lørdag 10. februar 2007

Land flísdýranna

Það getur margt gerst í landi flísdýranna. Hér er ávallt allt hlaðið spennu. Áðan ætlaði ég að fá mér bita af innfluttri rúsínubollu sem Ragga hét á, mjög sætt og rómantískt, ég bar mig fagmannlega að og tók bita. En þá gerðist það einkennilega, ég kastaðist afturábak og greip um andlitið og bollan þeyttist úr hendinni á Röggu. Ragga skildi ekkert í þessu og horfði á mig sem naut á nývirki. Það sem gerðist var að ég fékk straum (stöðurafmagn sem er algengt í landi flísdýranna)í hægri framtönnina, þetta svaka stuð og verkur upp eftir tannrótinni, langt upp í heila.

Nú er allt orðið mjólkurlaust hér á Svalbarða þar sem ekki hefur verið flugfært frá Tromsö í nokkra daga. Svolítið farið að minnka í ferskvöruhillunum í Svalbardbutiken. En það er búsist við flugi klukkan sex í kvöld og þá koma vörur. Því verður opið frameftir í kvöld.

Skertar flugsamgöngur setja samt ekki strik í reikninginn varðandi ,,Icebraker" parýið í kvöld. Bjórinn fyrir það var nefnilega panntaður sjóleiðina og er kominn í hús ásamt matnum.

Látum þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir

1 kommentar:

Anonym sa...

Þetta hefur þá sennilega verið svona svakalegur ástarblossi þarna á milli ykkar Röggu! En óvenjulegt þó er að fá þann blossa í tennurnar!
Bestu kveðjur frá Ágústu og Steina