykkur þá læsir enginn neinu hérna. Englendingurinn sem átti það til að gerast fingralangur er farinn yfir á meginlandið..

Fostudagshittingurinn :D

Jei, thad er kominn føstudagur og thad thydir friday gathering :) Thad er òtrulegt hvad thetta lìdur hratt.. Nu er blàa tìmabilid byrjad og allt er voda blàtt ì kringum hàdegid en nær thvì ekki ad verda bjart. Ì tilefni af thvì er bodid upp a jazzhàtìd fram ì febrùar. Ì framhaldinu verdur svo sòlarhàtìd ì viku en thad er ennthà langt ì hana..

Thad er ordid heldur fàtt ì brakke 3 en vid erum bara 4 eftir ì bili. Meira ad segja thà erum vid bara 3 (èg, Olli og Frakkinn) fram ì næstu viku thvì USA ljòsmyndarinn (fyrrverandi fòtbrotinn) er ì felti.

Ad øllum lìkindum fæ èg fòlk frà pòlsku rannsòknarstødinni vid Hornsund til ad taka fyrir mig syni thar.. jei! Thad er ædi..

Bless ì bili,
Ragga

torsdag 1. februar 2007

Buningar

Hugmyndir oskast fyrir buninga og er themad hlynun jardar. Tilefnid er hid alræmda Icebreaker party sem verdur haldid 10. februar. Mer datt i hug ad vera kannski Calanus helgolandicus , en thad gæti ordid vesen ad bua tann buning til..

Allar hugmyndir vel thegnar :D

og ad lokum..
Hversu mikid vegur isbjorn?
-thad er ad minnsta kosti nog til ad brjota isinn..

kvedja,
Ragga