mandag 5. februar 2007

Hreindýrakjöt á útsölu..

Við vorum að enda við dýrindis hreindýrakjötsmáltíð með brúnostasósu, hrísgrjónum og grænmeti meira að segja. Frakkinn okkar fór og keypti sér sem sagt nokkrar rúllur af hreindýrakjöti á útsölu í Svalbardbutikken og svo til að prufa herlegheitin var slegið upp veislu... með koníaki (hálf illa fengnu..) og ís í eftirrétt. Ekki amalegt það! Ég mæli alveg með þessari brúnostasósu. Hún er algert sælgæti. Veislan var líka kjörið tækifæri til að bjóða nýja íbúann velkominn. Við erum sem sagt orðin alveg 5 í öllu húsinu. Nýbúinn er danskur og er að læra jarðeðlisfræði eins og annar hver maður hérna..

Við vorum ekki alveg viss um hreindýrakjötið í fyrstu. Á umbúðunum stóð að það væri "surret", það hljómar nú bara of þorralega svo ekki sé meira sagt; hvað veit maður hvað Svíar taka upp á. En með smá orðabókahjálp þá skýrðist þetta allt :p Það er aldrei að vita nema maður skelli sér í búðina á morgun og fjárfesti í nokkrum rúllum :D

Ragga

6 kommentarer:

Katla Jör sa...

Úúúú :D Heppin eruð þið :) Hreindýr er algjör herramannsmatur :)

Það fæst ekkert svoleiðis hér í Bretlandi (eðlilega enda engin hreindýr hér hehe :)) en ég sá kanínur til sölu hjá slátraranum um daginn og langaði að prufa. Enn hef ekki gert það enn ;)

Ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg viss hvernig ég ætti að matreiða þær... kannski bara grilla þær heilar yfir opnum eldi hehe ;)

Kveðjur frá Bretlandi

Anonym sa...

Hvernig lagar maður brúnostasósu segirðu?

PS. Æðislega gaman að skoða myndirnar! Þetta er alveg glæsilegt; hlakka til að sjá umhverfið í kring betur þegar birtir ;)

Anonym sa...

Hvernig lagar maður brúnostasósu segirðu?

PS. Æðislega gaman að skoða myndirnar! Þetta er alveg glæsilegt; hlakka til að sjá umhverfið í kring betur þegar birtir ;)

Anonym sa...

Hehe.. thetta eru sænsk heindyr.. og flest annad kjot herna er fra Braziliu ..

en brunostasosan var sem sagt logud thannig:
smjor
hveiti
sod af kjotinu
brunostur (10 gr)
syrdur rjomi
vatn
Eg veit ekki alveg hvad var mikid af hinu dotinu.. bara svona slatti..

Anonym sa...

Ég var akkúrat að lesa um einhverja konu sem lærði ma jarðeðlisfræði á Svalbarða og hugsaði til ykkar..

til hamingju með bloggið þetta er skemmtilegt

Anonym sa...

thanks for sharing...