tirsdag 6. februar 2007

Roði austursins

Nú gerast hlutirnir hratt, í dag náði himininn í fyrsta skipti að roðana í suð-austri enda lengist nú birtutíminn um 20 mínótur á dag. Þetta er góð (og réttlát) tilbreyting frá bláa litnum sem hefur verið á himininum síðustu vikuna.

Ísbirni hófum við ekki séð ennþá, enda eru víst margir, sem hafa búið hér lengi, sem ekki hafa séð björn. Reyndar held ég að það sé aðallega fólkið sem fer ekkert mikið lengra en í áfengis og tóbaksverslunina, nóg af svoleiðis fólki hér enda dótið tollfrjálst.

En aftur að ísbjörnum, fyrrum fótbrotni ljósmyndarinn var að koma heim, núna áðan, úr túr með ísbrjóti. Þau fóru hringinn í kringum eyjaklasann og voru nokkuð á eftir áætlun en þau áttu að koma í land á sunnudaginn. Sú saga gekk á göngum UNIS að þau hafi verið í Barentshafi að veiða Rússa - það fékkst þó ekki alveg staðfest en ljósmyndarinn neitaði því heldur ekki alveg. Hún sá þrjá birni og náði myndum af þeim sem og öðru (á klikkuðu Nikon D200 vélina sína) þannig að bráðum verður myndakvöld hér í Brakka tre.

Kveðja Olgeir og Ragga

6 kommentarer:

Haukur sa...


ég er orðinn fastur lesandi þessarar síðu. ég las hana fyrst um klukkan níu og aftur núna rétt fyrir ellefu.
kv. frá Færeyjum Haukur

Haukur sa...


ég er orðinn fastur lesandi þessarar síðu. ég las hana fyrst um klukkan níu og aftur núna rétt fyrir ellefu.
kv. frá Færeyjum Haukur

Anonym sa...

Sæl verið þið var að fá slóðina ykkar frá Hönnu systur hér hjá OR er mikið spurt um ykkur og er gaman að geta bent á síðuna stræakarnir á verkstæðinu biðja allir að heilsa kv.Steini

Anonym sa...

Ef þið finnið lítinn, sætan, munaðarlausan ísbjarnarhvolp strandaðan á einhverri ísbreiðunni megiði alveg kippa honum með heim, ég skal ættleiða hann :)

Anonym sa...

Sæll kvar keiftir þú hringina í 600mm premó við hringbraut?
jeg finn enga neinsstaðar,,allt gott að nfrétta sig óli...

Anonym sa...

Sæll Siggi

Það er til einn hringur í 600mm premó, hann hangir í loftinu á brunninum á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar (þessum ógeðslega)
Annars eru til hringir í 300-400mm premó upp á Hraunbrún, ég límdi svoleiðis saman síðast og notaði. Það fæst ekki nógu svert og mjúkt o-hringjaefni í þetta.
Kveðja Olgeir