mandag 12. februar 2007

Gleðilegan mánudag..

..eins og maðurinn sagði. Nú er komin ný vika og það er bara bull hvað þetta líður hratt. Á morgun verður fundur um komandi feltferðir og ef ég fæ mínu framgengt þá fer ég í 3 vélsleðaferðir; sennilega allar í mars. Fyrsta ferðin verður yfir í Van Mijenfjord þar sem SVEA er (aðal námusvæði Norðmanna hérna), hinar tvær verða annars vegar yfir í Storfjorden sem er á austurströndinni (þar sem ísbirnirnir búa) og svo í Billefjorden og Widjefjorden. Sem sagt æsispennandi en svo er bara að heyra hvað Fred og hinir í logistics segja.. :p

Helgin var viðburðarík og settum við inn myndir frá hinu alræmda ísbrjótspartýi. Ég er ennþá svona í slappari kantinum svo ekki sé meira sagt :D

Ragga

1 kommentar:

Anonym sa...

það er gaman að fylgjast með ykkur þarna í kuldanum og gaman að sjá hvað þið eruð dugleg að blogga bið að heilsa....steini úr hesthúsinu:)