mandag 26. februar 2007

Fólk..

Lengst af höfum við bara verið 6 í öllu húsin (sem tekur 24 í herbergi). En núna um helgina bættist við heill tæknifræðibekkur frá Þrándheimi... og husið er algerlega fullt. Maður getur ekki lengur hreyft sig án þess að rekast á fólk.. fuss.. Við Laurel erum einu stelpurnar og allir þessir strákar virðast eiga 15 pör af skíðum hver og 20 pör af skóm og guð veit hvað. Það er sem sagt allt út um allt hérna og eldhúsið er eins og eftir loftárás. Það er bót í máli að þeir verða bara í mánuð hérna. Maður verður bara að þrauka :p

Sem betur fer var okkur boðið í mat núna í kvöld svo við þurfum ekki að elda innan um hina 10 :p

Kveðja,
Ragga

Ingen kommentarer: