søndag 4. februar 2007

6 mánuðir og einn dagur

Ég er að reyna að sækja um leyfi til að kaupa riffil. Hér er maður sem fangi riffillaus. Ég hélt að það ætti að ganga smurt að fá leyfi til þess. En í vikunni var hringt í mig frá sýslumanninum og mér tjáð að ég þyrfti að skrá mig sem fastbúandi á Svalbarða til að geta fengið leyfið. Ég fór með það sama á skráningarskrifstofuna, en þar var mér tjáð að til að skrá mig sem fastbúandi þyrfti ég að búa hér lengur en 6 mánuði, en ég kem bara til með að búa hér í akkurat 6 mánuði. En ég vona að þetta reddist því að ég fékk mjög greinagóðar leiðbeiningar hjá skráningarstofunni um það hvernig ég gæti svindlað á kerfinu, þannig að núna er bara að bíða og sjá.

Vélsleði, ég held við fáum okkur vélsleða, við erum nokkurn veginn búinn að skilgreina hvernig sleða við viljum: Hann þarf að vera af touring gerð, þ.e. tveggjamanna og með plássi fyrir bensínbrúsa fyrir aftan sæti. Svo er bara að fara og leita.

Hér er þurkur, endalaus þurkur, engin loftraki, maður er allur að skrælana og farinn fá sprungur í fingurnar, þetta er heimskauta eyðimörkin.

Kveðja Olgeir

3 kommentarer:

Anonym sa...

Frábært að kerfið skuli segja þér hvernig eigi að svindla á kerfinu!!! Og það til að auðvelda þér að kaupa byssu! BYSSU!!! Þetta er almennilegt pláss, maður skilur betur núna af hverju menn með slökkvitæki teipuð um fótinn setjast að á Barðanum!!!

Frábært að sjá þessar myndir, maður trúði varla að það birti ekki í janúar...en núna sér maður það svart á hvítu.

Kær kveðja,
Guðbjörg.

Anonym sa...

jó, þú ferð af skerinu þegar ég kem til landsins. Hvaða strætó get ég tekið til að komast á þennan útkjálka?

Anonym sa...

já vá, geðveikt skrítið að þetta sé öll birtan sem þið fáið, nóg verður nú dimmt hér ;p

Hahaha eruð þið þá alltaf 2klt og 6mín að skreppa út í bankann?
1klt að klæða ykkur í
2mín að labba í bankann
2mín í bankanum
2mín að labba heim
1klt að klæða ykkur úr

;D